Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 18
Hannes M. Þórðarson: Forystu- Mosi Fellur á í flúðum, fágar hverja snös. Bláum hyljum birfasf blóm og fjallagrös. Háan stendur hamar, horfir yfir dal, fallegur á fæti fráneygt sauðaval. Fnæsir nú og finnur ferleg hamra-skörð léttur fer sem leiftur lyng og móabörð. Vitur, snjall og virtur, velur heiðaslóð. Ramma, græna rúnin rann í merg og blóð. smíðaður fjöldi hluta, sem nú eru að mestu úr gildi gengnir, en þá voru lífsnauðsynlegir, svo sem skeifur, ljábakkar, skautar, lamir, ristuspaðar, heyhnífar, heynálar — og mætti svo lengi telja. Á eldsmiðj unni voru líka aðaldyr hússins, stórar, með einhverri voldugustu skrá, sem ég hef séð, og var lista- smíði Kristins. Oft járnuðum við hesta þar inni á vetrum, ef ónáðugt var úti. Vesturendinn var fullur helm- ingur hússins, með fjölda verk- færa. Rúmfrekastur var þar stóri rennibekkurinn, kóróna smiðjunn- ar, sem leysti margan vanda, með- al annars frystivélanna, eftir að þér komu til Kópaskers, og fjöl- margra annarra véla, loks bílanna, þegar þeirra öld rann upp. Þar var og annar minni rennibekkur til málmsmíða, og margt smærri véla og tækja. Verður fæst af því talið, sem þarna var fengizt við, meðal annars fékk Kristinn sér efni í nið- ursuðudósir og smíðaði sér tæki (valsa) til að krækja þær og forma. Þessa vetur, sem ég var þar. smið- uðum við dósir í allstórum stíl fyr- ir nálægar sveitir. Gæti ég trúað því, að hann hefði gjört þáð einna fyrstur hérlendis. Auk þess að smíða búshluti, var alltaf mikið um viðgerðir á þeim — þar með á byssum, sem f þá tíð voru mönn- um þörf tæki f örðugri lífsbaráttu, en engin l'eikföng. Þá komu menn oft — jafnvel út fjarlægð — með vélbáta til viðgerða, biðu þeir þá, meðan viðgerð fór fram, og höfðu gistingu og fæði á staðnum sem heimamenn væru. Oft þurfti Kristinn að smíða sér- stök verkfæri til þess að geta gjört við þennan hlutinn eða hinn, sem komið var með — því óljúft var honum að vísa nokkrum frá, óaf- greiddum. Var ekkert fátítt, að ég sá eitthvert slíkt verkfæri, sem jafnvel hafði aðeins verið notað eitt sinn, og má nærri geta, hvort það hefur verið mjög gróðavænleg þjónusta. Rúmsins vegna get ég ekki gef- ið neina fullnægjandi lýsingu á þessu efni, en af því, sem ég þegar hef sagt, má ráða, að Kristinn var um langan aldur þarfur sínu um- hverfi, einkum á árunum frá 1915 til 1940. Held ég, að nálægum sveit- um hefði verið það litt bætanlegt tjón að missa hans við. En. gifta þeirra var slík, að hann fékk að halda óskertri starfsorku til sex- tugs. Úr þvf þvarr mjög sjón hans — sem fleiri eldsmiða hins gamla tíma. En um sama leyti var að byrja að myndast aðstaða annars staðar í héraðinu til þess að fara að sinna þeim verkefnum, sem hann varð að fara að gefa fná sér með þverrandi sjón og orku, eftir hina löngu og dyggu þjónustu. Snemma fór Kristinn að hugsa um bættar vinnuaðferðir. Kunnust af þeim tilraunum hans er línu- rennan, sem verið hefur þjóðar- eign síðan 1928 og dregið meira fé í þjóðarbúið en tölum verði talið, auk þess að hafa borgið mörgum dýrmætum mannslífum. Þó höf- undinum yrði allharðsótt viður- kenning hennar, hlaut hann í elli nokkur laun fyrir þá þörfu upp- götvim. Ljáklöppu (eða öllu held- ur ,,vals“) smíðaði hann fyrir bús- áhaldasýninguna 1921, sem vakti mikla athygli. Hún var ágæt, en kom fram helzt of seint, því að þá voru dagar skozku ljáanna senn taldir, og náði hún því ekki út- breiðslu. Þá fékk hann 1 elli hug- mynd að vatna- og björgunarbáti, og smíðaði nothæft líkan að hon- um, sem ætlað var tveim mönnum, en bar þrjá fullorðna. Aldrei fékk hann þá hugmynd viðurkennda, þrátt fyrir töluverðar tilraunir í þá átt. Þó er ég alltaf jafnsannfærð- ur um, að hún er raunhæf og góð, og vona ég enn, að rætist sú ósk hans og von, að hún verði tekin upp, og eigi eftir að bjarga manns- lífum eins og línurennan hans hef- ur þegar gjört. Þrátt fyrir hækkandi aldur og þverrandi þrek, héldu þau hjónin eigið heimili í Nýhöfn, allt þar til Kristinn féll frá, ofarlega á níræð- isaldri. Þau hjón eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra: pilt nær tvítugu. Hin fimm þeirra hafa öll ílengzt hér innan héraðs sem gagnsamt myndarfólk. Saga þeirra Leirhafnarbræðra myndar snaran þátt í giftu og gagni héraðsins, þann tíma sem hún nær yfir, en nú er aðeins eftir einn þeirra á meðal okkar. Þó ég hafi orðið að láta margt ósagt, sem vert hefði verið að halda á lofti, má af þessum drög- um ráða, að þjóðin á Kristni margt að þakka að leiðarlokum. Sjálfur þakka ég hontim og ekkju hans, sem og öðru vandafólki þeirra, langa vináttu og ágæta kynningu, og hygg ég, að slíkt muni fleiri mæla, sem auðnaðist að kynnast þeim. 882 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.