Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Qupperneq 7
 Zóphónías Stefánsson við legsteininn á leiði föður sins i heimagrafreitnum á Mýrum. Ættingjamót á Mýrum í Skriðdal A siðastliðnu ári, nánar tiltekið þann 6. sept. 1971, voru 100 ár frá fæð- ingu Stefáns Þórarinssonar, fyrrum bónda og hreppstjóra á Mýrum i Skriðdal. Af þvi tilefni komu börn hans og nánustu ættingjar saman á gömlum slóðum og minntust þessara timamóta á eftirminnilegan hátt. Fyrir forgöngu Zóphóníasar Stefánssonar á Mýrum urðu systkinin, sem búsett eru viðs vegar um landið, sammála um að koma öll saman á æskuheimilinu á Mýrum, en þar höfðu þau aldrei i einu saman verið frá þvi að faðir þeirra lézt 17. janúar 1951. Laugardaginn 10. júli var á Mýrum um 90 manns — öll börn Stefáns, er á lifi voru, og skyldulið þeirra margt, einnig nokkrir gestir aðrir, þar á einkum til hinnar almennu íslenzku glímu, og leiðbeindi skóla- stjórinn, Jón Þórarinsson þeim oft, og einnig lét hann þá æfa ýmsa leikfimi. Þeir piltar og kennarar, sem ekki tóku þátt í glímunni, horfðu á, og virtust þeir skemmta sér vel. í hópi pilta voru margir ágætir glímumenn. Einn piltanna er mér þó minnisstæðastur. Sá hét Ólafur og var Metúsalemsson — frá Burstarfelli í Vopnafirði, að ég ætla. Ég sá hann aldrei falla, en flesta eða alla felldi hann. Einhverju sinni Skoruðu piltar á kennara að glíma. Alla setti hljóðtv um stund. Loks fara þeir út á völl- inn, Ögmundur og Páll Hjaltalín. Ögmundur var nokkru hærri, þreknari og öllu eldri, en efalaust mjög vel að manni. Páll lægri, grennri og yngri, kattliðugur og sjálfsagt allsterkur. Þarna hófust mikil átök og sviptingar. Þeir glímdu nokkra stund, og áhorf- endur, sem voru úr báðum skól- unum, virtust standa á öndinni. Glímu þessari lauk þannig, að hvorugur féll. en báðir voru allmóðir. Ég held, að þessar frí- mínútur hafi varað lengst þann tíma, sem ég var í skóla í Flens- bong. Þegar veður var þannig, að allir urðu að vera inni, nema hvað út þurfti að fara þarfinda sinna, sem gat verið allharðsótt, var aðstaða telpna nokkru lakari heldur en drengja. Þeir gátu þó ávallt glímt, meðal séra Guðmundur óli ólafsson, settur prestur að Vallanesi. Um klukkan tvö gengu svo allir við- staddir út að heimagrafreit, þar sem Zóphónias lýsti tilefni þessa manna- móts og bauð gestahópinn velkominn. Þá flutti sóknarpresturinn bæn og sunginn var sálmur, en að þvi búnu af- hjúpaði Zóphónias vandaðan legstein á leiði Stefáns, er þeir bræðurnir höfðu sett upp og gert að mestu sjálfir. Þá 'kvaddi sér hljóðs Hrólfur Kristbjörns- son, fyrrum bóndi á Hallbjarnarstöð- um, og minntistStefáns i bundnu máli. Var gerður að þvi góður rómur. Þá var gengið að afgirtu svæði er undirbúið hafði verið til trjáræktar, og gróðursettar um 200 plöntur. A þessi reitur að bera nafnið Stefánslundur. Að þvi búnu var gengið til bæjar, þar sem framreiddar voru hinar rausnar- legustu veitingar. Deginum lauk svo með þvi, að ekið var að Þingmúla, gengið i kirkjuna og sunginn sálmur og siðan staðnæmzt úti i garðinum við leiði Pálinu Fanneyjar Stefánsdóttur, húsfreyju frá Geirólfsstöðum, er lézt á hinn sviplegasta hátt veturinn áður. En hún var eitt Mýrasystkinanna. Daginn eftir fór svo allt þetta fólk i Hallormsstað, skoðaði skóginn og um hverfi Lagarins. Klukkan átta var svo sezt að kvöldverðarborði i hinum glæsilegu húsakynnum barna- og ung- lingaskólans, sem Skriðdalshreppur er aðili að, og höfðu þá ýmsir frændur og vinir bætzt i hópinn, svo um eða yfir hundrað manns munu hafa setið þar undir borðum. Zóphónias bauð gesti velkomna og stýrði borðhaldi. Kvaðst hann vona, að þetta yrði ánægjuleg og eftirminnileg stund i þessum fallegu húsakynnum og en- það gerðu telpur ekki þá. Hvað sem nú gerist í þessu efni, veit ég ekki, en glímt ættu þær að geta fatanna vegna svona yfirleitt, og má vel vera, að þær geri það. Þó var það svo umræddan vetur, að telpur fundu sér eitt og annað til gamans, þar eð oftast höfðu þær nokkurt rúm í austurhluta húss- ins. Voru það ýmsir smáleikir, og voru stúlkur úr kennarabekknum þeim oft hjálplegar í því efni. Þannig liðu dagar. vikur, mánuð- ir, án nokkurra sérstakra breyt- inga. Með lengri degi .iókst útiver- an í frímínútunum. Ég kynntist bekkiarfélögunum betur og nánar, og náðu þessi kvnni í rauninni til alira krakkanna. Sunnudagsblað Tímans 319

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.