Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.01.1973, Blaðsíða 9
Hér cr Höskuldur á Hofsstöðum í útreiö með tveimur vinum sinum og nágrönnum, þeiir 'ónasi Árnasyni,alþingismanni> til vinstri og Kjartani Sigurjónssyni, höf. viðtalsins, til hægri — Þvi iniður var röng mym l'imanum með afmælisfrétt um Höskuld á dögunum. niðurfallið, sem mest getur verið, smátorfubær, það var jú gólf, en grjót- bjálkar rúmstæðin. Samt verður það úr, að ég kaupi nú þetta kot. Ég dró hann nú samt á langinn, að afgera það, en flutfist þó aur ir, en hikaði við á, að ganga að skilm. :um og tét biða — sjá hvað skeði, keypti kotið svo siðar á nauðungaruppboði fyrir langtum minna verð. Þetta var jörðin Saurbær i Villingaholtshreppi. — Varstu kvæntur, þegar þetta var? — Já, ég kvæntist i Reykjavik fyrri veturinn, sem ég var þar. Mér þótti nú yfirleitt ekki gaman að vera i Reykja- vik þá, en það breyttist nú siðar. Kona min hét Gislina Magnúsdóttir frá Hraðastöðum i Mosfellssveit. Svo hófum við búskap þarna i Saur- bæ. Ég átti nú ekki nema einn reiðhest, en körlunum austur þar, þótti það vera nokkuð mikil flottheit hjá þessum nýja bónda að eiga reiðhest. Svo liður og biður, og það þurfti nú að fara að hressa upp á kotiö, ef maður ætti að una þar. Fémunirnir voru nú ekki Sunnudagsblað Tímans miklir. þegnr byrjað var. Það voru ellefu hu 'ruö krónur upp á vasann, og siðar atjan hundruð króna vixill, og fimm bross. Annað var nú ekki — og svo kvií.iidisbeljurnar kálflausar. Ein- hvern veginn blessaðist þetta samt. smátt og smátt, og svo var ráðizt i það að fara að byggja, fyrst yfir fénað þ.e.a.s. fjós og tilheyrandi, og svo sið- ar kom nú til að byggja ibúðarhús. Það var nú svona svolitiö ævintýralegt aö sumu leyti, til dæmis að ég pantaði húsið frá Noregi alveg tilsnikkað, ósamansett náttúrlega. Það kom i miðjan einmánuð. Þá voru góð ráð dýr, þvi að þá var allt vegalaust og kolófært, svo eina úrræðið var að fá hleypt vatni i áveituskurðina með leyfi þvi það var ekki siður að hleypa svo fljótt á, og öllu timbrinu fleytt eftir skurðunum fram á móts viö bæ. Það var eina leiðin til að koma þvi heim. Á sumardaginn fyrsta var hægt að halda reisugildið, svo skarpt gekk smiðin, þvi yfirsmiðurinn var með afbrigðum, bæði smiður og verkstjóri, sem kvaddi til alla lagtæka menn, sem náðist i. Svo var reisugildið haldið á sumar- daginn fyrsta, og ég held að mér sé óhætt að segja, að þá hafi verið „sung- ið og kveðið i Saurbæjareldhúsi”, eins og þar stendur. — Hvað varstu svo mörg ár þarna? — Þau urðu þrettán. — Svo var tekið til við að byggja upp hvern einasta kofa, skúr, skemmu, hesthús, f jó» i einni röð og steypa svo fjörutiu metra stétt með öllu saman. Svo kom til að byggja fjárhúsin, mér likaði ekki húsagerðin þarna um Fló- ann, svo vitt sem ég vissi til. Þar voru ekki garðahús eins og hér tiðkast i Borgarfirðinum, heldur voru það hús með lágum dyrum, ekki manngengum og jötur með báðum veggjum, já og féð látið liggja úti, og ég réðist i að byggja tvistæðuhús, og svo hesthús i túnjaðrinum, þannig að dyrnar voru bara inn i húsið og hrossin gátu komið ( úr haganum, án þess að fara inn á tún- ið. Svo kom að mér að fara nú að reyna að slétta túnskækilinn. Hann var allur 17

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.