Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1973, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1973, Blaðsíða 18
Konan hrökk i kút og henni svelgdist á. Mátti hún ekki mæla um stund. — Hvaö er að þér, kona, er eitthvaö aö? sagöi Björn Nei, nei, nei, nei, flýtti hún sér aö segja óðamála, er hún loks gat mælt. „Hann sefur(hann drakk svo mikiö, sagði hún. Björn brosti góðlát- lega og trúöi henni. Þegar hann haföi matazt, hallaöi hann sér á fletið og féll fljótt i fasta svefn. Hann dreymdi þegar aö hrafnar sæktu aö honum margir og æöi grimmir og fannst honum heldur á sig hallast i bardaganum. Hann hrökk upp i einu svitabaði viö hundgá, heyröi marga hunda gjamma á hlaöinu og var þar kominn hinn óvigi her eyjarbúa, ásamthundum sinum og morðtólum, sem voru áöurnefndir hólkar af margvislegum geröum. Björn þaut upp af fletinu og leit út um ljóra, sá þegar óvinaliöiö, sem iét dólgslega meö bónda i broddi fylking- ar, en reyndi þó enginn inngöngu, hvernig sem á þvi stóö. Virtist svo sem styr heföi upp hafizt i deildinni og háværar deilur. Sá Björn, að nú varö eitthvað gott aö taka til bragös til aö bjarga viö ráöinu og gekk til bjarnarins, sem hafði staö- ið upp og hleraöi eftir þeirri hundgá, sem honum féll illa eftir látbragöi aö dæma. Björn segir: — Komdu hingaö bangsi, og opnaði af skyndingu dyrnar og stóö i gættinni meö björninn viö hliö sér, en haglabyssu karlsins I hendi, mundaöi byssuna og segir við þá! Leggir niöur vopnin allir sem einn og þaö á stundinn, ella læt ég þrumuna riöa úr þessum hólk og siga á ykkur vini minum hér, og um leið klappaöi hann skepnunni á kollinn. Mikii þögn haföi falliö á hópinn og mátti segja, að þar gapti hver kjaftur, svo voru þeir teknir óvarir og var vist litiö um fornar hetjur þarna á meðal. — Já, herra, sagði bóndinn. — hvaö ætlaröu nú aö gera viö okkur, Björn sæll, eöa ætti ég heldur aö segja birnir. Þeir lögöu frá sér vopnin og dæstu, sumir fengu sér I nefiö og púuöu, sum- ir snýttu sér, og aörir góndu upp i loft- iö. — Gott, sagöi Björn, — og nú skulu allir sverja mér hollustueiö og afsala I minar hendur óöulum ykkar og hjú- um”. Þarna voru saman komnir um tutt- ugu bændur og mátti nú segja, að Björn ætti alla eyjun. Þeir skrifuöu nú allir undir, og svo tók Björn allar byssurnar og kom þeim fyrir i smiöj- unni. Hann var nú oröinn höfðingi eyjar- innar og meö allt ráö hennar i hendi sér. Hófst hann þegar handa að breyta ýmsu til betri vegar og framfara. Hann fékk til nokkra beztu smiöina og lét smiöa skip mikiö úr rekaviö. Var þaö að öllu leyti eins og gömlu víkinga- skipin, svo þaö var jafnvel skarað skjöldum. Var mikiö talaö um, hvaö Björn höföingi eins og hann var jafnan nefndur nú, ætlaðist fyrir meö þetta skip. Ekki var það liklegt til fiskveiða, miklu frekar til mannaveiöa útbúiö. Sögöu sumir þeir djörfustu, aö hann mundi ætla i viking. Og þaö var orö aö sönnu. Björn kallaöi saman allar hraust- ustu kempur eyjarinnar, um hundrað manns, voru sumir vart af barnsaldri i þeim hópi. Logaöi glatt i smiöjum öllum dag sem nótt, og komu úr deiglunni vopnin skinandi björt og syngjandi. Voru smiðuð tvö sverö fyrir hvern mann og mjög til þeirra vandað. Reyndist ekki nóg stál á allri eynni til þessara smiöa, og voru farnar nokkrar ránsferöir til lands til aö sækja efni. Einnig voru smiöaöar brynjur, spjót, bogar, örvar, axir, hnífar og gaddakylfur. Fór svo, að veturinn ent- ist ekki til alls þessa. Björn haföi og látiö reisa sér skála mikinn og veglegan meö langeldum eftir miöju gólfi aö fonum siö. Þarna var setiö á siökvöldum við langborðin meöan eldarhir brúnnu, og höfðingi eyjarinnar sat i öndvegi meö isbjörn- inn, tákn veldis sins, við hlið sér. Björn haföi látiö sér vaxa alskegg. Girtur var hann sverði bitru og klædd- ist litklæðum, svo og flestir hirðmenn hans. Orð haföi borizt til lands um allt þetta, en þó engar staöfestar fregnir, þvi aö Björn haföi bannaö allar mannaferðir úr eynni, og þoröi enginn að viröa bann hans að vettugi. Ránsferðir hans eftir járni höföu þó vakið ugg I brjósti sumra, er næst bjuggu, og vildu þeir að gerðar yröu einhverjar ráðstafanir tii varnar gegn vikingunum, en á þær raddir var ekki hlustaö fyrr en um seinan, og þvi engar varnir viö haföar. Hið næsta vor var allt til reiöu, öll vopn smiöuö og skipiö seglbúiö. Mjög haföi breytzt allur hagur ibúa eyjar- innar þessa tvo vetur, er Björn haföi stjórnaö. öll vinna var unnin saman i heildinni til hags, og var engin öðrum fremri nema einn var höfðingi, en hann var sanngjarn og réttsýnn og naut ástar og virðingar fólks sins. Haföi hann þannig vakiö þegna sina af hinum mesta volæðissvefni, og voru allir sem nýir menn, hressir og hýr- ir I bragði. Konurnar stóðu á bryggjunni, sungu og veifuðu mönnum sinum i kveöju- skyni. Vindur fyllti hiö breiöa segl og lang- skipiö geystist af staö I átt til lands, þar sem enginn átti sér ills von. Þeir voru ekki lengi aö fara þennan spöi milli lands og eyjar. Lentu i litilli vik, skildu nokkra menn eftir að gæta skipsins, en meginherinn þrammaöi i átt til hins fyrsta bæjar. Björn haföi lagt blátt bann við manndrápum, nema af ýtrustu sjálfs- vörn. Flestir i liöinu þekktu bóndann, sem bjó á þessum bæ, og aö öllu góðu. Þeir komu nú heim á hlaðiö meö talsverð- um gný. Fólk var úti viö aö vorstörfum og starði i þögulli spurn á hinn óviga her, en þó mest á stóra hvita bjarndýr- iö og hinn föngulega mann, sem sat á baki þvi. Siðan var skipzt á kveöjum, og þar sem gestirnir voru svo margir, að ekki var hægt aö bjóöa öllum inn, var þeim boöið aö setjast i varpann og hvila lúin bein, sem þeir þáðu meö þökk. En Björn steig af baki reiðskjóta sinum og bað bónda að finna sig snöggvast á eintal og gengu þeir út undur vegg. Segir ekki af, hvaö þeim fór á milli, en vel virtist fara á meö þeim, er þeir komu aftur. Mátti ætla, að bóndi heföi svariö Birni hollustueið. Kvaö Björn nú ekki lengur til setu boöiö, og risu allir á fætur þökkuöu fyrir sig og lölluðu af stað og var þeim fariö aö hitna vel i sólarhlýjunni og undan þungum vopnum. Bóndi kvaddi konu og hund og slóst i för meö þeim. Skal svo ekki orölengja þaö, aö þeir gengu þannig fylktu liði bæ frá bæ. Alls staðar var þeim vel tekiö og fóru æ meö friöi, og lagöi Björn svo allt landiö undir sig á einu sumri, án þess svo mikiö sem einn dundur væri drepinn. Um haustið settist hann aö meö liö sitt syöra, þar sem heitir Reykjavík. Bárust nú tiðindi þessi til Danmerk- ur, og þótti konungu illt aö heyra, lét þegar manna tiu herskip fullu liöi og létu þau úr höfn siöla sama haust. Þau komu aö strönd landsins I lok október og lögöust viö festar framan viö landshöföingjasetrið á Bessastöö- um, en þar voru þeir vanir aö koma. Undruöust þeir, er sáu, að þar blakti ekki danskur fáni við hún, heldur ann- ar blár og hvitur. Skutu þeir af fallbyssum til að sýna mátt sinn og veldi. Björn frétti þegar af komu þeirra og sendi boöbera um allt land að kalla saman her. Nokkrar fallbyssur voru til á Flutt á bls. 286 282 Sunnudagsbiað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.