Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Blaðsíða 10
Hár °g höfuðbúnaður ÍS-V-S Skeggiö manninn skreytir, skeggið vangann feitir, skeggið skýling veitir, o.s.frv. orti séra Þorlákur Þórarinsson forðum, en þetta er teikning eftir Ebba Sunesen. Hér bar fyrir augu danskt kver, sem mér þótti svo skemmtilegt, að mig langar til að kynna það litilsháttar til að vega upp á móti þurr- metinu að einhverju leyti. Kverið heitir skemmtisagan um hár og hatta. Lesmálið hefur skrifað danski rit- höfundurinn R. Broby-Johánsen, en annars eru myndir mjög látnar tala, enda er sjón sögu rikari. Svo gefum við Brobye-Johansen orðið. Maðurinn er nánast engri skepnu likur að þvi leyti, að hann er snoðinn. Þvi hefur einhver orðhvatur náungi kallað tegundina nakta apann. En við höfum þó hár á höfðinu, og fullorðnir karlmenn eru lika loðnir i framan likt og ýmis karldýr önnur. En þar sem aðrar skepnur ganga með það sem á þeim sprettur, eins og það er, hefur manneskjan ýmislega farið með sitt hár. Fyrir 3000 árum höfðu hermenn i Assýriu og Babýlon mikið alskegg, sem þeir krulluðu með járni og púðruðu gulldufti. Skeggflókinn var þeim brjóshlif gegn örvaskotum. En það voru bara frjálsir menn, sem báru skegg. Af þrælunum var það klippt, svo það flæktist ekki fyrir þeim við vinnu. Frjálsir menn, sem hegningu skyldu sæta, máttu stundum velja á milli, hvort af þeim væri skorið skegg 82 Sunnudagsblaö Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.