Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ ættum ekki að vera feimin við að segja þjóðum heims að lýðræði sé best. Stundum hafa menn verið of hikandi við það,“ segir Bandaríkjamaðurinn Sichuan Siv sem er einn af fimm sendiherrum þjóðar sinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum og kom hingað til lands í stutta heimsókn fyrir skömmu. Sérsvið Sivs, sem er fæddur í Kambódíu, eru efnahags- og félagsmál en einnig fæst hann við ýmis mál sem koma upp á allsherjarþinginu. „Inn á mitt borð koma m.a. baráttan gegn alnæmi, vandi flóttamanna, mannréttinda- brot og margt fleira. Við erum afar ánægðir með samstarfið og stuðninginn sem við fáum frá Íslendingum í þessum málum, ekki síst sendinefnd ykkar í New York.“ – Íslendingar stefna að því að ná kjöri í ör- yggisráð SÞ. Hverjar eru líkurnar? „Við fögnum því að góðir fulltrúar taki þar sæti. Við viljum efla lýðræðið í starfi og stofn- unum SÞ og hjá samtökunum starfar óform- legur hópur lýðræðisríkja þar sem fólk með svipuð viðhorf getur hist og rætt saman. Þar getum við kvatt aðrar lýðræðisþjóðir til að gefa kost á sér til setu í stofnunum samtak- anna. En hins vegar vil ég minna á að Banda- ríkin eru eina aðildarríki SÞ sem gefur ekki upp fyrirfram hvernig það muni greiða at- kvæði í málum af þessu tagi og við stundum auk þess aldrei nein viðskipti með atkvæði. Við Bandaríkjamenn viljum að hópi lýð- ræðisríkja verði breytt í formleg samtök. Lýðræðisríki eru í meirihluta hjá SÞ, þau eru rúmlega 100 talsins á allsherjarþinginu. Ann- að sem við viljum leggja sérstaka áherslu á er að berjast gegn viðskiptum með fólk milli landa. Bush forseti minnti á það síðast er hann ávarpaði allsherjarþingið að vandinn væri hnattrænn og þjóðir heims yrðu að taka saman höndum í baráttunni gegn þessu at- hæfi. Á hverju ári er nær milljón manna keypt eða seld nauðug í heiminum. Þar af eru hundruð þúsunda ungra stúlkna sem eru þvingaðar út í kynlífsþrælkun.“ Bandaríkjamenn hafa lengi gagnrýnt margt í rekstri SÞ og neituðu árum saman að greiða sinn hluta af kostnaðinum en sættir náðust fyrir nokkrum árum og var skuldin þá greidd. Hlutur Bandaríkjamanna er meiri en nokkurrar annarrar aðildarþjóðar, þeir greiða að sögn Sivs 22% af föstum kostnaði, 27% af friðargæslunni og 51% af útgjöldum Matvælastofnunar SÞ, WFP. Bandaríkjamenn fæða flóttamenn SÞ hafa í rúmlega hálfa öld tryggt palest- ínskum flóttamönnum brýnustu nauðsynjar, einkum mat og lyf og hafa Bandaríkjamenn verið drýgstir allra í að útvega þá hjálp. Siv segir að leggja mætti meiri áherslu á þetta þegar fjallað sé um stefnu Bandaríkjamanna gagnvart SÞ. „Ferill okkar á þessu sviði er góður,“ segir hann. Siv er spurður um lífsferil sinn sem er væg- ast sagt óvenjulegur fyrir mann í hans stöðu. „Ég kom til Bandaríkjanna árið 1976. Ég missti fjölskyldu mína, foreldra mína, systur mína og bróður, þau voru öll myrt í tíð Rauðu khmeranna og sjálfur var ég kominn á aftöku- lista þeirra í vinnubúðunum. Ég hafði meðal annars unnið sem flugþjónn og kennari. Mér tókst að flýja úr fangelsi, braust í gegnum frumskóginn og tókst með naumindum að forðast jarðsprengjurnar. Ég komst loks til Bandaríkjanna, settist að í Connecticut. Þar vann ég meðal annars fyrir mér með epla- tínslu, seinna fór ég til New York og ók þar leigubíl og lifði af umferðina á Manhattan! Síðar fékk ég styrk og lauk námi í alþjóða- stjórnmálafræði við Columbia-háskóla. Árið 1988 bauðst ég til að starfa fyrir George Bush [föður núverandi forseta] sem bauð sig fram til forseta. Síðan var mér boðið að starfa fyrir hann í Hvíta húsinu 1989 og þar var ég til 1992 en fór þá að vinna í utanríkisráðuneytinu þar sem ég var í eitt ár. Þegar Bush yfirgaf Hvíta húsið í janúar 1993 fór ég að vinna hjá fjárfestingabanka. Þegar George W. Bush var kjörinn forseti ár- ið 2000 bað hann mig að hverfa aftur til starfa fyrir ríkisstjórnina. Það var tilfinningaþrungin stund fyrir mig þegar ég heimsótti Kambódíu loks aftur 1992. Þá vann ég í Hvíta húsinu og ferðaðist með flugvél Bandaríkjastjórnar. Ógnarstjórn Rauðu khmeranna var hörmulegt skeið í sögu Kambódíumanna og ég er einn af þeim sem misstu mikið.“ „Ameríski draumurinn“ Siv segir að margir samstarfsmenn hans líti á lífshlaup hans sem sönnun þess að „am- eríski draumurinn“ sé ekki hugarburðurinn einn. „Þeir vita að ég stökk ekki upp í flugvél úr fangabúðunum í Kambódíu og beint inn í Hvíta húsið. Ég byrjaði á botninum. Þeir horfa á mig og finnst ég vera tákn um það sem Bandaríkin standa fyrir, tækifærin og fyrirheitin. Ég er alltaf hreykinn af þessu hlutverki,“ segir Sichuan Siv, einn af sendi- herrum Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum. Einn af fimm sendiherrum Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum er Sichuan Siv sem slapp naumlega frá Kambódíu árið 1976 en Rauðu khmerarnir réðu þar ríkjum í nokkur ár og myrtu yfir milljón manna. Kristján Jónsson ræddi við Siv sem er einkum með efnahags- og félagsmál á sinni könnu á vettvangi SÞ. Viljum efla sam- starf lýðræðis- ríkja innan SÞ kjon@mbl.is Morgunblaðið/RAX Sichuan Siv, einn af sendiherrum Banda- ríkjanna hjá SÞ: „Ég byrjaði á botninum.“ ’Mér tókst að flýja úrfangelsi, braust í gegnum frumskóginn og tókst með naumindum að forð- ast jarðsprengjurnar.‘ EFTIR að aðildarríkjum Evrópu- sambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fjölgaði um tíu um mánaðamótin hefur um- ræðan um áhrif stækkunarinnar á efnahagslíf eldri aðildarríkjanna fengið nýjan byr. Beinist athyglin þar einkum að þeim mikla mun sem er á launakostnaði og skattlagningu fyrirtækja í eldri aðildarríkjunum í vestri annars vegar og í nýju aðild- arríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu hins vegar. Eftir að réttarreglur innri mark- aðar ESB hafa tekið gildi í löndunum sem áður voru austan járntjaldsins, og öryggi fjárfestinga þar með jafn- gott og hvar sem er annars staðar á EES-svæðinu, eru kostirnir við hið lága launa- og skattstig sem tíðkast þar eystra áþreifanlegri en fyrr og aðdráttaraflið á fjárfestingar meira. Hér í töflunni er yfirlit yfir launa- kostnað og raunskattlagningu fyrir- tækja í nýju aðildarríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu í samanburði við Ísland og Þýzkaland, kjarnaríki evru-svæðisins og næsta nágranna- land flestra inngönguríkjanna. Mörg þýzk iðnfyrirtæki hafa flutt hluta framleiðslu sinnar til láglauna- landanna austan landamæranna. Þannig hafa til dæmis bílaframleið- endur byggt stórar verksmiðjur í Tékklandi, Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi. Þýzka vikuritið Der Spiegel hefur eftir Carl-Peter Forst- er, stjórnarformanni Opel-bílaverk- smiðjanna, að í nýrri verksmiðju fyr- irtækisins í Gliwice í Póllandi sé unnið „með fyllilega sambærilegum gæðavinnubrögðum og framleiðni, en með sveigjanlegra starfsfólki og 80% lægri launum“. Í Slóvakíu, þar sem Volkswagen hefur byggt stóra verksmiðju sem m.a. framleiðir Touareg-jeppann, er kostnaðurinn enn 30% minni en í Póllandi. Að óbreyttum aðstæðum í Þýzkalandi hvað launastig, réttindi launafólks, skattaumhverfi o.s.frv. varðar, er málið einfalt í huga For- sters: „Out of Germany or out of bus- iness“ eins og hann orðar það á ensku, þ.e. „út úr Þýzkalandi eða á hausinn“. Launþegasamtök í Þýzkalandi uggandi Launþegasamtök í Þýzkalandi eru mjög uggandi af þessum sökum og stjórnvöld þar í landi hafa reynt að gera það sem í þeirra valdi stendur til að hamla gegn því að störf flytjist í stórum stíl út úr landinu. Hagfræðingar segja ljóst að þessi samkeppni skapi mikinn þrýsting á að launastig lækki í Þýzkalandi – að minnsta kosti í vissum atvinnugrein- um – og að fyrirtæki með rekstur í landinu bæti samkeppnishæfni sína með aukinni framleiðni, sveigjan- legra vinnuafli og minni skatt- heimtu. Hér séu einmitt jákvæðu áhrifin af því að taka hin fátæku lönd Mið- og A-Evrópu inn í ESB að koma fram, þ.e. í þrýstingi á hið staðnaða efnahagslíf Þýzkalands og hinna V-Evrópuríkjanna til að gera alvöru úr umbótum sem bæta alþjóð- lega samkeppnishæfni atvinnulífs- ins. Launa- og skatta- undirboð úr austri?                       !" #$  %&$   ' ( )(* (')'* ) * (+),* (,) * ) * ()'* ()+* ) *- +)*  ( ' ' '(  (.  (.// . +   !" #$   #  %&' %( )#*  %+%  , *-..#0 $ 1 $ 1 2$3  4$$ 1 5&$ 1  3 $ 1 2$3 2 78296   #3%%":  ;  $1  2<=> 6  >3? )   ! 3 $ 1 7; $ 1 auar@mbl.is ROMANO Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, stendur hér fremstur í flokki „nýliðanna í bekknum“ frá hinum tíu nýju aðildarríkjum sambands- ins, en fullskipuð framkvæmda- stjórnin eftir stækkunina 1. maí kemur saman nú í vikulokin. Í fremri röð (frá vinstri) eru Dalia Gribauskaite frá Litháen, Sandra Kalniete frá Lettlandi og Danuta Hübner frá Póllandi, í ann- arri röð Siim Kallas frá Eistlandi, Jan Figel frá Slóvakíu og Marcos Kyprianou frá Kýpur, í öftustu röð Janez Potocnik frá Slóveníu, Pavel Telicka frá Tékklandi, Peter Balazs frá Ungverjalandi og Joe Borg frá Möltu. Nýliðarnir tíu fluttu inn á skrif- stofur sínar í Brussel þegar í febrú- armánuði og hafa verið að setja sig inn í störf framkvæmdastjórnar- innar síðan, en formlega tóku þeir við embættum sínum er aðildar- samningar heimalanda þeirra gengu í gildi nú um mánaðamótin. Prodi vísaði því á bug í gær að tí- menningarnir væru „annars flokks meðlimir“ framkvæmdastjórnar- innar, jafnvel þótt þeir fari til að byrja ekki með eigin „ráðuneyti“. „Starfsþjálfunarnemar í forstjórabílum“ Skömmu eftir að nýliðarnir tíu komu til Brussel þurfti talsmaður framkvæmdastjórnarinnar að reyna að kveða niður hæðnar tung- ur sem sögðu að þeir væru „starfs- þjálfunarnemar í forstjórabílum“. Fram á næsta haust gegna þeir eins konar „skuggaráðherraembætt- um“, þ.e. starfa við hlið tíu af þeim tuttugu meðlimum framkvæmda- stjórnarinnar sem fyrir voru í henni. Skipunartímabil núverandi framkvæmdastjórnar rennur út í sumar og nýskipuð stjórn tekur við 1. nóvember. Þá munu nýliðarnir hver stýra sínum málaflokki. Rætt er um að ef til vill taki einn nýlið- anna við sjávarútvegsmálum sem Franz Fischler er nú með á sinni könnu auk hinna fyrirferðarmiklu landbúnaðarmála. Reuters Nýliðarnir í Brussel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.