Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 29
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 29 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 UM NÆSTU helgi er ferðin hjá okk- ur pabba þínum. Við munum gista yf- ir nótt á sveitahóteli fyrir austan og á meðan verður þú í pössun hjá systur minni. Þegar ég bókaði ferðina gerði ég mér ekki grein fyrir að það var einmitt þennan sama dag fyrir ári síðan, sem við pabbi þinn fluttum í nýja húsið. Mín kenning hefur síðan verið sú að þú hafir orðið til þá helgi þannig að við pabbi þinn höfum margt að halda upp á. „Ef ég þekki mína rétt, þá komum við nú snemma heim“, sagði pabbi þinn við mig þegar við vorum að ræða ferðina. Það er svo sem rétt, á sama tíma og ég hlakka til ferðarinnar er ég ekki tilbúin að vera of lengi frá þér. Reyndar hugsa ég mest um það þessa dagana hvað það er margt spennandi framundan hjá okkur. Allir tala um hvað skemmti- legur tími sé framundan, 5 mánaða aldurinn, tólf mánaða og vinkona mín sem á þriggja og hálfs árs gamalt barn sagði einmitt nákvæmlega það sama fyrir nokkrum vikum. Bróðir þinn var að byrja í skóla í haust og því veit ég hvað það er skemmtilegur ald- ur. Systir þín er reyndar að byrja á gelgjunni og því nær í lagi að það fylgi stundum smáandvörp þar, sér- staklega hjá pabba þínum. Ég veit ekki hvenær ég hætti að skrifa í dagbókina þína, það verður bara að koma í ljós. Að hluta til er það orðið að vana að skrifa þér, en eins hef ég velt því fyrir mér að byrja að skrifa kannski meira af því daglega í lífinu og tilverunni núna. Þú verður orðin stór þegar þú lest þessar línur og getur þá kannski um leið lesið í gegnum línurnar einhverjar sögu- legar staðreyndir. Miðað við hvað margt hefur breyst frá því að við pabbi þinn fæddumst, hlýtur svo margt að breytast áður en þú verður fullorðin. Venjan er samt sú að við vitum flest fæst af því sem gerðist í gamla daga. Þú munt t.d. ekki muna að þú fórst með okkur pabba þínum að skoða brúðkaupshringa um dag- inn, þó eflaust munir þú vita hvenær við giftum okkur. Þú munt ekki vita af neinu jólastressi þetta árið, þó ef- laust kynnist þú því sjálf seinna. Það eru svo margir litlir hlutir sem gerast hjá okkur daglega og geta verið svo skemmtilegir, spaugilegir eða átak- anlegir. Litlu hlutirnir læðast samt sjaldnast inn í sögubækur eða albúm. hann er auk þess sem stendur í for- vinnu fyrir KSÍ, en að hans sögn vantar Íslendingum sárlega lukku- dýr til að stjórna stemmningunni í landsliðsleikjum. „Lukkudýrin hafa orðið til með mismunandi hætti. Ég vil að þau hafi sterk persónu- einkenni. Stundum hafa þau orðið til á skissum hjá mér eftir því hvaða til- finningu ég hef haft fyrir félögunum, sem ég er að hanna fyrir. Aðrar skissur hafa verið unnar í samráði og samvinnu við stjórnir félaganna.“ Bolabítur á heimavelli Jóhann Waage er Borgnesingur í húð og hár og æfði auðvitað körfu- bolta með Skallagrími. Hann lagði hinsvegar skóna á hilluna þegar hann fór til náms í Boston í Bandaríkjunum þar sem hann nam graf- íska hönnun og mynd- skreytingar. Þaðan lá svo leiðin til Ítalíu þar sem hann bætti við sig námi í grafískri hönnun og markaðsfræðum. „Ég hef verið að teikna frá því ég man eftir mér. Fyrstu op- inberu viðurkenninguna fyrir teikningu fékk ég sjö ára gamall þegar mynd eftir mig lenti á forsíðu skólablaðs, sem dreift var út um allt land. Bolabít- urinn hefur svo verið einkennistákn Skallagríms í Borgarnesi frá því að ég teiknaði fyrsta bolabítinn 13 ára gamall og nú eigum við Borgnes- ingar von á bolabít í formi lukku- dýrs, sem klætt verður grænan og gulan búning og ber víkingahjálm á höfði sem er merki félagsins,“ segir Jóhann, sem situr í stjórn Skalla- gríms auk þess að vera í þróunar- og útbreiðslunefnd KKÍ. „Ég var nýfarinn að vinna fyrir tvö lukkudýraframleiðslufyrirtæki vestanhafs þegar ákveðið var í maí í fyrra á ársþingi KKÍ að stefna bæri að því að gera umgjörð leikjanna betri og skemmtilegri en tíðkast hafði.“ Annað þessara fyrirtækja heitir Facemakers Inc. og er í Sav- ana í Suður-Illinois í Bandaríkj- unum, en hitt fyrirtækið heitir Street Characters Inc. og er í Al- berta í Kanada. Þegar Jóhann hefur lokið hönnunarferlinu, sendur hann hugmyndir sínar út og þar eru lukkudýrabúningarnir framleiddir. Að sögn Jóhanns hefur hönn- unarkostnaðurinn numið frá 50 til 100 þúsundum króna og búningarnir fullgerðir hafa kostað hjá framleið- endum frá sem svarar 60 þúsundum króna og upp í 300 þúsund kr. Hönnun í hjáverkum Lifandi lukkudýr á Íslandi eru til- tölulega ný af nálinni, en ef að líkum lætur, munu vinsældir þeirra fara fremur vaxandi heldur en hitt ef marka má viðtökur við hönnun Jó- hanns. „Lukkudýr eru til margs nýtileg. Þau skapa stemmningu og gleði hjá fullorðnum jafnt sem börn- um inni á keppnisvöllum og þau eru gangandi auglýsing við að selja vöru og þjónustu. Í reynd hafa aðeins tvö lukkudýr verið nokkuð áberandi hér á landi það sem af er, en það eru BT- músin og Rauða ljónið hjá KR. Öllu alvarlegra hefur hlutverk lukkudýra verið erlendis, hvort sem er á íþróttakappleikjum og við markaðs- setningu á vörum. Bandaríkjamenn hafa lukkudýr í hávegum á öllum kappleikjum og skiptir þá engu hvort um er að ræða atvinnu- mannadeildir eða háskóladeildir. Lukkudýr skipa líka sinn sess í enska boltanum, í þýsku úrvalsdeild- inni í körfubolta og dýrin eru algeng í Japan. Þá hafa sum sjúkrahús tekið þann pólinn í hæðina að hafa lukku- dýr inni á barnadeildum. Ég geri mér auðvitað vonir um að eftir að lukkudýrin mín hafa skapað sér fastan sess í íþróttakappleikjum, muni fyrirtæki sjá sér hag í því að láta hanna fyrir sig sín eigin lukku- dýr, sem yrði gangandi auglýsing fyrir viðkomandi fyrirtæki. Það yrði þá hægt að klæða það upp og senda út um allt fyrir brot af því sem ann- ars konar auglýsingastarfsemi kost- aði. Ég vil veg lukkudýra sem mest- an og bestan í íslensku samfélagi,“ segir Jóhann, sem enn sem komið er starfað við lukkudýrahönnuna í hjá- verkum. Hann segist þó vonast til að geta gert hönnina og áhugamálið að aðalstarfi og komi þá nafnið „Skalla- kallar“ vel til greina á fyrirtækið. „Ég hef lengstum verið kallaður Skallinn innan körfuknattleikshreyf- ingarinnar sjálfrar vegna skrifa minna á spjallsíður körfuboltans, en Skallinn er spjallnafn mitt þar. Þetta nafn á því við við,“ segir Jóhann að lokum sem nú starfar sem sölu- og markaðsstjóri hjá merkingarfyr- irtækinu G. Hannesson. Jóhann stefnir auk þess að því að gefa út sína fyrstu barnabók um næstu jól sem væntanlega kemur til með að heita „Jólafútt & fjör“. Hönnuðurinn: Jóhann Waage ásamt einum af fjölmörgum félögum sínum. Morgunblaðið/Árni Torfason join@mbl.is Grindavík Fjölnir Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar  DAGBÓK MÓÐUR Meira á þriðjudag. KVENFRAMBJÓÐENDUR og -fulltrúar auka áhuga kvenkyns kjósenda á pólitík og stjórnmálaumræðum, auka tilfinningu þeirra fyrir tengslum við stjórnvöld og auka líkur á að konur nýti kosningaréttinn. Þetta eru niðurstöður sem fram koma í skýrslu um kyn og stjórnmálastarf og greint er frá á vef Guardian. Skýrslan var unnin í þeim tilgangi að skoða hvernig hægt væri að auka kosningaþátttöku í Bretlandi og sýnir að kvenkyns frambjóðendur auka kosningaþátt- töku kvenna. Skýrsluhöfundar eru fræðimenn við Harvard og Birkbeck College í London. Frekar Philip en konu Greint er frá því að konur eru 23% af þingflokki breska Verkamannaflokksins en 8% af þingflokki Íhaldsflokksins. Íhaldsflokkurinn hefur enn fremur valið fleiri karla sem heita Philip, þ.e. þrjá, heldur en konur sem eru tvær, í tuttugu efstu framboðssætin. Í skýrslunni kemur einnig fram að rannsóknir sýni að konur séu líklegri til að taka þátt í starfi fyrir ákveðinn málstað, og taka t.d. þátt í undirskriftasöfn- un eða að sniðganga ákveðnar vörur af siðferðis- ástæðum. Karlar eru aftur á móti líklegri til að vinna beint í þágu kosningabaráttu, t.d. að veita fjárhags- legan stuðning. Konur í framboð JAFNRÉTTI Morgunblaðið/Árni Torfason Kynin: Konur eru líklegri til að taka þátt í starfi fyrir ákveðinn málstað, t.d. vera með í undirskriftasöfnun eða að sniðganga ákveðnar vörur af siðferðisástæðum. NÚ GETA fyrirtæki pantað eftir eigin óskum ferska ávexti og boðið starfsmönnum sínum upp á góðgæt- ið sem ekið er til þeirra í hinum lit- skrúðuga Ávaxtabíl. Hjónin Haukur Magnússon og Soffía Marteinsdóttir fóru af stað með þessa nýju þjónustu nú í byrjun maí og fjölskyldufyr- irtækið Ávaxtabíllinn hefur fengið mjög góðar viðtökur. „Okkur sýnist að við munum afhenda á annað tonn af ávöxtum þessa fyrstu viku. Þetta sýnir að stjórnendur íslenskra fyr- irtækja eru orðnir meðvitaðir um holla fæðu starfsmanna, auk þess sem það hefur heilmikið að gera með vinnuafköst að fólk sé ánægt með það sem það lætur ofan í sig yfir vinnudaginn,“ segir Haukur sem sjálfur hefur lengi byrjað sinn vinnudag á því að skreppa út í búð og birgja sig upp af ávöxtum og öðru hollmeti. „Ég hef verið að vinna við markaðsmál grænmetis og verið í tengslum við Manneldisráð og aðrar stofnanir sem koma að fæðu og heil- brigði landans, og smátt og smátt verður maður meðvitaður um þetta. Við Íslendingar höfum ekki verið nógu duglegir við að borða græn- meti og mikið verið hamrað á því en við þurfum líka að taka okkur á í ávaxtaneyslunni. Við hjónin viljum því leggja okkar lóð á vogarskál- arnar með Ávaxtabílnum. Með til- komu hans þarf fólk að hafa minna fyrir því að nálgast ferska ávexti og viðbrögðin benda ekki til annars en að neysla landans aukist til muna með þjónustu okkar.“ Sumir vilja súrt, aðrir sætt Ávaxtaúrvalið í Ávaxtabílnum er fjölbreytt og miðast við vinsælustu ávextina og þá sem eru auðveldastir í meðhöndllun: Epli, appelsínur, bananar, perur, vínber, klementínur og stundum eitthvað forvitnilegt og óvænt líka. „Bananarnir eru vissu- lega viðkvæmasti ávöxturinn en það má líka líta á það sem kost, því ekki vilja allir hafa þá á sama þroskastigi. Sumir vilja borða þá á seinna þroskastiginu þegar þeir eru sætir og sykurmiklir, en aðrir vilja hafa þá lítt þroskaða og súra. Fólk getur líka valið sér banana eftir því í hvernig skapi það er, jafnvel fengið sér einn sætan til að bæta súrt skap,“ segir Haukur og bætir við að gaman sé að vinna með þessa vöru og þau hjón séu þakklát fyrir frábær viðbrögð og séu staðráðin í að hafa gaman af fjöl- skyldufyrirtækinu sínu. Dreifingamiðstöðin Vörubíll ehf. sér um að taka á móti ávöxtunum frá ávaxtaheildsölunum snemma á morgnana, pakka þeim, keyra út sem og að taka við pöntunum. „Soffía sér um bókhaldið á milli þess sem hún kennir ballett og fatahönn- un og ég sé um markaðsmálin og að verða okkur úti um nýja viðskipta- vini,“ segir Haukur að lokum.  MATUR|Ávaxtabíllinn kemur með ferska ávexti í fyrirtæki Sætur banani bætir súrt skap Morgunblaðið/Jim Smart Haukur Magnússon: Annar eigandi Ávaxtabílsins stendur við farartækið. Pöntunarsími: 585-8300 www.avaxtabillinn.is Haukur gsm: 8200-864 khk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.