Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dóra Jóhanns-dóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1930. Hún lést 24. maí síðastliðinn á krabba- meinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut. Foreldr- ar hennar voru hjónin Jóhann Bjarni Hjör- leifsson, f. 15. septem- ber 1893 á Hofsstöð- um í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu, d. 17. október 1959 í Reykjavík, vegaverk- stjóri og þingskrifari í Reykjavík, og Sigríður Jóhanna Sig- urðardóttir, fædd 13. nóvember 1897 á Ystu-Görðum í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu, d. 20. mars 1975 í Reykjavík. Systkini Dóru voru: a) Sigurður (1918–1976), verkfræðingur, vegamálastjóri. Kona hans var Stefanía Guðnadóttir (1924–1997). Sonur þeirra er Skúli, f. 1958, doktor í vísindasagnfræði. b) Kristjana Elísabet (1919–1920). c) Kristjana Elísabet, f. 1921. Maki hennar var Friðjón Ástráðsson (1926–1993) aðalféhirðir. Dóttir 1956. Þau eiga tvö börn, Dóru, f. 20. júlí 1980, og Gunnar, f. 4. desember 1985. 2) Sigríður Dóra, f. 13. maí 1959, heimilislæknir á Seltjarnar- nesi. Maður hennar er Björgvin Jónsson, f. 17. mars 1964, hæstarétt- arlögmaður. Þau eiga eina dóttur, Margréti Erlu, f. 23. apríl 1993. 3) Gylfi, f. 11. júlí 1966, doktor í hag- fræði, dósent, á Seltjarnarnesi. Eig- inkona hans er Hrafnhildur Stefáns- dóttir, f. 14. nóvember 1969. Þau eiga þrjú börn, Margréti Rögnu, f. 22. október 1998, Magnús Jóhann, f. 6. september 2001, og Stefán Árna, f. 22. júlí 2003. Dóra fluttist ung með foreldrum sínum á Vesturvallagötu 10 í Reykjavík. Hún bjó þar áfram með fjölskyldu sinni allt til ársins 1998, þegar þau Magnús Ragnar fluttu heimili sitt að Aflagranda 1 í Reykja- vík. Dóra lauk prófi frá Kvennaskól- anum í Reykjavík árið 1948. Hún vann skrifstofustörf, fyrst hjá Félagi íslenskra iðnrekenda og síðan Al- mennum tryggingum til ársins 1955 er frumburðurinn fæddist. Dóra sinnti síðan barnauppeldi og öðrum húsmóðurstörfum. Síðar menntaði hún sig sem tann- tækni og aðstoðaði Magnús Ragnar á tannlæknastofu hans allt þar til þau hjónin hættu störfum árið 2002. Útför Dóru fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. þeirra er Ásta, f. 1953. Systkini Dóru sam- feðra voru: d) Sigurður Kristinn, f. 1943, tækni- fræðingur. Kona hans er Lilja Una Óskars- dóttir, f. 1943, og á Sig- urður þrjú börn. e) Gréta, f. 1953. Maki hennar er Jón Hólm, f. 1950. Þau eiga tvær dætur. Móðir Sigurðar Kristins og Grétu er Sveinbjörg Guðfinna Kristinsdóttir, f. 1919. Dóra giftist hinn 23. október 1952 Magnúsi Ragnari Gíslasyni, f. 19. júní 1930, tannlækni í Reykjavík og síðar yf- irtannlækni í heilbrigðismálaráðu- neytinu. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Jóhannsson (1891–1978), sjó- maður á Eyrarbakka og síðar iðn- verkamaður í Reykjavík, og Grím- heiður Elín Pálsdóttir (1895–1986) frá Óseyrarnesi. Dóra og Magnús Ragnar eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Jóhann Þór, f. 13. mars 1955, rafmagnsverkfræðingur í Reykja- vík. Eiginkona hans er Lilja Jó- hannsdóttir kennari, f. 13. október Elskuleg tengdamóðir okkar er lát- in. Hún hafði það á orði nokkru áður en hún lést, að það væri svo gaman að taka þátt. Það gerði hún svo sann- arlega. Hún hugsaði vel um okkur öll, fylgdist náið með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Spurði með um- hyggju eftir ættingjum okkar, vinum og kunningjum. Hún var sérstaklega vakin yfir barnabörnunum og bar ömmutitilinn með reisn. Amma Dóra eignaðist sex barnabörn á 23 ára tímabili. Hún sinnti þeim af mikilli væntumþykju. Elstu barnabörnin, Dóra og Gunnar, hafa ávallt haldið jól hjá ömmu og afa, ekki tekið það í mál að breyta því. Nöfnurnar Margrét Erla og Margrét Ragna hafa átt athvarf hjá ömmu og afa eftir skóla og leikskóla. Magnús Jóhann og Stefán Árni eru enn ungir en það er næsta víst að þeir eiga eftir að heyra mikið um ömmu Dóru. Fyrsta sumarbústaðarferð ársins var alltaf um páskana og síðan vörð- um við ófáum sumarhelgum í bú- staðnum. Dóra yngri hélt upp á af- mælin sín þar og Gunnari fannst súrt í broti að geta ekki haldið upp á sín í desember þar líka. Bústaðurinn er eins og sniðinn utan um barnabörnin; leiktæki, fótboltavöllur, afasundlaug með rennibraut og margt fleira. Amma stóð vaktina með vöfflur á færibandi og töfraði fram kvöldmat fyrir alla sem bar að garði, sama hver fjöldinn var eða fyrirvarinn. Það var alltaf hægt að leita til Dóru, hvort heldur það þurfti hagnýt ráð eða hjartahlýju. Okkur tengda- dætrunum fannst við hafa eignast aukamömmu. Nú er ekki lengur hægt að leita til Dóru en eftir sitja fallegar minningar um glæsilega konu og góða fyrirmynd. Lilja Jóhannsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir. Elsku amma Dóra er farin frá okk- ur. Ég er og hef alltaf verið mjög stolt af því að vera alnafna ömmu minnar því að hún var einstök kona. Mér þótti alltaf svo vænt um ömmu mína og á eftir að sakna hennar mikið. Um- hyggjusamari, gjafmildari og fallegri manneskju er ómögulegt að finna. Það var alltaf svo hlýtt og gott í kringum hana og afa enda gerðu þau allt til þess að manni liði vel hjá þeim. Margar af mínum kærustu æskuminn- ingum eru frá Vesturvallagötunni og sumarbústaðnum þeirra í Grímsnesi. Afmælin mín þegar ég var lítil voru alltaf haldin uppi í sumó og var þá öll- um vinum mínum boðið þangað. Afi og amma gerðu þá allt sem þau gátu til að sjá til þess að allir skemmtu sér og liði vel. Amma mín reyndi alltaf að sjá til þess að mann vanhagaði ekki um neitt. Hún hugsaði alltaf um aðra fyrst. Hún vildi alltaf vera að gefa manni eitthvað og sá líka til þess að uppáhaldsmaturinn minn væri alltaf til í ísskápnum. Hún hafði mikinn áhuga á fólkinu í kringum sig og því sem það var að gera og hún og afi voru alltaf mætt á staðinn ef ég bauð þeim á þá atburði sem ég tókþátt í. Ég leit alltaf mjög mikið upp til ömmu og hún á alltaf eftir að vera fyr- irmyndin mín. Hún var svo sterk og dugleg kona. Hún gaf sér tíma fyrir alla og lét manni alltaf líða vel. En nú ertu farin á góðan stað, kæra amma mín. Ég veit að Guð og engl- arnir geyma þig og að þér líður vel núna. Ég á eftir að sakna þín sárt. Dóra Jóhannsdóttir. Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín mikið. Það verður erfitt að vera án þín en ég veit að síðustu árin hafa verið erfið hjá þér. Við reyndum öll okkar besta til að halda þér hjá okkur. Ég mun sakna þess að geta ekki farið til þín eftir skóla með Möddu að leika. Það verður tómlegt uppi í sum- arbústað án þín og engin amma sem bakar vöfflur. Það var gaman að vera uppi í bústað með ykkur afa, veiða með afa, vera úti að leika í trjánum og heita pottinum og svo gafstu mér stundum gotterí sem afi mátti ekki vita um. Ég mun sakna þess að fá ekki fleiri prjónaðar peysur frá þér. Ég mun sakna þess að geta ekki farið með vinkonur mínar í heimsókn til þín og fá gott að borða. Ég ætla að reyna að passa afa Magnús fyrir þig. Kær kveðja, þín Margrét Erla. Nýfætt sumarið brosti svo milt í síðdegissólinni þegar Dóra frænka mín kvaddi. Það var hennar tími. Hafði alltaf verið. Fullur af grósku, birtu og athafnasemi. Gilti þá einu hvort hún var heima eða í fallega sumarbústaðnum þeirra Magnúsar fyrir austan. Og gilti einu hvort það varðaði fólk eða gróður, jafnvel hluti. Dóra móðursystir mín hlúði að öllu og öllum, ævinlega. Hún var hjarta fjöl- skyldunnar; vakin og sofin yfir vel- ferð okkar allra. Hún var móðursystir mín en miklu miklu meira en það og ég veit nú að þó lífshlaupi þessarar einstöku konu sé lokið skilur hún eftir sig eitthvað óendanlega mikið, djúpt í okkur öllum. Dóra frænka mín var af þeirri kyn- slóð kvenna sem helgaði sig heim- ilinu, allt þar til börnin komust á legg, en þá létti hún undir með Magnúsi sínum á tannlæknastofunni. Hún kunni líka að hlú að ástinni, þau Magnús voru ástfangin eins og ung- lingar, alltaf. Hún bjó þeim fallegt heimili og allt virtist leika í höndum hennar enda bjó í henni listamaður. Hún annaðist alla af sömu alúð; Magnús sinn, börnin þrjú, sem öll bera uppeldinu vitni, og ömmu Sigríði sem bjó hjá þeim þar til síðustu árin að hún varð að dvelja á sjúkrastofnun sökum veikinda. Það sama gilti líka um okkur í litlu fjölskyldunni minni. Og þegar barnabörnin hennar sex fæddust eitt af öðru naut hún þess að sjá sólargeislana sína vaxa og dafna. Enginn viðburður varð í fjölskyld- unni án þess að leitað væri eftir holl- ráðum, uppskriftum eða aðstoð hjá Dóru frænku og það rennur upp fyrir mér nú að hún hefur mótað mig meir og haft dýpri áhrif á mig um árin en ég hef kannski fyrr gert mér grein fyrir. Mér verður snöggvast litið í kringum mig á alla fallegu hlutina sem hún hefur gefið okkur Ella og minningarnar sem tengjast þeim, því hún var vissulega gjafmildur fagur- keri. Ég man Dóru; hún var ung og ham- ingjusöm kona að koma heim frá út- löndum með Magnúsi; þau voru um- lukin ævintýraljóma því útlönd voru enn óendanlega langt í burtu og æv- inlega eitthvað í farteskinu að gleðja litla stelpu. Ég man Dóru lauma peningaseðli í lófa minn og hvísla; láttu ekki svona, segðu engum frá þessu, þú átt þetta skilið. En mér fannst ég aldrei eiga það skilið. Ég man Dóru þegar við Elli vorum nýkomin heim frá námi og bösluðum í íbúðarkaupum eins og annað ungt fólk; þá var hún ævinlega að lauma einhverju að okkur; sagðist alltaf hafa heitið á okkur ef vel gengi og kom færandi hendi með „smáaur“ eins og hún kallaði það fyrir hinu og þessu og einu sinni fyrir eldavél! Ég man, ég man. Ég man Dóru. Allar þessar björtu minningar, hlýjan og væntumþykjan sem hún hefur gefið mér og mínum. Hrósið hennar, hvatningin, jákvæðnin. Hvernig hún fylgdist með strákunum mínum eins og hún væri önnur amma þeirra í öllu sem þeir höfðu áhuga á og tóku sér fyrir hendur, alla tíð. Hvernig þeir hafa notið gjafmildi hennar, hlýju og væntumþykju. Dóra var glæsileg kona. Hún var DÓRA JÓHANNSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðviku- daginn 26. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 13.30. Sigurjón Guðnason, Karl Guðnason, Guðbjörg Einarsdóttir, Halldór Guðnason, Svanhildur Jónasdóttir, Kristrún Guðnadóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ELÍAS EYJÓLFSSON prentari, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Samband lungnasjúklinga. Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Gísli Sigurðsson, Þórdís Brynjólfsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hlöðver Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR fyrrv. kennari, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður til heimilis á Sléttuvegi 13, verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstu- daginn 4. júní kl. 11.00. Jón Atli Kristjánsson, María Þorgeirsdóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Guðrún Garðarsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Kristján Jóhann Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGNÝ SIGMUNDSDÓTTIR, lést laugardaginn 29. maí sl. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Óspakseyrarkirkjugarði. Sigmundur Sigurðsson, Arndís Birgisdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Jón Gústi Jónsson og aðrir afkomendur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR B. MAGNÚSSON fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, (Siggi á Nýjalandi), Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 4. júní kl. 14:00. Jóhannes Sigurðsson, Soffy Þóra Magnúsdóttir, Unnur M. Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, Jón F. Sigurðsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.