Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11|6|2004 | FÓLKIÐ | 5 dband er skemmtilegur miðill ef mað- si til að vinna með hann. Þetta er í raun eins nd. Þetta er furðulegt hjónaband auglýs- hljómsveit og stuttmyndar. Það finnst mér ,“ segir Börkur og útskýrir að í hugmynda- vinnunni leiti hann uppi eina og eina setningu úr textanum, eins og áðurnefnda „I want the attention“. Aðalsetningin í þessu lagi fyrir Berki var samt „Wish I could see my own funeral“ sem honum fannst falla vel að hugmyndinni. „Maður gæti ímyndað sér að þetta band væri búið og eina sem það gæti gert væri að taka þátt í einhverju af þessu tagi. Þetta gæti verið jarðarför hljómsveit- arinnar, endalokin,“ segir hann. Mínus er myndvæn hljómsveit og er langt í frá búin að vera. „Það er svo gaman að mynda þá. Þetta band er þess eðlis að maður veit ekki hvar maður á að byrja og hvar að hætta. Þeir gefa allt í þetta og eru svo flottir flytjendur. Það er áhugavert að vinna með það,“ segir hann. ÞORSTINN EFTIR MEIRU „Okkur hefur alltaf langað til að gera myndband þar sem við erum með eitthvert þema. Það er fullt af aukakarakterum þarna sem eiga sína sögu. Það er hægt að ímynda sér að Ingvar E. sé þriggja barna heimilisfaðir, sem fær útrás fyrir pervertinn í sér en er með samviskubit yfir að vera þarna,“ segir Börkur og bætir við að myndbönd eigi að láta mann þyrsta eftir meiru af sama tagi, nefnilega tónlistinni og hljómsveit- inni. Börkur staðfestir að allt hafi gengið vel á tökudaginn sjálfan. „Þetta gekk eins og í sögu. Eins og með svo margt annað skiptir undirbúningurinn mestu máli. Framkvæmdin er alltaf auðveldust,“ segir Börkur en hægt er að skoða myndbandið á vef hans, www.deluxe.is. Næst á dagskrá er að fá myndbandið samþykkt hjá Sony en þvínæst fer það fyrir nefnd hjá tónlistarsjón- varpsstöðvum í Bretlandi og víðar um Evrópu. Börkur er bjartsýnn og ekki að ástæðulausu. „Hin mynd- böndin hafa öll flogið í gegn og þetta er aðgengilegasta lagið og áberandi besta myndbandið,“ segir hann. Smáskífan með „The Long Face“ kemur út í Evrópu 19. júlí á geisladisk og 7" vínyl. Miðað er við að mynd- bandið verði komið í spilun úti um mánuði áður en smáskífan kemur út. Börkur er ánægður. „Ég er mjög ánægður með þetta, alveg í skýjunum. Ef síðasta verkið sem þú vannst er ekki þitt uppáhaldsverk er þér að fara aftur en ekki fram.“ |ingarun@mbl.is BÖRKUR SIGÞÓRSSON VAR LEIKSTJÓRI MYNDBANDS- INS OG STÝRÐI UPPTÖKUM AF NÁKVÆMNI. VALINN MAÐUR VAR Í HVERJU RÚMI OG ALLT GEKK VEL FYRIR SIG Á UPPTÖKUDAGINN. KRUMMI LEGGUR ALLT Í SÖNGINN. INGVAR E. SIGURÐSSON VAR EINN AUKALEIKARANNA. FYLGST MEÐ AF SKJÁ. R MEÐ SVARTRI AUGNMÁLNINGU OG OLÍUBORNIR. DI VIÐ LAGIÐ MÍNUS Ég er dómari. Ég dæmi án fyr- irhafnar og næstum ósjálfrátt. Oft- ast þarf ég ekki einu sinni að hugsa mig um. Ég er svo fær. Ég er svo vanur að dæma. Ég geri það fljótt og örugglega. Ég meira að segja geri það án þess að vera sérstaklega beðinn um það. Ég bara tek það að mér óumbeðið. Ég dæmi aðstæður. Ég dæmi líka árangur og verk. Ég hef starfað við þetta í aukavinnu og tek ekki laun fyrir. Ég hef unnið þetta í sjálf- boðavinnu. Ekkert er dómhörku minni ofviða. Það skiptir ekki máli hvort það er smávægilegt auka- atriði eða heimsviðburðir. Ég get dæmt allt. Enda er ekkert full- komið. Hlutirnir mega alltaf vera betri en þeir eru. Ég hef verið sérstaklega dugleg- ur að dæma annað fólk. Það býð- ur líka upp á það. Fólk er uppfullt af alls konar göllum og brestum. Ég er, nefnilega, þeim einstöku gáfum gæddur að ég sé vel mis- tök annarra. Það mætti kalla mig tómstundadómara. Ég væri örugg- lega liðtækur ef þyrfti að dæma marga í einu því ég get dæmt fólk eftir útlitinu einu saman eða bak- grunni. Ég meira að segja dæmi fólk sem ég hef aldrei hitt og veit ekkert um, bara út frá því sem ég hef séð um það í fjölmiðlum. Og ég er ekki að dæma neitt í hálf- káki. Ég er harður dómari og felli þunga dóma. Ég held oft að fólk láti sér ekki segjast nema refs- ingin sé hörð. Ég þoli ekki þessa hlið á mér. Dómarahempan fer mér illa. Svo er ég sjálfur svo yfirfullur af göllum og ókostum og brestum að ég er vanhæfur. Ég veit ekkert hvað öðr- um er fyrir bestu. Ég veit ekki einu sinni hvað er sjálfum mér fyrir bestu! Og jafnvel þótt ég viti það þá er ekki víst að ég bregðist við í samræmi við það. Og það er kannski erfiðast að sætta sig við hvað maður veit lítið. Það er auð- veldara að vera stór kall en lítill. Það krefst nefnilega hugrekkis að viðurkenna vanmátt sinn. Ég get ekki breytt öðru fólki. Eina manneskjan sem ég get breytt er ég sjálfur. Ég þarf að minna mig á þetta á hverjum degi. Núna er ég, til dæmis, að reyna að komast úr dómarahempunni. Ég hef nefnilega uppgötvað að maður fær sömu dóma og maður fellir yfir öðrum. Ef maður dæmir miskunnarlaust þá verður maður sjálfur miskunnarlaust dæmdur. Mig langar að sleppa við það. Og þvílíkur léttir sem það hlýtur að vera að geta sleppt því að dæma, að geta tekið hlutunum bara eins og þeir eru og þurfa ekki að leggja endalausa dóma á allt. Ef maður vill breyta sjálfum sér þá þarf maður fyrst að viðurkenna að eitthvað sé að. Það er fyrsta skrefið. Síðan er ákaflega hollt að biðjast afsökunar. Fátt gerir manni meira gott en það. Ég segi starfi mínu sem frí- stundadómari hér með lausu. Jón Gnarr Frístunda- dómar Hugrenningar alþýðumanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.