Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnes | Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar afhenti reyklausum nem- endum í 7.–10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi og Varmalandi for- varnarboli með slagorðum. Það eru Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi, Hjördís Hjartardóttir félagsmálstjóri ásamt Þorgrími Þráinssyni hjá tóbaksvarnarnefnd sem eiga þessi hvetjandi slagorð til ung- menna í Borgarbyggð, en á bolunum stendur: Ég hugsa sjálfstætt…ég reyki ekki! Ég virði líkama minn…ég reyki ekki! Ég er vinur vina minna…ég reyki ekki! Ég stunda félagslífið…ég reyki ekki! Ég stunda íþróttir…ég reyki ekki! Ég er rokkari… ég reyki ekki! Ég er frábær…ég reyki ekki! Ég er frjáls…ég reyki ekki! Ég elska lífið…ég reyki ekki! Alls eru það tæplega 180 unglingar sem fá boli. Tóbaksvarnarnefnd styrkir tiltækið. Morgunblaðið/Guðrún Vala Bolirnir afhentir: Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri, Eðvar Trausta- son, starfsmaður Óðals, Svavar Abraham Jónsson mátar bol og Aðalsteinn Hugi Gíslason bíður eftir því að röðin komi að sér. Bolir fyrir reyklausa unglinga í Borgarbyggð Keflavík | „Við verðum auðþekkj- anleg á brosinu. Ætli við eigum ekki eftir að spóka okkur um með fjöl- skyldunni í skrúðgarðinum með bros allan hringinn,“ sögðu Guð- björg Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur og Hörður Hilm- arsson viðskiptafræðingur en þau eru í hópi fyrstu útskriftarnema í fjarkennslu í gegnum Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum (MSS). Þau sögðust ekki trúa því að þessi dagur væri að renna upp þegar blaðamaður Morgunblaðsins settist niður með þeim í húsakynnum Mið- stöðvarinnar en dagurinn í dag markar endalok langrar námslotu, sem hefur þó ekki síður verið skemmtileg en strembin, að þeirra sögn. Fyrsti fjarnemahópurinn hjá Mið- stöð símenntunar verður útskrif- aður í Keflavíkurkirkju í dag en hópurinn hefur numið hjúkr- unarfræði og viðskiptafræði frá Há- skólanum á Akureyri. Hópurinn samanstendur af 9 hjúkrunarfræð- ingum og 8 viðskiptafræðing- um.MSS bauð fyrst upp á fjar- kennslu á haustmánuðum 2000 í hjúkrunarfræði og rekstrarfræði og þar með var brotið blað í sögu menntunar á Suðurnesjum. Mið- stöðin fékk inni í elsta skólahúsi í Keflavík, sem þótti vel við hæfi vegna sögu þess og gildis fyrir byggðarlagið. Möguleikar á fjar- námi fyrir íbúa Suðurnesja eru ekki síður mikil lyftistöng fyrir svæðið og bæði Guðbjörg og Hörður voru fljót að slá á svartsýnistón blaðamanns þegar hann innti þau eftir því hvort það væru til störf á svæðinu fyrir allt þetta menntafólk. „Við erum að hækka stigið núna og auka,“ sagði Guðbjörg. „Ég myndi telja að þetta væri mikil lyftistöng fyrir bæj- arfélagið. Hér mun bætast við fjöldi menntaðra einstaklinga sem búsett- ir eru á svæðinu. Atvinnulífið er kannski ekki búið að átta sig á því að þetta er allt í einu orðinn valkostur. Ég efast ekkert um að þetta fólk muni fljótt fá vinnu við sitt hæfi, þetta er gott nám og ég veit að nokkrir hafa þegar fengið góða vinnu. Flestir okkar eru að útskrif- ast af fjármálasviði sem skólinn taldi í fyrstu ómögulegt að kenna í fjar- kennslu vegna stærðfræðinnar,“ bætti Hörður við. Guðbjörg og þeir 5 hjúkrunarfræðingar sem búsettir eru á Suðurnesjum og útskrifast í dag munu á haustmánuðum hefja störf hjá Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja. Guðbjörg var annar tveggja hjúkrunarfræðinga sem stóðu að undirbúningi námsins. „Þannig var að Hjálmar Árnason alþingismaður og Friðjón Einarsson, þá forsvars- maður Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar, höfðu eitthvað verið að kanna fjar- námið á Ísafirði gegnum Háskólann á Akureyri, sem þá var nýhafið, ásamt Skúla Thoroddsen, þá fram- kvæmdastjóra MSS. Ég og Sólveig Guðmundsdóttir, eiginkona Frið- jóns, hittumst svo einn daginn og mönuðum hvor aðra upp í að vinna nú að því að fá fjarkennslu í hjúkr- unarfræði hingað suður. Við höfðum samband við ráðamenn í bæjarfélag- inu og eftir þónokkrar umræður, frestun og undirbúning hófst námið haustið 2000,“ sagði Guðbjörg. – Þú virðist hafa verið mjög ákveðin varðandi námið? „Já, ég held að ég hafi stefnt að þessu frá því að ég var bara stelpa. Ég byrjaði snemma að eignast börn og lagði allt nám á hilluna þar til ég settist á skólabekk í Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1991. Ég útskrif- aðist svo í desember 1996, þá ófrísk að mínu fjórða barni. Ég byrjaði svo í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands en fannst nú ekki mikil skynsemi í því að keyra á milli á hverjum degi með lítið barn og ákvað að forgangs- raða. Þegar möguleikar opnuðust á fjarnámi gegnum Háskólann á Ak- ureyri ákvað ég að gera allt sem í mínu valdi stæði til að koma því af stað.“ Guðbjörg tók fram að hún hafi fengið mikinn stuðning og með- byr frá samborgurum sínum og það hafi verið góð tilfinning. „Fólk var alltaf að spyrja hvernig gengi og vildi fylgjast með. Ég fann fljótt að ég yrði að standa mig. Nú líður held- ur ekki sá dagur að einhver óski mér ekki til hamingju með áfangann,“ sagði Guðbjörg. Háskólasaga Harðar er ekki ýkja frábrugðin sögu Guðbjargar, enda ekki algengt að fólk á þessum aldri hafi tök á því að rífa sig upp og setj- ast á skólabekk í nokkur ár. „Ég hafði lengi hugsað mér að fara í frekara nám, enda langt síðan ég hafði lokið stúdentsprófi. Ég var tví- vegis búinn að fylla út umsókn í Há- skóla Íslands en sá ekki hvernig ég gæti gert þetta án vinnu og fram- fleytt fjölskyldunni. Ég missti því kjarkinn í bæði skiptin og skilaði aldrei inn umsóknunum. Þegar ég sá auglýsingu í blöðunum um að fjar- kennsla í rekstrarfræði myndi hefj- ast haustið 2000 ákvað ég hins vegar strax að slá til,“ sagði Hörður og bætir því við til skýringar að námið hafi á tímabilinu breyst úr rekstr- arfræði í viðskiptafræði, þegar einkarétti Háskóla Íslands á að út- skrifa viðskiptafræðinga var aflétt með nýrri lagasetningu. „Við í við- skiptafræðinni höfum hins vegar allt aðra upplifun af náminu en hjúkr- unarfræðinemarnir. Þeir hafa setið í dagskóla og sinnt náminu eingöngu en viðskiptafræðin hefur verið kennd á fjarfundum seinnipart dags enda námið sniðið fyrir vinnandi fólk. Einhverjir hafa hins vegar kos- ið að hætta að vinna og helga sig náminu, enda hefur þetta ekkert tekið minni tíma.“ Hörður lét hins vegar ekki staðar numið við BS gráðu í viðskiptafræði heldur hóf mastersnám við Háskóla Íslands samhliða lokaönninni í fjar- kennslunni og hyggst ljúka því á næstu árum. „Ég taldi að þannig myndi ég gera þessi ár verðmætari.“ Í lokin líta þau yfir skólastofuna og um hugann fara eflaust ljúfar minningar frá náminu og skóla- félögunum og ekki síst sú staðreynd að þau hafi rutt brautina. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur tími og það er góður andi í þessu húsi,“ eru þau sammála um. Guð- björg bætti við að sumir nemendur hafi fengið klapp á bakið á erfiðum tímum í náminu og segir nemendur hafa verið sannfærða um að þar hafi framliðnir kennarar úr gamla barnaskólanum verið að stappa í þau stálinu. Þau bæta hins vegar við að húsnæðið sé löngu sprungið og að það sé brýnt að finna fjarkennslunni stærra húsnæði, það sé farið að standa nemendum fyrir þrifum. „Það vantar til dæmis sárlega vinnu- aðstöðu fyrir hópverkefni og gott kennslubókasafn,“ sögðu brautryðj- endurnir að lokum. Langþráður draumur verður að veruleika hjá fyrstu fjarnemunum sem útskrifast hjá Miðstöð símenntunar Með bros allan hringinn Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Langri törn lokið: Guðbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Hilmarsson viðskiptafræðingur eru í hópi fyrstu útskriftarnema í fjarkennslu í gegnum MSS. Námið er stundað við Háskólann á Akureyri. Hefðbundin dagskrá | Hátíð- arhöldin á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, fara fram með hefðbundnum hætti í sveitarfélögunum á Suð- urnesjum. Í Reykjanesbæ verður hátíð- armessa í Keflavíkurkirkju klukkan 13 og að henni lokinni skrúðganga undir stjórn skáta. Hefðbundin þjóðhátíðardagskrá hefst í skrúð- garðinum klukkan 14 og síðan verð- ur skemmtidagskrá sem íþrótta- félögin hafa umsjón með. Síðdegis verður barna- og fjölskylduball í Stapa og loks kvöldskemmtun í Reykjaneshöll. Í Grindavík verður hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 13 og síðan skrúðganga að hátíðarsvæðinu við Festi þar sem dagskrá hefst klukk- an 14 og stendur fram eftir degi. Í tilefni þjóðhátíðardagsins verð- ur haldin brúðusýning í húsnæði Seglagerðarinnar á Gauksstaðavegi 2 í Garði. Á sýningunni verða 700 brúður og verður hún opin frá klukkan 13 til 18. Í Garði verður dagskrá í og við íþróttamiðstöðina og hefst hún klukkan 14. LANDIÐ Vestmannaeyjar | Til margra ára hefur það verið siður, að aðstand- endur heimilisfólksins og starfsfólk- ið á Hraunbúðum leggi til kökur og annað meðlæti einhvern heppilegan sunnudag á hverju vori og standi fyrir sölu á kaffi ásamt góðgætinu. Allur ágóði sölunnar rennur síðan til kaupa á einhverju því sem til góða kemur heimilisfólkinu á Hraunbúðum. Að sögn starfsfólks- ins var aðsóknin að þessu sinni sú besta í mörg ár og enginn var svik- inn af því sem hann ofaní sig lét. Auk þessarar kaffisölu var haldin sýning á handavinnu heimilisfólks- ins. Kenndi þar margra fallegra muna í hundraðavís. Er alveg með ólíkindum hvað hugur og hönd þessa fólks fær áorkað, hvort sem er í prjónaskap, ísaumi eða ýmis- konar föndri, og mætti sumt af því kallast listaverk. Mikið af þessari handavinnu heimilisfólksins var til sölu og á ótrúlegu verði. Og þótt sýningin sem slík sé búin, er hand- verkinu þar á bæ haldið áfram alla virka daga og þar geta allir litið inn, hvort sem er til að koma við hjá ættingja eða vinum og til að verða sér úti um fallegt handverk á góðu verði. Ljósmynd/Gísli Valtýsson Það er með ólíkindum hvað hugur og hönd fólksins fær áorkað. Gestkvæmt á Hraunbúðum HVAMMSVÍK ehf. hefur gefið Sigl- ingaklúbbnum Sæfara á Ísafirði tíu vaðbuxur til að nota á barna- og unglinganámskeiði í siglingum sem nú stendur yfir. Hjá Hvammsvík í Hvalfirði eru m.a fluttar inn vörur fyrir kajakræðara og eru buxurnar úr svokölluðu neoprene-efni sem sagt vera er vatnshelt og einangra vel. Hvammsvík gefur vaðbuxur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.