Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 7 þrengslum of lengi. Ekki það að ég njóti þess ekki ómælt að liggja upp við þig, það er bara …“ „Bara hvað?“ greip Talan þreytt fram í. „Ég var ekki að ferðast alla þessa leið úr stál- bræðslum Kalingrad til þess að vera troðið í þrönga pakkningu og inn í loftlausan gám.“ „Svona nú Lási, þetta hlýtur að taka enda bráð- lega,“ sagði Talan með ljúfum róm um leið og hún strauk kalt stálið í andliti hans. HAPP-búðin á Upper Bristol Road við að- alverslunargötuna í Bristol var ein af þeim stærri í Bretlandi. Á þremur hæðum, björt og aðlaðandi. Starfsfólkið var um 60 og búðin ein af þeim söluhærri á Bretlandseyjum. Húsnæð- ið var hannað af þekktum ítölskum innanhúss- arkitekt. Veggir allir hvítir og fatnaðurinn á bæði hillum og rekkum á veggjunum en einnig á lágum borðum um alla verslun. Gosbrunnur var í miðjum húsakynnum HAPP sem teygði sig í gegnum op í miðju hússins. Vatnssúlan spýttist reglulega frá jarðhæð og í gegnum all- ar hæðirnar þrjár og náði mest 12 metra hæð. Afar gott loft var í búðinni af þessum sökum. Gosbrunnurinn virkaði eins og stórt rakatæki. Það var snemma morguns í lok nóvember. Loftið var rakt í Bristol og nísti merg og bein þegar lofthitinn fór niður fyrir 2ºC eins og þennan morgun. Sally var nær alveg komin upp að versluninni þegar vindhviða feykti trefl- inum nærri af henni. Hún hélt áfram og bar annan handlegginn fyrir andlitið. Hún vildi ekki láta „make up-ið“ fara til fjandans. Hún fann hvernig eitt tár rann niður úr vinstra hvarmi um leið og hún skaut sér inn í anddyri verslunarinnar og tók upp lyklana. Hún fann það á sér að þetta ætti eftir að vera góður sölu- dagur. Dagurinn hófst á því að taka upp nýja send- ingu af varningi. Þar á meðal þessum líka fínu flauelsbuxum á karlmenn. Sally grúfði sig yfir kassana sem komið höfðu um nóttina frá Lond- on og snaraði bláum pakkningunum upp og opnaði þær varfærnislega. Þar blöstu þær við efstar, buxurnar með Tölunni og Lásnum, sem nú loks fengu frískt loft eftir langt og strangt ferðalag. Sally lokaði augunum og strauk hend- inni yfir mjúkt flauelið og upp buxnaklaufina og að tölunni sem var eins og jólastjarna efst á flíkinni. Hún heyrði taktfastan hljóm hárra hæla skella á flísunum og opnaði augun og sá að Amy verslunarstjóri strunsaði í áttina að henni. Sally dreif sig að klára að koma bux- unum fyrir í eikarhillu á besta stað í búðinni og verðmerkja þær. Áttatíu pund sterlings skyldu þær kosta, já aldeilis ekki ódýr jólaflík það enda langt að komin með forláta ítalskri tölu og hálfrússneskum rennilás. „Sally, drífðu þig að koma þessum buxum fyrir. Við opnum eftir skamma stund og það verður mikið að gera í dag þannig að þú verður að vera á tánum. Mundu bara hvað sálfræðingurinn sagði á starfsmannahópeflinu um daginn; alltaf að telja kúnnanum trú um að hann þurfi, ekki bara langi í, þessa flík, eigi hana skilið og líti stórvel út í henni. Við seljum fólki sjálfsmynd, öryggi, jafnvægi og vellíðan, þetta snýst um að skapa ekki bara löngun heldur þörf og það ger- um við í dag.“ Sally tók undir hvatningu Amyar og kláraði að koma buxunum í hilluna. Sólin gægðist niður í kjallaraholu við Knightsbridge Square. Lítil íbúð, niðurgrafin og járnrimlar fyrir gluggum. Þarna bjó helsti götulistamaður Bristolborgar, John Heward- Mills. Herra Mills hafði nærri tæmt sex ára- tugi. Stór var hann, með alhvítt hár sem hann tók í tagl. Með stórgert andlit sem úr var hægt að lesa þann ólgusjó sem tilvera hans hafði ver- ið. Fæddur inn í félagsstiga II í bresku þjóð- félagi, sonur bankamanns, hafði átt gott æsku- heimili og gengið vel í námi. En á sautjánda vetri greip hann óstjórnleg löngun til að flýja borgina og John endaði sautján ára gamall á fiskibát niðri í Lynmouth sem er við Bristolfló- ann. Lynmouth, lítið fiskiþorp, var á þeim tíma að jafna sig eftir mestu flóð í sögu Englands (1952) sem ætt höfðu innanlands frá um æðar tveggja elfa sem áttu ósa við munn Lyn, eða í Lynmouth. Flóðin höfðu deytt 36 manns og gereyðilagt þetta litla sjávarþorp. John sótti sjóinn frá Lynmouth og veiddi aðallega rækju í allnokkur ár, þau ár sem uppbygging átti sér stað í Lynmouth. Hann vandist á venjur og siði deyjandi stéttar enskra sjófara. Drakk tölu- vert og lifði fyrir líðandi stund. Á björtum degi í miðri Bítlavæðingu Bretlands hafði það hins vegar gerst að John missti annan fótinn er var verið að skipa upp úr „Grace“, en svo hét bát- urinn sem hann hafði alla tíð átt pláss á. Það hafði blætt gríðarlega er fóturinn hreinlega klipptist af rétt ofan við hnélið þegar vír slitn- aði og fullt járnkar af rækju steyptist yfir Johnny, eins og hann var kallaður af skips- félögum sínum. Eftir slysið var fótunum, eða öllu heldur fætinum, kippt undan tilveru Johnnys. Hann hélt fljótlega frá Lynmouth til Bristol í von um að finna góðan lækni sem gæti komið honum á báða fætur aftur. Er þetta gerðist hafði breska heilbrigðisþjónustan (NHS) ekki verið svo lengi við lýði. Stærsta barn Verkamannaflokksins var umdeilt þá eins og nú og Johnny „gekk“ á milli lækna NHS sem ekkert gátu fyrir hann gert. Hann leigði sér litla íbúð og sveiflaði sér um Bristol á hækj- um í leit að lausn, svo hann gæti komist aftur á sjóinn. En til að gera langa þrauta„göngu“ Johnnys stutta fann hann að lokum gamlan lækni sem starfaði sjálfstætt sem náði fann handa honum eikarfót sem passaði á tilfinn- ingalausan stubbinn. Johnny komst aldrei aft- ur á sjóinn, enginn vildi hann í vinnu í Bristol og á þessum dögum var öryrkjum ekki gert hátt undir höfði. Fjandinn hafði það, Johnny vissi ekki einu sinni að hann væri öryrki. Hann bjargaði sér á því að skakklappast niður á dóm- kirkjutorg og spila á litla flautu fyrir þá sem framhjá gengu. Tóbaksdollu hafði hann við fæturna sem fólk gat lagt skotsilfur í honum til framdráttar. Fljótlega varð þetta „bösk“ at- vinna Johnnys á löppinni. Dagurinn var skipu- lagður, hann byrjaði fyrir framan kirkjuna um hádegi og spilaði með hléum til fimm hvern dag nema sunnudaga. Eftir fimm fór hann á krána, Græna tréð. Þar var hann til sjö, reykti, drakk ramman mjöð og skiptist á skoðunum við fuglana á því 350 ára gamla priki. Svona liðu árin. Johnny var virtur af þeim sem yrkja göt- ur Bristol. Hann betlaði ekki og átti ekki í vandræðum með eiturlyf eða áfengi. Hann stóð svo virðulegur hjá kirkjunni og spilaði á flaut- una líkt og dyravörður almættisins. Stór, hárið alhvítt lá niður á axlirnar, andlitið einbeitt á svip er hljómarnir svifu tærir yfir torgið. Johnny þénaði vel, fólk fann sig knúið til að lauma smáaur að svo virðulegum herra og svo þegar hann þakkaði fyrir sig undruðust margir enskan hástéttarframburð hans. Já Johnny var borgarprýði í samanburði við allan þann skara betlara sem sátu í svefnpokum og með útrétta hönd og reyndu að krefja betur setta samborg- ara sína um fáein penný. Johnny reis upp við dogg. Sólin skein í andlit hans. Það var einhver hrollur í honum. Hann snaraðist fram úr fleti sínu, greip eikarstúfinn og skellti honum upp á fótstúfinn. Hreyfingin var næstum orðin vélræn, hann hafði gert þetta svo oft. Honum fannst stundum að eikin væri orðin órjúfanlegur hluti af honum. Johnny hellti upp á kaffi. Í dag var komið að því hugs- aði hann með sér um leið og hann hellti heitu vatninu yfir ódýrt grófmalað kaffið í síunni. Í gær hafði hann keypt sér nýjar buxur. Hann hafði safnað sér lengi fyrir þeim. Tekið örfá penný til hliðar eftir spilamennsku hvers dags. Hann vissi alveg hvernig buxur hann vildi og hvað þær máttu kosta. Hann hafði alltaf dreymt um dökkbrúnar flauelsbuxur eins og faðir hans sálugi hafði gengið til vinnu í. Nú lágu þær sléttar og fínar þarna á stólgarminum tilbúnar fyrir spilamennsku dagsins. Johnny brosti er hann virti þær fyrir sér um leið og kaffið seytlaði niður vélindað. Hann tók þær varlega upp, fór um þær höndum eins og þær væru gersemi og athafnaði sig ofurhægt er hann fór í þær. Hann stakk viðarlöppinni í gegnum aðra skálmina og settist svo niður og smeygði heila fætinum í hina. Þegar hann stóð upp og ætlaði að renna að og hneppa buxunum fann hann að þær voru helst til þröngar. Nonni renndi lásnum upp og dró djúpt að sér andann og hneppti. Hann var nú að verða tilbúinn fyrir daginn. Talan horfði á Lása. „Hvar erum við nú, hér er svo dimmt?“ Lása, sem var nú í fyrsta sinn fullupprenndur, varð skyndilega ljóst hver til- gangur hans var, og því svaraði hann Tölunni ekki strax. „Við erum fullorðin, tilgangur okk- ar í lífinu er í dag ljós orðinn. Minn að halda opi brókar saman er í er komið og þinn að streng- urinn standist álag miðbaugs líkamans. Það er nú ekki flóknara en það Tala mín.“ Lási hélt áfram: „Og það sem er nú undursamlegast um þetta allt að segja er að með því að uppfylla til- gang okkar færumst við nær hvort öðru og undirstrikum þar með tilveru hvort annars og ást.“ Sagði hann og um leið kyssti hann hana ástríðufullum kossi beint á munninn. Um leið og þetta átti sér stað um mitti Johnnys snar- aðist hann með allt sitt hafurtask út og upp úr kjallaratröppunum. Það var kominn tími á tón- list fyrir íbúa og gesti Bristolborgar. Nú yrðu þeir aldeilis hissa að sjá hann á torginu í spán- nýjum flauelsbuxum af bestu gerð. Já þær voru sko ekkert slor, samansplæstar af hamingju- samri Tölu og Lás úr fjarlægum löndum sem bæði gerðu sér grein fyrir því að eigin tilvist markaðist af því tilvistarlausa. Það gustaði af John Heward-Mills þar sem hann skakklappaðist niður North Road í átt að torginu. Hann var sem lítið barn, fullur af til- hlökkun yfir því að mega í nýrri flík sinna hlut- verki sínu í lífinu. Hann tók tæplega þrjú fet í hverju skrefi þar sem hann sveif áfram. Hann var ánægður og honum leið vel. Hann var sátt- ur við sitt hlutskipti líkt og förunautar hans er héldu við kviðinn. Hamingjan lá í augnabliks- flæðinu, í því að gleyma sér. Þá spillti ekki fyrir að undirstrika eigin tilveru með endurgoldinni ást og viðurkenningu á öðrum. Hlýr vind- strengur lék í óheftu hári Johnnys þar sem hann nálgaðist torgið. Í dag skyldi hann spila tilverunni gleðióð. Höfundur er búsettur í Somersetskíri á Bretlandseyjum. S UMIR segja að póstmódernismi sé tómt bull, orðahröngl sem fá- ir skilja og þeir sem þykist skilja það geti ómögulega út- skýrt merkinguna á mannamáli. Þessari beinskeyttu gagnrýni svara póstmódernistar fullum hálsi og benda á að misskilning- urinn og mistúlkunin séu beitt vopn í baráttu um völd. Þeir benda líka á að merkingin verði ekki síður til í höfði lesandans en höfundarins og að ein merking texta sé ekki endilega réttari en önnur. Þegar hér er komið sögu í rökræðum um póstmódernisma er iðulega farið að sjóða á gagnrýnendunum enda stutt í að farið sé að ræða um afstæði sannleikans og fleira sem þá hryllir við. En bíðum við. Það eru ýmsar hliðar á þessu bulltali. Og raunar hafa sumir gert alvöru úr því að bulla í nafni póstmódernisma – og tekist vel upp, svo vel að lærðustu menn í þessum hugs- unarhætti hafa látið blekkjast. Alan Sokal pró- fessor í eðlisfræði við New York-háskóla varð heimsfrægur er hann fékk birta grein eftir sig í virtu tímariti um menningarfræði, Social Text, árið 1996 en greinin var bull og þvaður frá upp- hafi til enda. Hún þóttist fjalla á vísindalegan hátt um tengsl skammtafræði og póstmódern- ískrar hugsunar en var í raun gabb, heilaspuni og fimbulfamb. Þótt greinin liti út fyrir að vera þarft eða að minnsta kosti athyglisvert innlegg í umræðuna þá var hún merkingarlaus, ekki um neitt, að minnsta kosti var ekki heil brú í rök- semdafærslu greinarinnar fyrir því að nauðsyn- legt væri að endurskoða raunvísindalega aðferð í ljósi póstmódernisma. Og Sokal hló. Og honum tókst að vekja gríðarlega athygli á málstaðnum ef marka má ótal greinar sem hann og fleiri hafa skrifað um málið (og finna má á slóðinni www.physics.nyu.edu/faculty/sokal/). Í kjölfar þess að birta grein sína í Social Text skrifaði Sokal ásamt Jean Bricmont bókina Tískubull (Fashonable Nonsense, 1999; upphaf- lega á frönsku, Impostures Intellectuelles, 1998) þar sem raktar eru garnirnar úr nokkrum þekktum fræðimönnum (að sumra mati á hæpnum forsendum) sem kenndir hafa verið við póstmódernisma svo sem Jacques Lacan, Juliu Kristevu, Luce Irigaray og Gilles De- leuze. Í bókinni hamra þeir Sokal og Bricmont á því að skrif póstmódernista séu óskiljanleg og iðulega innihaldslaus. Og sennilega hlær Sokal enn, því landi hans, Andrew C. Bulhak, lektor í tölvunarfræðum við RMIT-háskólann, hefur hannað forrit sem framleiðir póstmódernískar fræðigreinar í anda Sokals – þær virðast við fyrstu sýn ósviknar en eru við nánari athugun algjört bull. Forritið nefnist „The Postmodernism Generator“ en það og greinarnar sem það hefur „samið“ má nálgast á vefslóðinni www.elsewhere.org. Greinarnar sem þessi útgáfa forritsins hefur sett saman eru nú orðnar hvorki fleiri né færri en 799.424 en forritið hefur verið virkt síðan í febrúarmánuði árið 2000. Greinarnar eru mistrúverðugar við fyrstu sýn. Sumar fyrirsagnir stinga í augu: „Discour- ses of Futility: Capitalist theory and neode- constructive construction“, eða: „Structural Dematerialisms: The subdeconstructivist para- digm of consensus, rationalism and feminism“, og hvað þá þessi grautur: „The Reality of Fatal flaw: The dialectic paradigm of consensus, neo- constructivist narrative and nationalism“. En sumar fyrirsagnir vekja óneitanlega forvitni: „Marxism and Marxist capitalism“, og þessi myndi alveg geta virkað: „Contexts of Failure: Expressionism and dialectic narrative“. Eða hvað? Um hvað ætli grein með þessum titli geti verið? Í fyrstu línum greinarinnar seg- ir í grófri þýðingu: „Í verkum Gibsons er hug- myndin um undir-tilbúinn sannleika ríkjandi. Í gagnrýni Debords á expressjónisma segir að samfélagið búi yfir innri merkingu.“ Og án þess að samhengið á milli þessara málsgreina sé út- skýrt frekar er haldið áfram í næstu efnisgrein: „„Listin er dauð,“ segir Bataille; en samkvæmt la Tournier er það ekki endilega listin sem er dauð heldur miklu fremur flæðistregða listar- innar. Þess vegna er aðalþema rannsóknar Reichers á díalektískri frásögn brúin á milli kyngervis og stéttar.“ Þeir lesendur sem eru ekki orðnir snarruglaðir þegar hér er komið sögu verða það örugglega við þessi orð sem eru þau síðustu í efnisgreininni: „Óteljandi kenn- ingar um póststrúktúralíska heild eru til.“ Ljóst má vera að samhengið í greininni er ekkert. Og sennilega koma langflestir lesendur auga á það mjög fljótt. Og auðvitað hljómar enginn póstmódernismi svona. Búast má við að fleiri almennir lesendur geti lesið póstmódern- íska fræðigrein sér til gagns en til dæmis grein eftir Alan Sokal um eðlisfræði. Uppátæki Sokals og Andrews C. Bulhaks eru aftur á móti mjög póstmódernísk. Sokal tekur sér fyrir hendur að grafa undan ríkjandi orð- ræðuhætti hugvísindanna en það hefur öðrum þræði verið verkefni póstmódernista. Og Bul- hak útfærir á snilldarlegan hátt kenningu póst- módernista um að textar verði til úr öðrum text- um, að hver texti sé í raun aðeins safn tilvitnana í aðra texta. Forrit Bulhaks er matað með rit- gerðum og orðalistum sem það síðan vinnur úr eins og höfundar gera, setur orð í málfræðilegt samhengi. Eini munurinn á ritgerðum forrits- ins og raunverulegs höfundar er sá að forritið er ekki fært um að búa til vitræna heild úr orð- unum og tilvitnunum sem hún vinnur úr. Þegar upp er staðið eru Sokal og Bulhak því erkipóstmódernistar. BULLAÐ Í NAFNI PÓST- MÓDERNISMA Alan Sokal hlær sennilega enn, segir ÞRÖSTUR HELGASON, því landi hans Andrew C. Bulhak, hefur hannað forrit sem framleiðir póstmódernískar fræði- greinar í anda Sokals – þær virðast við fyrstu sýn ósviknar en eru við nánari athugun algjört bull. throstur@mbl.is Ein af tæplega 800.000 greinum eftir hið póstmóderníska forrit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.