Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 FJÓRÐA bók Dan Brown The Da Vinci Code, eða Da Vinci- dulmálið eins og útleggja mætti heiti hennar á íslensku, er að mati gagnrýnanda The New York Times gátum hlaðin upp- lífgandi og gáfuleg spennusaga. „Orðið er Vá,“ segir í ummæl- um gagnrýnandans, sem telur rithöfund ekki hafa skemmt sér jafnvel við að leiða lesendur sína í æsispennandi eltingarleik þar sem þeir eru leiddir í gegn- um einn hluta á eftir öðrum frá því fyrsta Harry Potter-bókin kom út. En The Da Vinci Code hefst á morði í Louvre-safninu í París, sem síðar leiðir í ljós óhugnanlegt ráðabrugg um að ljóstra upp leyndarmáli sem leynisamtök hafa vakað yfir frá því á dögum Krists. Eiginkonur Hinriks BRESKI sagnfræðingurinn David Starkey sendi nýlega frá sér bókina Six Wives: The Queens of Henry VIII, eða Sex eiginkonur: Drottningar Hinriks VIII. Líkt og heiti bókarinnar gef- ur til kynna fjallar Starkey þar um Hinrik VIII og eigin- konur hans en að mati gagnrýnanda Daily Telegraph tekst Starkey ein- staklega vel upp með að setja fram nýjar, flóknar og áhuga- verðar sagnfræðilegar kenn- ingar sem engu að síður ná að hljóma áhugaverðar í eyrum hins almenna lesanda og eignar blaðið þetta ekki hvað síst hisp- ursleysi hans í frásögn sinni af einkalífi Hinriks. Kölski klæðist Prada EIN af þeim bókum bandaríska metsölulistans sem vakið hefur töluvert umtal þar í landi und- anfarið er saga Lauren Weis- berger The Devil Wears Prada, eða Kölski klæðist Prada. Sag- an segir frá stormasömu sam- starfi Andreu Sachs, sem starf- ar sem aðstoðarmaður ritstjóra tískuritsins Runway, við yf- irmann sinn. The Devil Wears Prada þykir lítt dulbúin reynslusaga Weisberger sjálfr- ar sem um tíma starfaði á Vogue og lýsingu hennar á rit- stjóranum telja flestir eiga við Önnu Wintour, ritstjóra blaðs- ins. Weisberger hefur þegar fengið dágóða summu frá kvik- myndafyrirtæki í Hollywood fyrir kvikmyndahandritið að sögunni. Ástfanginn án þín ÓENDURGOLDIN ást og hegð- un þeirra er fylgjast með úr leyni og elta ást sína á röndum án þess að eiga við hann, eða hana, nánara samband er við- fangsefni Gregory Dart í bók hans Unrequited Love: On Stalking and Being Stalk, sem útleggja mætti á íslensku sem Óendurgoldin ást: Um elti (stalking) og að vera eltur. Dart kynntist elti af eigin raun er kona sem hann kynntist á ráðstefnu taldi sig ástfangna af honum eftir fund þeirra og tók til við að elta hann. Bókin byggist þó ekki engöngu á reynslu Darts sjálfs heldur fjallar hann þar ítarlega um hið breytilega eðli óendurgoldinnar ástar, allt frá þeirri rómantík sem einkennir frásagnir rithöf- unda á borð við Stendahl að öllu skuggalegri hliðum ást- arinnar. ERLENDAR BÆKUR Da Vinci- dulmálið Starkley S UMARIÐ tók daginn snemma í ár og nú er hver túnbleðill fullur af heiðgulum fíflum. Margir hafa ama af þessari harðgeru jurt og berjast gegn vexti hennar með öllum ráðum. Fátítt er þó að ár- angur baráttunnar sé í samræmi við erfiðið, því fífillinn sprettur aftur og aftur, jafnvel af ofurlítilli örðu af sjálfum sér sem óvart varð eftir í moldinni. Samt er bar- áttunni haldið áfram og það er út af fyrir sig göf- ugt. Þegar þessi pistill er skrifaður á fimmtudags- kvöldi vofa tvennir miklir sjónvarpsviðburðir yf- ir. Annars vegar fegurðarsamkeppnin, sem verð- ur blessunarlega afstaðin þegar pistillinn birtist, og hins vegar Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, sem við ættum kannski að skamm- stafa og kalla Sess í staðinn fyrir „evróvisjón“. Báðir eru þessir viðburðir áþekkir fíflagróðri. Það er auðvelt að láta þá fara í taugarnar á sér þar sem þeir fletjast yfir allt og leitast við að staðla alla heimsins túnbleðla. Það er hægt að berjast gegn þeim, en þeir birtast alltaf aftur að ári, hversu hart sem barist er gegn þeim. Það yljaði mér að heyra að femínistar ætluðu að mótmæla fegurðarsamkeppninni í ár. Slíkra viðbragða hef ég lengi saknað og finnst eins og konur hafi látið niðrandi fyrirbærið óáreitt allt of Gufunni. Það eru spár, athygliskeppni, fatapæl- ingar, hver innantóm arða fær athygli. Ég hef varið drjúgum hluta ævinnar í að sneiða hjá söngvakeppninni en gengið misjafnlega. Það hófst þegar vinsamlegur frændi vildi gleðja mig tólf ára gamlan og setti plötu á fóninn svo ég mætti heyra „vinsælustu lögin í Evrópu“, eins og hann orðaði það. Þetta var kringum 1960. Annað eins samsafn af hungurgóli hafði ég aldrei heyrt og sárvorkenndi frænda mínum að vita ekki bet- ur. Hafði rokkið alveg sneitt hjá garði hans? Eitt sinn þóttist ég hólpinn. Flaug af landinu ásamt fleirum með sýningu á leiklistarhátíð sama kvöld og keppnin fór fram. Við vorum sæl að sleppa við keppnina það árið. Maðurinn sem tók á móti okk- ur á flugvellinum tilkynnti að hann hefði tekið keppnina upp fyrir okkur! Þar með var kvöldið ónýtt og nóttin fór í slagsmál. Niðurlagið á löngum enskum brandara um plágur heimsins hljóðar á þá leið að heimurinn farist ef Ísland vinnur söngvakeppnina. Kannski fulldjúpt í árinni tekið, en víst er að sigur í keppn- inni étur rýrt framleiðslufé Sjónvarpsins til margra ára. Og nú er full ástæða til að óttast það því gersemin Birgitta, stúlkan með Natalie Wo- od-augun, er til alls líkleg; hún vill vera hún sjálf en ekki stöðluð eins og túnfífill. lengi, eða allar götur síðan Rauðsokkurnar skáru upp herör kringum 1970. Fátt er eins mótsagna- kennt og fegurðarsamkeppnir nú á tímum, þar sem fegurðarstjórarnir reyna að dylja tilgang þeirra og eðli með því að láta sem persónuleiki stúlkutetranna skipti einhverjum sköpum fyrir úrslitin. Til hvers eru sundfötin? Til að persónu- leikinn komi í ljós? Ég vissi ekki að hann væri í lærunum. En hvað er ég að æmta? Landbúnaðar- ráðherra lagði blessun sína yfir fyrirbærið í frétt- unum, enda vanur gripasýningum. Ég get ekki annað en vonað að dökkhærð stúlka hafi unnið að þessu sinni. Það mætti heita verulega frumlegt. Sess, eða söngvakeppnin, er náskyld fegurð- arsamkeppnum vegna þess að hún miðar að því að finna hinn eina staðal, hinn samevrópska poppstaðal. Menn þykjast þekkja dæmigert evrulag. Ef hægt er að komast hjá því að horfa á fegurðarsamkeppni eða vita nokkurn skapaðan hlut um fyrirbærið þá er það alveg vonlaust þeg- ar söngvakeppnin er annars vegar. Þessi óværa er hösuð upp úr öllu vitrænu valdi, það er klifað á hverju smáatriði í öllum fjölmiðlum, líka gömlu FJÖLMIÐLAR TÚNFÍFLAR OG FLEIRA SKYLT Það yljaði mér að heyra að fem- ínistar ætluðu að mótmæla feg- urðarsamkeppninni í ár. Á R N I I B S E N Allt þetta á eftir að breytast. Mikið. Það lítur út fyrir að tæknilandslagið eigi eftir að þjappast enn nær okkur, grípa í auknum mæli inn í líkama okkar og hafa þar með grundvall- aráhrif á sjálfsvitund okkar, sjálfs- skilning og sjálfsupplifun. Hver verð ég? Verð ég ég? Er ég ég?’ Úlfhildur Dagsdóttir tmm Æðisgengin Guðrún Eva Mínervudóttir, svo einstök og götustúlkuleg að mér féll- ust hendur í mínum pena slopp, með mína penu bók. Hún var hættuleg. Í leðurbuxum og með eldfimt handrit, alveg laust við stafsetningarvillur. Hún var æðisgengin. Handritið sem hún lét mig fá var æðisgengið og öll önnur handrit sem hún hefur skrifað eru æðisgengin – og líka öll handrit sem hún á eftir að skrifa. Æðisgengnari en allir höfundar Ís- lands samanlagðir. Svo æðisgengin að þau öskra á tannlæknanemana í lessalnum í Þjóðarbókhlöðunni, bíta tær bókmenntafræðinga og bryðja hægláta íslenskufræðinga; svo ekki sé minnst á hvaða áhrif þau hafa á prófarkalesara eða bara fólk al- mennt, eins og einstæðar mæður og fíkla í reykvískum gettóum á borð við Grafarvoginn. Þau eru æðisgengn- ari en lífið sjálft. AuðurJónsdóttir Kistan www.visir.is/kistan DAGLEGT líf mitt er þegar umvafið nýjustu tækni og vísindum. Tölvan mín leiðréttir málfar mitt og stafsetn- ingu jafnóðum og ég skrifa, hún ger- ir tillögur um orð og þverneitar mér um ýmsar sérviskur í málfari (svona álíka og illskeyttur prófarkalesari sem vill ekki leyfa mér að skrifa skrýmsl með yfsiloni og án i-s). Í stof- unni minni eru tveir skjáir sem keppa um athygli mína, sjónvarpið og tölv- an. Ég horfi meira inn í þá en út um gluggann, því skjáirnir mínir eru gluggar út í heiminn, en ekki bara út í garð. Samskipti fara að stórum hluta fram í gegnum tölvuskjáinn, ég skrifa og tek á móti tugum tölvu- skeyta daglega. Samtals eyði ég lík- lega að meðaltali 5 tímum á dag (7 daga vikunnar) fyrir framan tölvu- skjáinn. Það er mikið en þó minna en margir aðrir. Fræðsla og afþreying er helsti kostur sjónvarpsskjásins, sem tekur upp allavega 3 tíma á dag af mínu lífi. Aftur veit ég að sá tími er mun skemmri en hjá mörgum öðrum. 8 tímar farnir, 8 í svefn, hvað geri ég við hina 8? Elda við eldavélina, mat sem ég tek úr ísskápnum, hlusta á tónlist úr geislaspilara, fer í bíó, les við rafmagnsljós, ekki ein einasta mínúta í lífi mínu er án tæknilegrar íhlutunar. Þegar ég geng um götur borgarinnar er ég skilyrt af bílaum- ferð og umferðarljósum og þegar ég sit á kaffihúsi hlusta ég á tónlist úr hljómflutningstækjum – og horfi á sessunaut minn tala í farsímann sinn. Morgunblaðið/RAX Fangaður! SÖGUÞÆTTIR AF SÆBORG IÞað þarf enginn að vera hissa þótt fólk lýsi undr-un sinni á list Matthews Barneys. Hvað í ósköp- unum er maðurinn að fara? Hver er hin raunveru- lega merking alls þess sem hann hefur borið á borð fyrir aumingja listunnandann? Hljóta njótand- anum ekki að fallast hendur? Hlýtur hann ekki að klóra sér í títuprjónshausnum? IIHeimurinn sem Matthew Barney hefur skapað ágrundvelli cremaster, vöðvans sem ýmist lyftir undir eistu karla eða lætur þau síga niður eftir því hvort það er heitt eða kalt, hvort karlinn er hrædd- ur eða í góðu jafnvægi o.s.frv., virðist geysilega víð- áttumikill. Hann virðist vera eins konar Ódysseifs- kviða, epískt sagnaljóð sett saman úr aðskiljan- legustu táknmyndum nútímans. IIIVerk Barneys virðast vera einhvers konarferðalag um margbrotið landslag vestrænnar menningar, ofan í þessa deiglu þar sem allt virðist bráðna saman í eitthvert óskiljanlegt ferlíki, ferða- mark til að glíma við. Stöðug samkeppni viðheldur spennunni og tryggir endurnýjun keppendanna. Sú nöturlega spurning leynist bakvið þessar áratugar- löngu vangaveltur listamannsins hvort listin sé nokkuð háleitara en innantómur metingur. Hver verður svo heppinn að detta í lukkupott listsafn- arans?“ VMatthew Barney stendur einmitt á þeim tíma-mótum nú að hafa náð áfangastað, að hafa lok- að Cremaster-hringnum eins og hann kallar verk sitt. Og það er sannarlega einstakt að svo ungum listamanni skuli hafa tekist að skapa jafn heil- steyptan og margbrotinn heim og raun ber vitni. En kannski er stærsta spurningin núna þegar við fáum tækifæri til að njóta hins stórbrotna sagnaljóðs hvort hetjunni takist að vinna gyðjuna aftur, finna nýja leið að hjarta hennar. Í viðtali sem birtist í Les- bók í dag ýjar Barney að því hvernig hann ætlar að fara að. lag þar sem Barney ratar í ótrúlegustu raunir, hitt- ir hrikalegustu skrímsli og nútímalegar goðsagna- persónur og þarf sjálfur að bregða sér í ólíklegustu gervi til að komast á áfangastað. Nema hvað, þegar áfangastað er náð stendur listamaðurinn og hetjan frammi fyrir hinni mestu raun, að vinna gyðjuna á sitt vald á ný. IVÍ grein um Barney sem Halldór Björn Run-ólfsson birti hér í Lesbók 19. október síðastlið- inn – og ástæða er til að benda sérstaklega á nú – segir að margir sjái djúpa, undirliggjandi gagn- rýni, og sjálfsgagnrýni, birtast með ýmsum hætti í öllum verkum Barneys. Halldór Björn segir: „Það er gagnrýni á taumlausan metnað okkar nútíma Vesturlandabúa, sem sprettur af enn taumlausari kröfum okkar um mannlega fullkomnun. Milli íþróttamannsins og listamannsins er lítill munur að mati Barneys. Í báðum herbúðum ríkir fagur- fræðileg harka sem heimtar sífellt betri árangur, fleiri og erfiðari þrautir til að leysa og hærra tak- NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.