Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. OKTÓBER 2003 FYRSTA bindi ævisögu kól- umbíska rithöfundarins Gabr- iels Garcia Márquez kemur út í enskri þýðingu nú í byrjun nóv- embermánaðar. Vivir Para Cont- arla, eða Living to Tell the Tale eins og enska út- gáfan heitir, er afrakstur þriggja ára vinnu Márquez, sem á þeim tíma lagði nótt við dag í rannsókn- arvinnu og skrif. Í bókinni rekur höfundurinn ástarsögu foreldra sinna og lýs- ir því hvernig ást hans á bók- menntum varð til þess að hann gerðist blaðamaður og síðar rit- höfundur. Inn í frásögnina tvinnar Marquez jafnframt út- leggingu á sögu fósturlands síns og lifandi lýsingu á um- hverfinu sem hann ólst upp í, m.a. minnist hann þess að hafa spilað rússneska rúllettu við lögreglumann og útskýrir vin- áttu sína og Fidels Castros. Á lokasprettinum SKOSKI rithöfundurinn Alasdair Grey, sem stundum er nefndur rithöfundur rithöfund- anna, sendi nýlega frá sér smá- sagnasafnið The Ends of Our Tethers. Alls eru 13 sögur í bókinni, sem að mati gagnrýn- anda Guardian einkennist af sömu skerpu og sérkennileg- heitum og fyrri verk höfundar, auk þess að vekja lesandann til umhugsunar um hinar ýmsu heimspekilegu vangaveltur. Viðfangsefni Greys í bókinni er fólk sem er á lokastigi lík- amlegrar, siðferðilegrar eða fé- lagslegrar hrörnunar og út- skýrir það íhugulan en jafnframt stundum þungan tón sagnanna. Guardian telur ekki við hæfi að líkja bókinni við hin frábæru en tilraunakenndu skrif Greys í Unlikely Stories Mostly og Ten Tales Tall and True, en segir The Ends of Our Tethers engu að síður á sinn sérstaka og hljóðláta hátt vera með hans ánægjulegustu verkum. Náð Ullmanns á tíu tungum UNNIÐ er nú að því að þýða þriðju skáldsögu norska rithöf- undarins Linn Ullmann á tíu tungumál að því er greint var frá á netmiðli norska ríkis- útvarpsins NRK á dögunum. Nåde, eða Náð eins og heiti bókarinnar gæti útlagst á ís- lensku, mun þannig á næst- unni koma út á þýsku, frönsku, ensku, íslensku, dönsku, sænsku, finnsku, ítölsku, spænsku og katalónsku. Bandaríska forlagið Knopf er meðal þeirra sem sýnt hafa Ull- mann athygli og keypti forlagið útgáfuréttinn að bókinni þar í landi. Nåde er þó ekki eina bók Ullmann sem Knopf hefur sýnt áhuga því forlagið gaf út aðra skáldsögu hennar Når jeg er hos deg, eða Stella Descending eins og hún heitir á ensku. Sú bók hefur fengið lofsam- lega dóma í bandarískum fjöl- miðlum. Þannig sagði New York Times söguna ná fram „dáleiðandi þrá“ en Washington Post líkti henni við „hillingar í ágústhita“. ERLENDAR BÆKUR Lifað til að segja frá Gabriel Garcia Màrquez Linn Ullmann Þ JÓÐIR og þjóðlönd öðlast orðspor með ýmsum hætti og sumar fá jafn- vel lífseig viðurnefni. Það er talað um auðug lönd og fátæk lönd, fisk- veiðiþjóðir, lýðræðisríki, menning- arþjóðir, þróunarríki, iðnveldi, her- veldi o.s.frv. Við höfum stundum nefnt okkur fiskveiðiþjóð og landið jafnvel verstöð. Í annan tíma þykir okkur notalegt að punta okkur með nafngiftum á borð við bóka- þjóð og jafnvel bókmenntaþjóð, þó stundum heyr- ist að við eigum naumast innistæðu fyrir slíku. Ég fæ ekki betur séð en við höfum öðlast rétt til að fá enn eitt viðurnefnið, en það er auraþjóð, jafnvel auðveldi. Auðveldið Ísland! Þetta hvarflaði að mér þegar ég fletti 15 ára af- mælishefti tísku- og lífsstílstímaritsins Marie Claire frá því í september sl. sem dyggur lesandi þess benti mér á. Þar mátti sjá forvitnilegan en óvísindalegan samanburð á kjörum 15 ára stúlkna í ýmsum heimshornum, sem byggðist á stuttum viðtölum við sjö stúlkur frá jafnmörgum löndum. Ein þessara stúlkna var íslensk, bjó í Reykjavík og virtist skynsöm, vel gefin og ágætlega upplýst, ekki síður en hinar stúlkurnar. Það sem ég hjó eft- ir voru vasapeningarnir. Hún kvaðst hafa 50.000 krónur á mánuði, en að vísu hjálpaði hún til á heimilinu. Það gerir 12.500 krónur á viku. Blaða- maðurinn spyr vitaskuld í hvað hún eyði pening- unum og segist hún hafa gaman af að kaupa föt en mest fari í að kaupa geisladiska. Stúlkan kveðst hafa andstyggð á reykingum og drykkjuskap. Eðlilega hrökk ég við þegar ég las upphæðina og flýtti mér að athuga hvað stúlkurnar í hinum löndunum hefðu milli handa. Í viðtalinu við Hellen sem býr í Naíróbí í Kenía er ekki minnst á pen- inga og virðist reyndar ekki mikill tími aflögu hjá henni til þess að eyða þeim ef hún ætti. Asma Abu Ward sem býr í Gaza í Palestínu kveðst ekki fá vasapeninga, en foreldrar hennar gefi henni stundum svolitla peninga ef hún vill hitta vini sína eða systur. Elise í Denver, Colorado í Bandaríkj- unum, rekur eigið fyrirtæki ásamt bróður sínum og gefur ekki upp tekjur, en kveðst eyða innan við 50 dölum (3.800 kr.) í sjálfa sig á mánuði. Hin jap- anska Haruno sem býr í Tókíó eyðir um það bil 8.000 jenum (rúmlega 5.000 kr.) á mánuði í að skemmta sér, en fær aukreitis ef hún þarf að kaupa föt. Argentíska stúlkan Pricilla í Búenos Aires starfar sem fyrirsæta, en eyðir þó ekki nema 150 dollurum á mánuði, sem mun vera lið- lega 4.000 krónur. Ég á reyndar ákaflega bágt með að trúa því að íslenskir unglingar hafi almennt 50.000 krónur til einkaneyslu í hverjum mánuði ársins og hef aldrei heyrt aðra eins tölu í þessu sambandi. Upphæð vasapeninganna og miklir yfirburðir stúlkunnar í einkaneyslu eru þó aldeilis ágætlega í stíl við hið sjálfumglaða og vellauðuga íslenska samfélag, sem þykir sæma að stæra sig af auði sínum á sama tíma og það tímir ekki að gefa framlög við hæfi til þróunarríkjanna. Enda hefur það orð löngum farið af okkur að í utanríkismálum viljum við fá sem allra mest fyrir sem allra minnst. Auð- veldið fer auðveldu leiðina. Vitaskuld er verðlag allt snöggtum hærra hér en í öðrum löndum auk þess sem hér þarf að borga fyrir ótrúlegustu hluti vegna verðsamráðs þeirra stóru. Þannig má naumast bjóða banka- starfsmanni góðan dag án þess að því fylgi óskilj- anlegur kostnaður. Það breytir þó ekki því að um- heimurinn botnar ekkert í því hvað 15 ára unglingar á Íslandi hafi að gera við 50.000 krónur í vasapeninga á mánuði, en skilur væntanlega bet- ur hvers vegna við erum svona naum á aurana þegar kemur að meðlíðan með náunganum í þriðja heiminum og samhjálp þjóðanna. Á R N I I B S E N FJÖLMIÐLAR AUÐVELDIÐ ÍSLAND! Ég fæ ekki betur séð en við höf- um öðlast rétt til að fá enn eitt viðurnefnið, en það er aura- þjóð, jafnvel auðveldi. Auð- veldið Ísland! Þetta hvarflaði að mér þegar ég fletti 15 ára afmælishefti tísku- og lífsstíls- tímaritsins Marie Claire frá því í september sl. MENNTUN samtímans á ekki bara að gera menn hæfa til að ryðja flest- um ásteytingarsteinum úr vegi held- ur gera menn ríka, fræga, granna og ánægða. Í þokkabót á hún að geta gert alla lipra við að fara með hagtölur, gera línurit, taka þátt í skoðanakönnunum, birta nið- urstöður úr þeim og trúa þeim eins og vísindalegum sannleika. Og þess vegna étur hver upp eftir öðrum: Aukin menntun gerir menn sam- keppnishæfa á alþjóðavettvangi! Fólk trúir þessu auðvitað eins og nýju neti af ótta við að annars væri það flokkað með þorskhausum. Allar framfarir eiga að vera byggðar á menntun. Menntunin á að frelsa mannkynið með góðgerð- um sem eru framkvæmdar ýmist með valdi, hörku eða hreinu for- varnarstarfi gegn heimsku, grimmd og óréttlæti. Auðvitað eru vísindin fremst í flokki á þessum góðgerð- arsviðum. Vísindin efla alla dáð. Menn trúa því líka auðvitað eins og nýju neti. Og ekki má hindra hina vitru, ekki er hægt að koma vitinu fyrir þá í neinu máli. Þeir eru of vitrir og rök- fastir til þess að venjulegt mannsvit bíti á heilann í þeim. Annað væri glæpur gegn gáfnafarinu, móðgun við skóla og vanþakklæti í garð kennara, kannski kvenna því konur eru kynið sem hefur sigrað í næstum öllum skólastofum. Það er einrátt við töflurnar, á göngunum sem ganga- verðir, á klósettum sem klósettverðir, í skólaeldhúsinu og við skúringar sem ræstingarfræðingar. En auðvitað er skólastjórinn karlkyns. [...] Það er engu líkara en allir séu sammála um að ekkert megi hindra vísindin þótt þau kunni að fara sjálf- um sér og öðrum að voða. Er þá æðri menntun komin á loka- stig, þannig að hún falli um sjálfa sig og vitið, að hvorttveggja eyði sér með villuráfandi gerðum og enginn þori að horfast í augu við eyðing- armáttinn vegna upprunalegu goð- sögunnar um menntunina? Þorir enginn að vera ókurteis og segja: „Varið ykkur á menntuninni“? Guðbergur Bergsson www.jpv.is Morgunblaðið/RAX Eru þeir ráðvilltir í Færeyjum? VARIST MENNTUNINA I Fjölskylda hafði fylgst með vopnaðri lögreglusveitumkringja hús nágrannans en inni var vopnaður maður. Fjölskyldunni var tilkynnt að hún gæti verið í lífshættu og hún ætti því að halda sig til hlés í húsi sínu. Fjölmiðlar voru mættir á staðinn og tóku at- burðarásina upp. Eftir að hættuástandi er aflýst er tekið viðtal við fjölskylduna sem er greinilega slegin yfir því sem gerst hafði. Fréttamaðurinn beinir spurningu til móðurinnar um það hvort fjölskyldan hafi séð það sem fram fór og hún svarar ábúðarfull: Já, við sáum þetta bara í beinni útsendingu hérna út um gluggann. Raunveruleikinn hefur vikið fyrir beinu útsend- ingunni. Við komum ekki einu sinni auga á hann þegar hann ryðst með ofbeldi inn á heimili okkar. II Í dagblaðsfrétt um mikil flóð í Evrópu er lýstöngþveiti. Rætt er við íslenskan mann í fréttinni sem er íþróttahetja og hann segist í óðaönn að flytja húsgögn og annað innbú upp á efri hæðir húss síns. Blaðamaður bætir því við að í bakgrunni megi heyra sírenuvæl og bílflaut. Íþróttamaðurinn segir algjöra ringulreið ríkjandi og bætir síðan við: Þetta er allt afskaplega óraunverulegt og minnir mest á kvikmynd. Jafnvel þegar fólk horfir fram á að hús þess muni sökkva í vatn finnst því atburðir ekki raunverulegir. Slíkir atburðir gerast einungis í stórslysamyndum og því geta þeir ekki verið raunverulegir. Við lifum undir öruggri ábreiðu kvikmyndanna. III Ungur maður segir frá því hvernig hann fjöl-faldar sjálfan sig á Netinu. Líkami hans situr á stól en andi hans afholdgast um leið og hann slær sig inn á vefinn og tekur að margfalda sig. Hann á í samræðum við ýmsa á tölvupóstinum og spjallrás- unum. Og hann er aldrei sá sami, í hvert sinn sem hann kynnist einhverjum nýjum á Netinu endurnýj- ast hann, hann verður sá sem við á hverju sinni. Þegar hann aftengir sig segist hann ekki viss um hver hann sé. Honum þykir þó mikilvægt að gleyma því ekki að hann er fyrst og fremst líkamleg vera. Hann horfir í spegil og fær staðfestingu á því að út- lit hans er enn hið sama og að hann er enn hér í þessum heimi. IV Sjónvarpsstöðin var í mesta lagi þriggja áragömul. Hún hafði lagt áherslu á að sýna inn- lent efni en einnig sýnt talsvert af amerískum sjón- varpsþáttum af ýmsu tagi. Innlenda efnið hafði umfram allt verið spjall- þættir og sjaldnast spjallað um annað en dæg- urflugur. Uppskriftin hafði ekki gengið nægilega vel og nú átti þessi stöð í rekstrarerfiðleikum. Hún hafði því brugðið á það ráð að endursýna spjall- þætti sína á besta útsendingartíma, kl. 9 á laug- ardagskvöldum. Dagskrárliðurinn gekk undir nafninu „Klassíski klukkutíminn“. Tíminn hefur aldrei beinlínis numið staðar þótt við hafi legið á dimmum vetrarkvöldum og ekkert annað í boði en dagskrá gufunnar. En tíminn hefur aftur á móti aldrei farið jafn hratt og nú þegar hraði rafboðanna og magn stafrænu leiðanna hafa rúið hugtök á borð við klassík og hefð inntaki sínu. V Karlmaður í danskri kvikmynd segir að konurhorfi á sápur vegna þess að þær geti ekki kvatt. En, hugsar áhorfandinn með sér, þær hafa þegar kvatt, þær hafa kvatt veruleikann. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.