Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. júlí 2004 | 13 Um mitt sumar léku Sykurmolarnir átónleikum Stuðmanna í Laugardals-höll og fengu fyrir tíma í hljóðveriStuðmanna, Grettisgati. Þar tók sveit- in upp fjórtán lög sem orðið höfðu til á æfingum hljómsveitarinnar í Verinu, æfingaplássi við Reykjavíkurhöfn. Vinnan gekk hratt fyrir sig og hljómsveitarmenn skiptust á að sitja við upptöku- borðið því ekki var til peningur fyrir upptöku- manni. Ætlunin var að nýta hagnað af póst- kortasölu til að gefa út smáskífu hér á landi fyrir jól, en breska fyrirtækið One Little Indian ætlaði að gefa út plötu með hljómsveitinni ytra, fyrst sjötommu og síðan breiðskífu. Búið var að ákveða hvað platan átti að heita, Life’s too Good, og þá vitnað í Jóhannes Ósk- arsson, Jóhamar. Fyrsta smáskífan, 7" Einn mol’á mann, vakti þokkalega athygli hér á landi, en óhætt er að segja að ensk útgáfa hennar, Birthday, hafi gert allt vitlaust því óforvarandis var hljómsveitin komin á forsíður helstu poppblaða Bretlands og afstaða manna til breiðskífunnar gjörbreyttar, allra augu beindust að sveitinni og kröfurnar til hennar urðu allt í einu miklu meiri. Lögin tólf sem eftir voru voru svo unnin vet- urinn 1986/97, meðal annars af þeim Derek Birkett, eiganda One Little Indian, og Ray Shulman, forðum liðsmanns Gentle Giant ef ein- hver man þá ágætu sveit lengur. Talsvert þurfti að vinna lögin, enda þótti þeim sem um véluðu hljómurinn í Grettisgati ekki nema miðlungi góð- ur fyrir alþjóðlega útgáfu. Það heyrist og á plöt- unni og þegar hlustað er á hana í dag er ekki ör- grannt um að manni finnst sum laganna fullfáguð. Þeir sem sáu Sykurmolana spila hér á árum áður muna eftir lögunum sem enduðu á plötunni í íslenskum búningi, því þannig voru þau alltaf spiluð hér á landi, og mörgum fannst þau, og finnst kannski enn, ekki hljóma eins vel á ensku; það er til að mynda allt annar blær á Tekið í takt og trega en F***ing in Rhytm & Sorrow, Heil- agur skratti hljómar mun betur en Delicious Demon og svo má telja. Textalega eru og nokkur tilbrigði og sumar línur breyttu um merkingu við að vera snarað á ensku. Ensku textarnir eru þó ekki síður súrir en þeir íslensku, upp fullir með goðgá, klám og súrrealíska kímni. Tónlistin á plötunni stendur einnig vel fyrir sínu, að vísu ekki eins grallaraleg og kraftmikil og á tónleikum Molanna, nema hvað, en hún hljómar afskaplega fersk í dag, sextán árum eftir að hún kom út. Hljómsveitin átti ekki eftir að gera aðra eins plötu þó tvær breiðskífur kæmu út til viðbótar (þrjár ef Illur arfur er talinn sér), enda hvarf að mestu galsinn sem gegnsýrir laga- smíðarnar, fjörið og ungæðishátturinn við það að allt varð að svo mikilli alvöru. Ensk útgáfa plötunnar var með tíu lögum og aukalagi: Traitor, Motorcrash, Birthday, Delic- ious Demon, Mama, Coldsweat, Blue Eyed Pop, Deus, Sick for Toys, F***ing in Rhythm & Sorr- ow og Take Some Petrol Darling (aukalagið). Sama lagaskipan á vínyl og geisladisk. Á banda- rískri geisladisksútgáfu plötunnar voru aukalögin sjö, Take Some Petrol Darling, Cowboy, I Want, Dragon, sem var í kvikmyndinni Skyttan, Cat á íslensku, Coldsweat remix og Deus remix. Þess má geta að platan var gefin út í fimm mismun- andi umslögum, hvert í sínum skæra litnum. Al- vöru safnarar eiga þau öll. Life’s too Good er fimm stjörnu plata og þó önnur verk Sykurmolanna nái ekki upp í hana, var hún vendipunktur í íslenskri rokksögu, fyrsta íslenska platan sem náði heimsdreifingu og sölu - „tímamótaverk í íslenskri rokktónlist“ eins og sagði í umfjöllun um hana í Morgunblaðinu á sín- um tíma. Life’s too Good kom út 25. apríl 1988. Tímamótaverk í íslenskri rokktónlist Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is D amon Gough var á leið út í mat- vörubúð í Manchester með eins árs son sinn, Óskar, vordag einn fyrir rúmu ári, þegar flóðgáttir himins opnuðust skyndilega. Þeir feðgar biðu af sér gríð- arlega rigninguna í næstu dyragætt. Þegar heim var komið varð bersýnilegt að hús- ið þoldi ekki þessar miklu rigningar. Stofuþakið lak. Damon hringdi í föðurbróður sinn, Will Gough, og bað hann um að laga þakið. Hann sam- þykkti að sjálfsögðu að hjálpa frænda sínum. Viku seinna, um svipað leyti og Damon hóf upptökur á nýju plötunni sinni, sem seinna hlaut nafnið One Plus One Is One, hóf Will viðgerðir. Dag einn spurði Damon föðurbróður sinn um föð- ur hans, afa Damons, sem hon- um hafði verið sagt að hefði lát- ist í seinni heimsstyrjöldinni, innrásinni í Normandí. Will sagði bróðursyni sínum frá því þegar hann fór til Norður-Frakklands, 34 ára að aldri, til að vitja leiðis föður síns. Þegar hann fann gröfina fannst honum eins og hann væri að horfa á eigin legstein: William Gough – 34 ára Sá sem lifir í hjörtum ástvina sinna deyr ekki. Þessi eftirmæli afa Damons snertu streng í hjarta hans. Hann ákvað, meðvitað eða ómeð- vitað, að þarna væri komið þema plötunnar sem hann var að byrja að vinna. Enda notaði hann þessa setningu: „To live in the hearts of those that you loved is not to die“ í laginu „Take the Glory“. Dauðinn er þannig nálægur á plötunni, en aldr- ei yfirþyrmandi eða sorglegur. Í október, þegar Damon átti afmæli, hitti hann góðan vin sinn, Matt Lanyon, sem átti í miklum erfiðleikum vegna fíkniefnaneyslu. Matt gaf vini sínum mynd af sér í barnæsku, fyrir framan eplatré móður sinnar. Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti skrifaði hann aftan á myndina: Til Damons, til hamingju með afmælið, ást- arkveðjur frá Matthew. Þetta var laugardagur og á þriðjudeginum var Matt látinn. Damon og vinir hans slepptu 33 blöðrum í minningu hans nokkrum dögum síðar. Damon Gough fæddist í Manchester á Eng- landi 2. október árið 1970. Eins og glöggir Sting- aðdáendur taka ugglaust eftir á hann því fæðing- ardaginn sameiginlegan með þeim sköllótta bassaleikara, þótt nokkuð mörg ár skilji þá að. Damon fékk reyndar skyndilegan áhuga á Sting og hljómsveit hans í æsku, The Police, þegar hann komst að því að þeir ættu sama afmælisdag. Foreldrar hans gáfu honum hljómborð, Casio VL Tone, þegar hann var ellefu ára. Af- greiðslumaðurinn forritaði trommurnar og bass- ann úr laginu „Don’t You Want Me“ með Human League inn á gripinn, Gough til mikillar ánægju. Hann eyddi frístundum sínum næstu mánuðina í að spila með lögum Howards Jones og Nick Kershaw, þar til hann hóf að semja lög á hljóm- borðið við taktinn í saumavél móður sinnar á neðri hæðinni. Þegar Gough var fimmtán ára fór hann á sína fyrstu tónleika, með „Yfirmanninum“ sjálfum („The Boss“), iðnaðarrokkaranum Bruce Springsteen. Hann varð samstundis eldheitur aðdáandi Yfirmannsins og hefur síðan margoft séð hann á tónleikum. Árið 1995 sá Gough aug- lýsingu fyrir Tascam fjögurra rása upptökutæki, sömu gerðar og Yfirmaðurinn hafði notað við upptökur á plötunni Nebraska frá 1982. Að sjálf- sögðu keypti Gough tækið. Árið 1996 hitti Damon Andy nokkurn Shall- cross, þar sem sá síðarnefndi var plötusnúður á knæpu í Manchester. Þeir höfðu svipaðan tónlist- arsmekk og ákváðu fljótlega að stofna útgáfufyr- irtæki saman. Það hlaut nafnið Twisted Nerve. Gough tók upp listamannsnafnið Badly Drawn Boy og Shallcross tók að kalla sig Andy Votel. Árið sem fyrirtækið var stofnað, 1997, gaf það út fyrstu hljómplötuna, sjötommuna EP1 með Badly Drawn Boy. Öll 500 eintökin seldust. Síðan kom EP2 og 1.000 eintök runnu út. Útgáfufyrirtækinu óx styrkur og það fékk til liðs við sig fjölmarga „költ“-listamenn frá Man- chester, meðal annars Alfie, Dakota Oak og Mum & Dad. Andy, sem er grafískur hönnuður, hann- aði mörg plötuumslög fyrirtækisins og vöktu þau athygli fyrir fegurð. Badly Drawn Boy gerði hins vegar samning við stærra fyrirtæki í London, „óháða“ útgáfufyr- irtækið XL, sem hefur á sínum snærum lista- menn á borð við White Stripes og Basement Jaxx. Plötur Badly Drawn Boy voru þó áfram merktar Twisted Nerve. Árið 2000 kom platan út sem kom Gough endanlega á kortið, The Hour of Bewilderbeast. Hún seldist í heilli milljón ein- taka. Badly Drawn Boy gekk allt í haginn; hlaut Mercury-tónlistarverðlaunin það árið og fór í tón- leikaferð um heiminn. Gough er gríðarlega afkastamikill tónlist- armaður og árið 2001 sendi hann frá sér tvær plötur í fullri lengd. Fyrst kom fyrrnefnd hljóm- plata með lögum úr About a Boy, síðan Have You Fed the Fish? Báðar voru teknar upp í rándýrum hljóðverum í Los Angeles. Gough er ekkert sér- staklega ánægður með þá síðarnefndu, telur sig geta betur. Nýja platan tekin upp heima Og það sannaði hann svo sannarlega með næsta verkefni, eins og fyrr er getið. One Plus One Is One er ekki tekin upp í flottu stúdíói, heldur Moolah Rouge-hljóðverinu í Stockport, nokkrum kílómetrum frá heimili Drengsins. Nálægðin við heimahagana setti mark sitt á plötuna, enda er hún hlý og tilfinningarík. Andy Votel stjórnaði upptökum, en þeir höfðu ekki unnið saman síðan fyrstu EP-plöturnar komu út. „Platan er aft- urhvarf til upphafsins,“ sagði Votel við The In- dependent. „Við höfðum tækifæri til að gera söngvaskáldsplötu. Heiðarlega og bjarta popp- plötu.“ Hann telur upp áhrifavalda á yfirbragð plötunnar: bresku þjóðlagatónlistarmennina Vashti Bunyan og Pentangle, tónlist Pauls Giov- annis við myndina The Wicker Man, L’Historie De Melody Nelson með Serge Gainsbourg og plötuna Innocence and Despair, þar sem mis- lagvissir nemendur við kanadíska Langley- skólann syngja sígild lög frá sjöunda og áttunda áratugnum. Tilurð titilsins, One Plus One Is One, gefur svolitla vísbendingu um persónuleika Damons Gough. Hann er ekki fangi hefðbundinnar hugs- unar. „Ég var þjakaður af meinloku og hugsaði: „Ef einu sinni einn er einn og einn deilt með ein- um er einn, af hverju er þá einn plús einn ekki einn?“ Ég hreinlega skildi það ekki.“ Enskastur allra Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Damon Gough „Ef einu sinni einn er einn og einn deilt með einum er einn, af hverju er þá einn plús einn ekki einn?“ Ef hægt er að tala um að tónlistarmenn séu „mis- munandi enskir“ er Badly Drawn Boy, eða Damon Gough eins og hann heitir réttu nafni, enskastur þeirra. Nick Hornby, sem leikstýrði myndinni About a Boy, segir að tónlist Goughs beri þess greinileg merki að vera ensk, án þess þó að vera „pirrandi ensk“. „Hún er tilfinn- ingarík, hún er lærð án þess að vera tilgerð- arleg; þagnirnar eru ekki rytjulegar, hún er ekki ruddaleg. Hver annar semur svona tónlist?“ spyr Hornby, en Gough samdi tónlistina í fyrr- nefndri mynd. Í lok júní kom út ný plata með Badly Drawn Boy, One Plus One Is One, að margra mati heilsteyptasta og besta verk lista- mannsins til þessa. Tónlistarmaðurinn Frank Black,sem heitir Black Francis þegar hann syngur með Pixies, hefur átt blómlegan feril síðan hljómsveitin hætti árið 1992. Fylgismenn Blacks eru margir á þeirri skoðun að besta einherjaefni hans sé mun betra en efni Pixies, en alls hefur hann sent frá sér níu plötur síðan 1993. Black hefur ekki látið deigan síga að und- anförnu, þrátt fyrir að hafa haft nóg að gera á tónleikaferðalagi með gömlu hljóm- sveitinni sinni. Núna bíða tvær hljómplötur útgáfu, Honeycomb og Frank Black Francis. Sú fyrr- nefnda var tekin upp í Nashville og fékk Black til liðs við sig fjölmarga þaulreynda sveitatónlistarmenn við gerð hennar. Búist er við því að Honeycomb komi út í byrjun næsta árs. Frank Black Francis er að sögn tvöföld geislaplata og senni- lega með því furðulegasta sem lista- maðurinn hefur tekið upp. Um er að ræða nýjar upptökur af Pixies- lögum og samkvæmt óljósum fregn- um er reiknað með því að platan komi út í haust.    Bandaríska rokksveitin PapaRoach, sem naut mikillar vel- gengni með plötuna lovehatetrag- edy og náði öðru sæti bandaríska listans, stekkur nú fram á sjón- arsviðið á ný með smáskífunni „Getting Away With Murder“. Hún kemur reyndar út í ágúst, en lagið er titillag væntanlegrar geislaplötu Papa Roach, sem kemur út 30. ágúst. Lagið er líka lokalag á geisla- plötu með lögunum úr myndinni The Chronicles of Riddick, sem nú er verið að sýna í íslenskum kvik- myndahúsum. Howard Benson stjórnar upptökum á plötunni og Chris Lord Alge sér um hljóðblönd- un, en þeir hafa unnið með lista- mönnum á borð við Hoobastank, P.O.D. og Alanis Morrissette. Á meðal annarra lagatitla á plötunni má nefna „Take Me“, „Be Free“, „Sometimes“ og „Blood“.    Jeff Tweedy og félagar í Wilco,sem sendu frá sér plötuna A Ghost Is Born í lok júní, eru ekkert á því að slaka á. Nú er komið nýtt lag eftir þá á iTunes, tónlist- arveitu Apple- fyrirtækisins. Lagið heitir „Kicking Tele- vision“ og fær þrjár stjörnur hjá gagnrýnanda Pitchfork (pitch- forkmedia.com). Tweedy fór sem kunnugt er í meðferð við verkja- lyfjafíkn í vor, en hann þjáist af mígreni og hefur því þurft á miklu af slíkum efnum að halda. Því frest- aðist tónleikaför hljómsveitarinnar, en nú virðist Tweedy vera kominn á fulla ferð á ný. Taka ber fram að iTunes-forritið virkar því miður að- eins í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, enn sem komið er. Frank Black Papa Roach Wilco Erlend tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.