Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 15
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2004 15 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 9 4 / sia .is Reykjavík Hafnarfir›i Akranesi Patreksfir›i Ísafir›i Akureyri Rey›arfir›i Höfn Vestmannaeyjum Selfossi Sumari› er rétti tíminn til fless a› taka til hendinni úti vi› og fegra húsi›. Í verslunum okkar um allt land starfa fagmenn sem hjálpa flér a› finna rétta litinn og velja gæ›aefni sem henta flínum flörfum. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. Ná›u flér í lit í sumar Vesturbær | Reykvískir framhalds- skólanemar virðast standa fram- arlega í stærðfræðikunnáttu því fimm nemar frá Menntaskólanum í Reykjavík og einn frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð halda til Aþenu á morgun til að taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði en keppnin hefst formlega á mánudag. Þau segjast full tilhlökkunar enda hafi ekkert þeirra komið til Grikk- lands áður. „Maður verður að kaupa búning,“ segir einn og á við búning gríska landsliðsins í knattspyrnu. Þau benda á að keppnin tengist ekkert Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Aþenu í ágúst, þetta sé hrein tilviljun enda keppt á hverju ári. Keppnin verður haldin 12. og 13. júlí, og keppa þjóðirnar ekki sem lið heldur er þetta einstaklingskeppni þar keppendur eiga að leysa þrjú dæmi hvorn dag á fjórum og hálfum tíma. Þau segja að aðalatriðið sé ekki að sigra heldur að hafa gaman af þessu og gera sitt besta. Árangur Íslendinga hefur verið góður í und- anförnum keppnum t.a.m. fengust silfurverðlaun í keppninni árið 1997. „Við byrjuðum í júní,“ segja þau varðandi undirbúningstímann fyrir keppnina. Liðið var valið eftir ár- angri í stærðfræðikeppni fram- haldsskólanna sem haldin er hvern vetur. Úr MR eru Höskuldur Pétur Halldórsson, Jón Emil Guðmunds- son, Salvör Egilsdóttir, Sigþór Bessi Bjarnason og Örn Arnalds- son. Fulltrúi MH er Örn Stefánsson og með hópnum fara þeir Kári Ragnarsson, sem er dómnefnd- arfulltrúi Íslands, og Auðun Sæ- mundsson er fararstjóri. Styrktaraðilar hópsins eru nokkr- ir eins og íslenska mennta- málaráðuneytið, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær. Einnig fengu þau fyrirtækjastyrki frá Íslandsbanka, OgVodafone og Opnum kerfum ásamt því að MR og MH styrkir keppendurna. Morgunblaðið/Jim Smart Þau taka þátt í stærðfræðikeppninni í Grikklandi. Fyrir aftan eru Örn Stefánsson og Sigþór Bessi Bjarnason. Fremst eru Salvör Egilsdóttir, Jón Emil Guðmundsson, Höskuldur Pétur Halldórsson og Örn Arnaldsson. Full tilhlökkunar Taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði HÖFUÐBORGIN Reykjavík | „Það er búið að fresta málinu um þrjá mánuði, því nú er búið að leggja stöður þeirra niður frá 1. október,“ segir Kristín Hafsteinsdóttir, formaður Meinatæknafélags- ins, varðandi þær stöður meinatækna Heilsugæslu Reykjavíkur (HR) sem átti að leggja niður 1. júlí. Hún bendir á að þessi staða sé fyrst og fremst óþægileg fyrir sjúklinga en ekki meintæknana því þeir munu flestir að öllum líkindum fara á biðlaun eftir 1. október. HR og Landsspítali – há- skólasjúkrahús (LSH) gerðu með sér samning í vor sem gekk út á það að LSH tæki við rekstri rannsóknarstofa HR og sjá m.a. um blóðrannsóknir. Sjö meinatæknum HR var því sagt upp störfum 1. júlí en bauðst um leið störf hjá LSH en að sögn Kristínar á verri kjörum og talar hún um skort á stefnu- mótun í heilbrigðismálum. Hún bætir því við að LSH hafi ekki verið í stakk búið að taka við þessari þjónustu því sífellt sé verið að hlaða verkum á spít- alann á sama tíma og verið er að skera niður t.a.m. með upp- sögnum. „Landspítalinn er mjög illa undir þetta búinn,“ segir Kristín og undir það tek- ur Guðmundur Einarsson, for- stjóri Heilsugæslu Reykjavík- ur. Hann bætir því við að það hafi einnig komið í ljós að ekki hafi meinatæknunum verið gerð nægjanlega mikil grein varðandi starfskjör þeirra hjá LSH. Kristín segir að LSH vinni hörðum höndum að koma sínum málum á hreint. Stefnu- mótun skortir Uppsögnum meinatækna frestað um þrjá mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.