Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 3
MINNING HJÓNIN FRÁ LÁGANÚPI. Hildur Magnúsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson Fyrir rúmum 50 árum var ég ráðinn háseti á árabát í Kollsvík í Rauðasandshreppi. Ráðningar- tíminn var vorvertíðin, frá sumar- málum til sláttar. Eigandi bátsins og formaður á honum var Guð- bjartur Guðbjartsson, er þá bjó í Tröð, en það var eitt af grasbýl- unum í Kollsvík. í víkinni voru þá þrjár bújarðir, en auk þeirra nokkur grasbýli, þ.e. íbúðarhús með túnbletti og beitarréttindurn. Bændurnir á grasbýlunum höfðu aðalbjargræði sitt frá sjónum. Stunduðu þeir róðra allt sumarið, frá sumarmálum fram á haust. Skepnur höfðu þeir fáar, einkum kindur, sem þeir heyjuðu fyrir í hjáverkum. Þetta var í fyrsta sinn, er ég fór til sjávar og skipti það því nokkru máli fyrir mig, óvanan unglinginn, að formaðurinn sýndi slíkum háseta skilning við hin nýju vinnubrögð. Það reyndist líka svo, að þar skorti ekkert á. Hef ég aldrei haft af yfirmanni að segja, er meiri sanngirni og rétt- 'laeti hefur sýnt í öllum samskipt- um við undirmenn sína, en Guð- bjarti. Kona Guðbjarts var Hildur kfagnúsdóttir, fríð kona og mynd- arleg. Var hún tíu árum yngri en hann. Virtist mér þau hjón mjög áþekk í ýmsum efnum, einkum var hógværð þeirra beggja og Prúðmennska eftirtektarverð. Ekki var um auðugan garð að gresja hjá ungu hjónunum í Tröð. Börnin voru, á þessum árum, orð- *n fjögur. Litli túnbletturinn í Treð var ekki til þess að fóðra margar skepnur, svo að sjórinn Var aðalbjargvætturinn. En ekki varð hann stundaður nema að sumrinu. Lendingin var fyrir opnu bafi 0g lendingarbætur engar. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Auk þess var ekki um það að ræða að stunda róðra úr Kollsvík- urveri á árabátum að vetri til. Lífs- kjör manna á grasbýlunum í Kolls vík á þessum árum voru því eng- in sældarkjör. En Guðbjartur lá ekki á liði sinu. Hann stundaði róðrana af hinu mesta kappi vor og sumar, eins og aðrir formenn í Kollsvík. Væri tíðarfar gott og aflabrögð góð, var margróið, sem kallað var, þ.e. hvíld og svefn milli róðra var þá sleppt, jafnvel dögum saman, en hver róðurinn farinn á fætur öðrum. Þegar minna var um að vera, eða land- legur voru, hagnýtti formaðurinn sér hverja stund til að sinna heim- ilinu. Hvíldarstundin hans, sem og annarra formanna þar, er búi höfðu að sinna, urðu því oft harla stopular. Kjör Hildar, h úsmóðurinnar í Tröð, munu þó varla hafa verið betri í þessum efnum, þótt bóndi hennar létti henni störfin, þegar hann gat komið því við, var hann venjulega bundinn róðrunum næt- ur sem daga. Húsmóðirin máttis því ein annast búið, þótt ekki væri} það stórt, svo og börnin ung og i mörg. En Hildur lét ekki á sig 1 halla. Hlutverk sitt leysti hún af, hendi með prýði og var heimili i hennar ekki eftirbátur annarra umj myndarskap og snyrtimennsku. Ætla mætti að þau hjón, Hildur • og Guðbjartur, hafi lítil tækifæri haft til að kynna sér bókmenntir eða að sinna öðrum slíkum hugð- arefnum. En þess ber þó að gæta að veturinn var langut og annrík- ið þá minna. Þetta notfærðu þau sér rækilega. Bæði höfðu þau hjón in notið kennslu Samúels Eggerts- sonar, hins listræna og marg- fróða kennara, bróðursonar Matth- íasar, Hildur á barnsaldri en Guð- bjartur á unglingsárum sínum. Bókmenntaáhugi þeirra var líka mikill og munu þau hafa lesið flestar þær bækur, er þau komu höndum yfir. Þannig öfluðu þau sér sjálfsmenntunar í ríkum mæli, en þau munu hafa þakkað það m. a. kennaranum Samúel Eggerts- 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.