Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 12.10.1972, Blaðsíða 9
Magnús Skóg Rögnvaldsson vegaverkstj óri f. 2. júni 1908 d. 9. sept. 1972. Fyrr á þvi sumri, sem nú er senn liðið, átti ég þess kost eins og svo oft áður ab ferðast um hinar sögufrægu byggðir Breiðafjarðardala. Ég gat ekki varizt þvi að láta hugann reika til ýmissa merkismanna, sem þar höfðu gert garðinn frægan, og sú spurning hvarflaði að mér, hvort enn mundi ein- hver saga að gerast þar i sveitum — saga,er yrði i minnum höfð af þeim, sem ferðast munu um landið, þegar sumarferðamenn ársins 1972 verða allir með tölu komnir undir græna torfu. Eftir nokkra umhugsun fannst mér ég verða að svara þessari spurn- ingu játandi. Munstur þeirrar sögu, sem gerist i dag, er að visu öðru visi en þeirrar, sem gerðist fyrir þrem mannsöldrum eða þrjátiu, en sagan heldum áfram að slá sinn vef, þótt munstrið breytist. Saga islenzkra sveita er i rauninni persónusaga. Hún er saga þeirra manna, sem með varðstöðu sinni á ýmsum sviðum þjóðlifsins hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera landið betra, fegurra . Ævistarf þeirra er uppistaðan i vef sögunnar eins og hún gerist á hverjum tima. Án þeirra yrði engin saga. An þeirra mundi dreifbýlið leggjast i auðn. Einn þessara manna var Magnús Rögnvaldsson.vegaverkstjóri i Búðar- dal. Nú þegar hann er aliur, langar mig til að festa nokkrar linur á blað i minningar- og kveðjuskyni. Tala ég þar úr flokki þeirra fjölmörgu, sem á löngum verkstjórnarferli Magnúsar störfuðu undir stjórn hans i lengri eða skemmri tima. Magnús Skóg Rögnvaldsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 2. júni 1908 að Neðri-Brunná i Saurbæ, þar sem bjuggu foreldrar hans Rögn- valdur Magnússon bóndi og söðla- smiður og kona hans Alvilda Maria Friðrika Bogadóttir. Faðir Rögn- valdar var Magnús Jónsson, bóndi i Glerárskógum i Hvammssveit, en faðir Alvildu Bogi Sigurðsson kaup- maður i Búðardal. Ekki naut Magnús lengi föður sins, þvi Rögnvaldur dó vorið 1910, þegar islendingaþættir Magnús var tæpra tveggja ára. Fluttist Alvilda þá til Búðardals og voru þau mæðgin þar i skjóli Boga næstu árin. Seinni maður Alvildu var Þorsteinn Gislason. Bjuggu þau i Ljár- skógaseli 1913-1927 en eftir það i Þrándárkoti i Laxárdal til 1932. A þessum stöðum eyddi Magnús þvi æsku- og unglingsárum sinum, en árið 1932 flyzt hann aftur til Búðardals, og þar átti hann heima til æviloka. Hinn 31. desember 1943 gekk Magnús að eiga fyrri konu sina Elisa- betu Guðmundsdóttur bónda i Efri- Búðum i Bolungarvik Jakobssonar. Reistu þau ibúðar- og gistihús i Búðar- dal og nefndu Sólberg, þar sem þau starfræktu myndarlegt gistiheimili og greiðasölu. Frú Elisabet var mikilhæf sæmdarkona, virt af öllum er hana þekktu. Hún lezt með sviplegum hætti 13. marz 1947, er Grumman flugbátur frá Loftleiðum fórst i flugtaki við Búðardal og með honum 4 farþegar. Þann 8. febrúar 1956 kvæntist Magnús seinni konu sinni, Kristjönu Ragnheiði Ágústsdóttur vélstjóra i Reykjavik Jósepssonar. Kjördóttir þeirra hjóna er Elísabet Alvilda, sem nú er 16 ára að aldri. Uppeldisdætur þeirra eru ólöf Guðmundsdóttir, gift Sigurði Söebech kaupmanni i Reykja- vik, og Sigurjóna Valdimarsdóttir, gift Kristjóni Sigurðssyni rafvirkja i Búðardal. Vegna langrar fjarvistar erlendis og siðarbúsetu i öðrum landshluta var ég ekki nákunnugur heimili Magnúsar hin siðari ár, en ég veit af afspurn að frú Kristjana nefur skipað sætið við hlið manns sins af stakri prýði og myndarskap. Gestrisni þeirra hjóna, greiðvikni og hjálpfýsi er við brugðið af þeim, sem bezt til þekkja. Má segja, að heimili þeirra hafi staðið um þjóð- braut þvera i bókstaflegri merkingu þeirra orða. Árið 1934 gerðist Magnús verkstjóri hjá Vegagerð rikisins og það varð hans aðalstarf til æviloka. Fyrst um sinn var umdæmi hans suðurhluti Dalasýslu en hin siöari ár sýslan öll. Á árunum 1930 til 1940 voru sam- göngur á landi með töluvert öðrum hætti en nú, svo sem að likum lætur. Vegakerfið var þá harla frumstætt miðað við það sem nú er, tæki til snjó- ruðnings engin, utan hakar og skóflur, og þvi mátti ganga að þvi sem vis'u, að Brattabrekka yrði ófær þegar i fyrstu snjóum. Oft var is á Hvammsfirði svo mánuðum skipti og héraðið þvi sam- bandslaust að kalla. Sem barni fannst mér að sjálfstöðu mikið til um allar framkvæmdir vegagerðarmanna, en þó fannst mér ævinlega sú fram- kvæmdin merkust, er þeir á vorin héldu af stað með sin frumstæðu verk- færi og ruddu með ærinni fyrirhöfn siðasta snjóhaftinu af Brekkunni. Þar með var héraðið aftur komið i sam- band við umheiminn eftir langan vetur og maður virti fyrir sér fyrstu áætlunarbilana aö sunnan af hrifningu og forvitni, eins og væru þeir skeyti frá annarri veröld. Fyrstu minningar minar um 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.