Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 19.07.1973, Blaðsíða 7
Tómas Tómasson Fljótshólum Einn af hinum eldri og þekktari bændum i Flóanum, Tómas Tómas- son, Fljótshólum, lézt 18. júni. Hann var fæddur að Efri-Gegnishólum i Gaulverjabæjarhreppi 24. febrúar árið 1895. Kynni okkar Tómasar hófust eigi fyrr en haustið 1945, þegar ég réðst kennari i sveitina. Hann hafði þá búið alllengi á Fljótshólum ásamt konu sinni, Guðriði Jónsdóttur, sem þar er fædd og uppalin. Brátt dró til kunningsskapar milli min og þeirra hjóna. Bar það fyrst til aö þau áttu börn i skóla, geðþekk og mannvænleg og báru þess órækt vitni, að vandað var til uppeldis þeirra. En til samstarfs leiddi það einkum, að Tómas var formaður skólanefndar i nærri tvo áratugi og hreppsnefndar- oddviti um skeið. Samstarf okkar var i alla staði hið ánægjulegasta, þar bar aldrei skugga á. Þess er mér nú ljúft að minnast, og er þessum linum eink- um ætlað að tjá mitt fyllsta þakklæti fyrir. Betri samstarfsmaður var ekki auð- fundinn. Hann var ávallt glaður og viðmótsþýður, i senn raunsær og framfarasinnaður, opinn fyrir nýjung- um en fastur fyrir, ef honum fannst eigi rétt stefnt. Allt, sem skólanum mátti til góðs verða, studdi hann af heilum hug. Hann fylgdist vel með i fræðslumálum og lagði sjálfstætt mat á gildi þeirra breytinga, sem hæst bar hverju sinni og um var rætt. Aðalstarf Tómasar var landbúnaður Bóndastaðan, frjáls og örugg var hon- um hugstæð. Hann hafði nokkurn metnað fyrir hönd stéttar sinnar, enda var búskapur hans á margan hátt til fyrirmyndar, vel farið með búpening og búið afurðagott. Reglusemi og vandvirkni fylgdu störfum hans og vöruvöndun setti hann ofar öðru. Heimili átti hann gott og vistlegt. Þar var oft gestkvæmt og gestrisni i heiðri höfð. Greiðvikni við samferöa- menn og hjálpsemi við bágstadda brást aldrei. Hann naut gleði i starfi og gæfu i heimilislifi. En ég held, aö hann hefði að lokum viljað láta þess getið, að þáttur hinnar góðu og myndarlegu eiginkonu var samofinn allri hans vel- gengni og lifshamingju. Börn þeirra, sem upp komust eru fimm, þrir synir og tvær dætur. Hin siðustu ár var elzti sonur þeirra tekinn viö búi að hluta. Barnabörnin eru orðin mörg og sakna þau nú góðs afa. Fararheill fylgi hinum látna á ókunnar leiðir. Konu hans, börnum þeirra og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð. 24. júni 1973. Þórður Gislason. hans við sauðkindina, voru honum hugleikin, enda var hann fyrst og fremst fjárbóndi. A unglingsárum mfnum fór ég margar ferðir með Sigurði fram á heiði. Ég minnist sérstaklega einnar slikrar ferðar, er við rákum fé á af- rettinn. Við höfðum komið þvi á leiðar- enda og horfðum á eftir ánum lesta sig eftir fjárgötunum fram með spegil- sléttu fjallavatni i þann mund, sem sólin var að koma upp i afturelding, og Eiriksjökull stóð á höfði i vatnsspegl- inum. Þessa fegurð og fjallakyrrð kunni Sigurður vel að meta, og mér fannst hann eiga erfitt með að slita sig frá henni og snúa heim á leið. Hann vildi lika fylgjast sem bezt með fjár'- hópnum, horfa á eftir honum þokast lengra fram á heiðina, þar sem algert frelsi beið hans sumarlangt. En svo var haldið heim, og ég minn- ist þess enn, hve gráskjótti góðhestur- inn hans fangreisti var léttur i spori eftir fjallaslóðunum i átt til byggðar. Sigurður á Refsstöðum var góður hestamaður og átti alltaf góða hesta. Sigurður tók nokkurn þátt i félags- málum sveitar sinnar og var þar bæöi réttsýnn og tillögugóður. Hann mynd- aði sér sjálfstæðar skoðanir I hverju máli, sem hann lét sig skipta, og hélt þeim fram af einurð og festu en var þó jafnan reiðubúinn að ihuga sjónarmið annarra. Fyrir rúmu ári kenndi Sigurður þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli. Eftir skurðaðgerð i sjúkrahúsi i fyrravetur virðist hann ná allgóðri heilsu, jafnvel svo að hann gekk að störfum I fyrravor og fram eftir sumri. En seint i ágúst veiktist hann á ný, svo að sjúkrahúsvist varð ekki umflúin, og þar með hófst hin langa og örðuga bar- átta við þann sjúkdóm, sem enginn stenzt. Atvikin höguðu þvi svo, að Guðbjörg kona hans dvaldist i sama sjúkrahúsi þann tíma, sem hann átti eftir ólifað. Það var honum ómetanlegur styrkur að vita af henni svo nálægt, og hún gat veriðhjá honum og stytt honum stund- ir eftir þvi sem heilsa hennar leyfði. t þau skipti, sem ég leit inn til Sigurðar, meðan hann var i sjúkrahúsinu, sat Guðbjörg við rúm hans og hlúði að honum sem bezt hún gat. Þau voru mjúk og nærfærin handtökin hennar, þegar hún þerraði svita af enni og tár af hvarmi. Slik hjúkrum er sjúkum manni mikils virði. Sigurði var vel ljóst hvert stefndi i sjúkleika hans. og þeim dómi tók hann með mikilli rósemi og æðruleysi Þegar ég kom siðast i sjúkrahúsið,' mátti hann tæpast mæla, en með að- stoð konu sinnar gat hann gert mér skiljanlegt, að hann bæði að heilsa sveitinni sinni. Þótt sú kveðja hafi fyrst og fremst verið ætluð fólkinu, var hún einnig ætluð dýrunum, sem hann hafði umgengizt, og landinu, sem hann hafði tifað um óstyrkum barnsfótum, siðar gengið um með atorku fulltiða, starfandi manns og siðast hægum og seinlegum skrefum hrörnandi manns. Gil og lækir, holt og ásar — allt voru þetta vinir og kunningjar, sem honum þótti undur vænt um. Sigurður á Refsstöðum var jarð- sunginn i kirkjugarðinum i Stóra-Asi 3. febrúar i vetur að viðstöddum fjölda vina og kunningja. Að lokum þakka ég Sigurði tryggð og vináttu við fjölskyldu mina, foreldra og systkini, og heimilið i Stóra-Asi fyrr og siðar. Hvil þú i friði, vinur. Magnús Kolbeinsson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.