Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.08.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur í). ágúst 46. tbl. 6. árg. Nr. 131. TIMANS Ólafur Elías Einarsson frá Þórustöðum Fæddur: 21. október 1901 Dáinn: 16. júli 1973. Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í islenzkri jörð, veggi og vörður hlóðu, og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum og höföu sér ungir þaö takmark sett, að bjargast af sinum búum og breyta i öllu rétt. Þessar ljóðlinur þjóðskáldsins, Davlðs Stefánssonar, koma mér i hug, er ég minnist nýlátins vinar mins og samferðamanns, ólafs Einarssonar frá Þórustöðum. Hann var i hópi aldamótamann- anna, eins og það hugtak hefur verið bezt skilgreint, ekki aðeins að timatali heldur i hug og framkvæmd. Hann var jafnan i fremstu röð félagsmálamanna sins héraðs, átti stóran þátt i þeim málum, er til hags- bóta horfðu og heilla fyrir hérað sitt og samferðamenn. Hann mun þvi skipa veglegan sess i sögu aldamótamanna Strandasýslu ef hún verður einhvern tima skráð annars staðar en i huga og hjörtu samferðamannanna. Ólafur E. Einarsson fæddist að Þórustööum i Ó'spakseyrarhreppi, Strandasýslu þann 21. október 1901. Foreldrar hans voru hjónin Ingunn Helga Gisladóttir og Einar Ólafsson, sem þar bjuggu allgóðu búi i tæp 30 ár. Ólafur faðir Einars var Saurbæingur að ætt. Foreldrar hans voru Magnús Hallsson i Bessatungu og seinni kona hans Ragnheiður Arnadóttir frá Magnússkógum Jónssonar. Hann bjó fyrst að Efri-Brunná i Saurbæ en fluttist að Þórustöðum 1876. Bóndi þar fram yfir aldamótin og átti þar heima til æviloka. Greindarmaður, ritaði dagbækur, sem þá var fátitt Elisabet, kona ólafs Magnús- sonar var Einarsdóttir, Þórðarsonar frá Snartartungu. Ingunn Helga Gisla- dóttir, móðir Ólafs Einarssonar var frá Bakka i Geiradal Gunnlaugssonar frá Valshamri Guðbrandssonar. Ólafur ólst upp á heimili foreldra sinna og naut takmarkaðrar barna- uppfræðslu að þeirra tima hætti. Nokkru eftir fermingaraldur lá leið hans i Heydalsárskólann er þá starfaði með nokkrum blóma. Hann lét mjög vel af veru sinni þar og taldi sig hafa fengið þar gott veganesti. Um tvítugs- aldur fór hann i bændaskólann á Hvanneyri, og tók búfræðipróf þaðan árib 1923. Alla tið siðan dáði hann mjög Hvanneyrarskólann og taldi að þar hefði i raun og veru verið lögð undir- staðan að lifsstarfi sinu. Frá Hvann- eyri kom ólafur fullur af áhuga um allt er til framfara horfði og bætt gæti abstöðu fólks i dreifbýlinu bæði i verk- legu og félagslegu efni. Nokkru eftir heimkomuna gekkst hann ásamt fleirum fyrir stofnun ung- mennafélags i sveit sinni og var strax kosinn formaður þess og gegndi þvi starfi um 20 ára skeið. Þetta félag vann gott starf á blómaskeiði sinu og hinn ungi bjartsýnismaður fékk þar nokkra útrás fyrir hugsjónir sinar og góðan undirbúning undir störf þau, er siðar hlóðust á hann. Arið 1929 hóf hann búskap að Þóru- stöðum og kvæntist ári siðar Frið- meyju Guðmundsdóttur frá Kvislum, Jónssonar, mætri konu og vel gefinni og mikilli húsmóður. Strax á fyrstu búskaparárum var ráðizt i það að byggja nýtt ibúðarhús og siðar kom röðin að endurbyggingu annarra húsa jarðarinnar auk stórfelldra fram- kvæmda i ræktunarmálum. A heimili þeirra hjóna rikti glaðværð og góður félagsandi. Þar var gott að koma hús- bóndinn glaðvær og skemmtinn, hús- móðirin hiý og umhyggjusöm. Þau voru sannir höfðingjar heim að sækja og munu hinir fjölmörgu gistivinir þeirra taka undir það. Þau Friðmey og Ólafur eignuðust 4 börn, sem öll eru á lifi og mætir þjóð- félagsþegnar. Þau eru: 1) Kjartan bóndi i Sandhólum, kvæntur Guðmundu Haraldsdóttur frá Reykjavik. 21 Elisabet frú i Reykjavik, gift Har- aldi Haraldssyni, verkstjóra i Slippn- um. 3) Asta Kristjana frú i Reykjavik.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.