Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 28.12.1973, Blaðsíða 7
Þórólfur Þorláksson Eyjarhólum Enda þótt dauðinn biði vor allra, og það sé i rauninni það eina, sem vér eigum öruggt á lifsleiðinni, þá mun hann mjög oft vera óvæntur og stund- um harla óvelkominn gestur. Einkum á þetta þó við, þegar i valinn falla ungir efnismenn i blóma lifsins, vaskir og vel gerðir, sem glæstar vonir voru við bundnar. Þá er söknuðurinn ef til vill sárastur og vonbrigðin dýpst. Guð- mundur á Sandi kvað svo við fráfall ungs vinar, sem mikill skaði var að: ,,1 væringjasveit, þar sem varðmanns er þörf / og vaskleiks og drengskapar neista, / þú barst með þér jafnan og áttir þann yl/ sem óhætt er hverjum að treysta. / Og þvi vekur fallið þitt innan-brjósts und, / þó yfrum þú gengir á disa fund”. Svo mun okkur lika hafa farið flestum vinum og ættingjum Þórólfs Þorlákssonar, þegar okkur barst and- lásfregn hans nú fyrir skömmu. Okkur ber öllum saman um, að þar hafi góður drengur fallið fyrir aldur fram. Samt varð dauöinn honum mildur gestur, þvi að hann vitjaði hans i svefni þann tuttugasta og áttunda október s.l. Þórólfur heitinn fæddist 11. júli 1943 (var þvi rétt rúmlega þritugur þegar hann lézt) að Eyjarhólum i Skafta- sinum Guðmundi Björnssyni frá Múla. Þau eru bræðrabörn, eiga eina dóttur vaxna. Karl og Guðný bjuggu á Múla um 30 ára skeið við farsæla afkomu og al- mennar vinsældir. Var ávallt léttur blær yfir heimili þeirra og gestum fagnað með alúð. Karl hafði ýmsum störfum að sinna, var deildarstjóri um fjölda ára fyrir K.B.F. á Djúpavogi, i stjórn búnaðarfélags sveitarinnar og formaður þess lengi o.fl. Karl lézt snemma árs 1962. Fluttist þá Guðný til Dagnýjar dóttur þeirra og Guðmund- ar, og átti hjá þeim heimili eftir það. Guðný var fyrirmannleg kona, há vexti og svaraði sér vel, og mesta frið- leikskona. Aldurinn bar hún vel fram á þennan háa aldur. Hún var stillt og hæglát i allri framkomu og skipti sjálf- sagt, að ég hygg, sjaldan skapi svo vart yrði. Hún var sivinnandi, ég hygg til siðustu stundar. Sérstaklega vann hún mikið að prjónaskap. Hún eignað- ist snemma prjónavél, en vann að islendingaþættir fellssýslu. Foreldrar hans voru hjónin þar, Þorlákur bóndi Björnsson, og kona hans, Ingibjörg Indriðadóttir, sem bæði eru á lifi og eiga nú á. að sjá mannvænlegum syni úr hópi elsku- legra barna. Sá, sem þessar linur ritar, átti þvi láni að fagna að dveljast i æsku nokkur sumur á æskuheimili Þórólfs og minn- ist þeirra tima ætið meö þökk og ánægju. Öllum má það ljóst vera, að ekki er hægt að semja langa ævisögu um svo ungan mann, þó að efnismaður væri. Enda er það ekki ætlunin hér. Til- gangur minn með þessum fátæklegu prjónaskap i höndum á seinni árum. Ég hygg, að hún hafi verið i bezta lagi heilsuhraust alla sina löngu ævi, eða ekki minnist ég annars. Hún var elzta manneskjan hér i sveitinni, er hún lézt. Hún var jarðsett i heimgrafreit að Múla við hlið seinni manns sins, að af- lokinni minningarathöfn i Hofskirkju 3. nóvember sl. Þennan dag skartaði sveitin sinum fegursta haustdegi með glampandi sól og hægviðri, og fjöllin skörtuðu hvitu snjóföli niður til miðs, til að auka á fegurð dagsins. Mátti segja, að þessi friðsæli haustdagur minnti á hina tigulegu og hæglátu konu, sem verið var að kveðja. Svo vil ég enda þessi minningarorð með innilegu þakklæti fyrir löng og góð kynni frá fyrstu tið, og þá um- hyggjusemi, sem ég naut frá þér og þinum seinni manni. 1 guðs friði. Guðmundur Eyjólfsson frá Þvottá minningarorðum er fyrst og fremst sá, að votta hinum látna þakklæti mitt og virðingu fyrir góðar og bjartar sam- verustundir, og foreldrum hans og öðrum ástvinum samhryggð mina og söknuð. Hann var mér og minum alla tið og fram til hins siðasta hlýr og tryggur vinur. Hann kom að jafnaði i heimsókn, þegar hann var hér á ferð, sat þá hjá okkur um stund og rabbaði við okkur um gamalt og nýtt, léttur og hýr i skapi. Hann kom mör ævinlega fyrir sjónir sem bjartsýnn og dugandi æskumaður, sem mikils mátti af vænta. Er mikill skaði að slikum mönnum, eigi aðeins þeirra nánustu, heldur og þjóðfélaginu öllu. Þórólfur sál. hafði nýlega tekiö við búi á föður- leifð sinni, Eyjarhólum, og það hlut- skipti kaus hann sér fús og reiðubúinn: hann vildi verða bóndi i ættarsveit sinni,sem hann unni mjög, meðal þess fólks, sem hann kaus sér helzt að vinum og félögum i lifsbaráttunni. Lifið virtist brosa við framundan. En þá kippti sá i tauminn, sem mátt- ugri var. Með þakklæti og trega minnumst við þessa skamma lifs, sem liðið er: „Lifið er fljótt: Hkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum.” M.Joch. Rvik 2.nóv.l973 Magnús Danielssön Jón Jónsson að etja kappi við hann, þó hann væri kominn yfir miðja ævi. Skömmu fyrir andlát sitt lifði Jón þá stund að sjá fé rekið heim i göngum. Það var honum gleðistund að sjá hinar lagðprúðu kindur komnar heim, þvi hann var dýravinur mikill og kunni vel að skilja dýrin eftir langa og nærgætna umgengni við þau. Jón lézt 1. okt. s.l. nær 82 ára að aldri. „Merkið stendur þó maðurinn falli”, vil ég hafa að kveðjuorðum minum til þin, kæri vinur. Þökk fyrir allt og allt. Eftirlifandi ástvinum Jóns votta ég samúð mina og hluttekningu. Sigurður Stefánsson frá Stakkahlið. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.