Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 10
Dagbjört Ásgeirsdóttir Viö sem þekktum gleðina, dáin byggir hún hjörtu okkar og brýnir þar egg sársaukans, svo að við umberum hann. -Þ.G. Dagbjört Ásgeirsdóttir fæddist á Bfldudal við Arnarfjörð 12. sept. 1902. Foreldrar hennar voru Asgeir As- geirsson útvegsbóndi og kona hans, Þ<5ra Árnadóttir. Dagbjört var fimmta elzt af 13 systkinum. Þau áttu einn hálfbróður, Jón Asgeirsson, sem var elztur og ól mestan sinn aldur i Bandarikjunum. Af öllum þessum systkinum eru að- eins fjögur eftir á lifi: Systurnar Hulda og Jóhanna, búsettar hér i Reykjavik, ásamt tveimur bræðrum, Geir og Jóhannesi, sem báðir eru skipstjórar i Boston. Fjögur barnanna Hinn 28. janúar andáðist á Stöðvar- firði Stefán Carlsson kaupmaður. Ég gat ekki tára bundizt, þegar ég heyrði i útvarpinu að þú,Stefán minn værir dáinn. Ég hefi þekkt þig siðan ég man eftir mér. Ég átti heima i næsta húsi við þig. Þú varst alltaf góður við okkur krakkana og amaðist aldrei við okkur, þótt við lékum okkur á óslegnu túninu. Svo var það, þegar ég var unglings stúlka, að ég for að vinna með þér i kaupfélaginu, og þú varst yfirmaður minn. Satt að segja var ég ógurlega kviöin fyrsta morguninn, og reyndi að treina mér siðasta spölinn. Þú komst þá fyir hornið á kaupfé- lagshúsinu og sagðir um leið ,,þú ert þá komin Anna min.” Mér hlýnaði um hjartað, og ég hugsaði, ég þarf ekkert að óttast. Stefán er hinn sami og þegar ég var litil, enda kom það á daginn. Stefán var eins siðasta daginn og þann fyrsta, alltaf jafn hjálplegur og góður. Hann létust I æsku. Þau sem náðu fullorðins- aldri voru Jakobina, sem dó 1958 hér i Reykjavik, Gisli er andaðist á Vifils- stöðum fyrir 4 árum, Árni, sem drukknaðiá tvitugsaldri og Ingibjörg, er dó af barnsförum. Þegar Dagbjört var innan við fermingu, fékk hún berkla i bakið, og þó að farið væri með hana hingað til Reykjavikur, fékkst engin', lækning, svo að eftir það var hún mikið fötluð.- Hún missti móður sina 16 ára gömul árið 1918, og fimm árum siðar dó faðir hennar, eða árið 1923. Þau systkinin minntust alltaf foreldra sinna með sérstakri hlýju. Faðir þeirra hafði ver- ið einstaklega söngelskur og lærði hjálparlaust að spila á orgel. Var vist oft sungið og spilað af hjartans lyst. Ásgeir Ásgeirss. var frá AJftamýri i Arnarfirði, og Þóra kona hans frá Borg. Stdðu að þeim fjölmennar ættir. kenndi mér mikið og var svo liðlegur, að ég gleymdi, hvað ég var fákunn- andi. Hann hefði orðið góður kennari, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Hann gerði allt svo augljóst og einfalt. Einn sterkasti þáttur i skapgerð Ste- fáns var, að aldrei talaði hann illa um nokkurn mann eða tók þátt i sliku. Ekki hefi ég komið siðan á Stöðvar- fjörð, að okkur hjónunum hafi ekki verið boðið upp að Hóli og það hafa verið notalegar kvöldstundir. Þau voru myndarleg hjón, Nanna og Ste- fán, sannkölluð kóngur og drottning eins og einhver komst að orði á einni samkomu á Stöðvarfirði, þegar þau hjón gengu i salinn. Svo votta ég Nönnu frænku minni og öðrum ættingjum innilegustu samúð mlna. Vertu sæll Stefán minn og þakka þér fyrir allt, Guð veri með þér. Ég vona að ég hitti þig aftur ásamt fleiri vinum frá Stöðvarfirði. Anna Einarsdóttir. Þóra mun hafa verið friðleikskona og blíðlynd, harin mikið karlmenni. Oft gerði Asgeir \ sér ferð yfir á næstu firði, ef hann vissi af einhverjum, sem ætlaði að spila. Eftir lát móður sinnar stóðu elztu dæturnar tvær, sem eftir voru heima, fyrir húsi föður sins, þær Dagbjört og Jóhanna. Þótt Jóhanna væri yngri en Dagbjört, þá var hún þrekmeiri, svo að forsjá systkinanna hvildi mest á henni. Þegar farðir þeirra lá banaleguna, hafði hann mestar áhyggjur af Dag- björtu. Baðhann Jóhönnu þá að annast hana eftir mætti. Gerði hún það svo vel, að árið sem hún gifti sig, tóku þau Gústaf Gestsson hana til sin, og átti Dagbjört þar fastan samastaði 20 ár. Efti að hún fluttist frá þeim, var hún þangað alltaf velkomin, svo að heimili þeirra Gústafs og Jóhönnu var hennar annað heimili Þau hjónin, dætur þeirra og barnabörnm áttu lika venju- lega hug hennar allan. A sú fjölskylda þakkir skildar fyrir, hvað hún reyndist Dagbjörtu afburða vel. Þær Dagbjört og Jóhanna fluttust til Reykjavikur árið 1924. Vann Dagbjört um árabil á ýmsum heimilum við hús- hjálp. 1 12 ár vann hún lika við innheimtustörf Hún var létt og kvik i spori til hins siðasta. Stutt er siðan sú, Stefán Carlsson kaupmaður Stöðvarfirði 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.