Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 19.10.1974, Blaðsíða 4
Benedikt Gíslason Það var S(Mbjartur júnidagur vestur d Svlnadal fyrir hálfum öðrum áratug. Verið var að reka lambfé á dalinn svo sem venja hafði verið. Við hvildum okkur, tveir félagar á grænum lækjar- bakka, sunrian Kistuhóla. Við áttum þar ógleymanleg augnablik við móðurskaut gróandi lifs. Að vitum okkar barst blómailmur og hljóm- kviða sumarsins ómaði hvarvetna. Sauðfé fagnaði frelsinu og varð á ný höfuðprýði hiiða og brúna eins og verið hefur um aldir. — Sjálfum var okkur ljóst, að við höfðum báðir bundið ævitryggðir við mold og gróður. Félagi minn var búinn I nokkur ár að vera landnemi þessarar jarðar — landnemi I landi Sælingsdalstungu I Dölum. — Maðurinn var Benedikt Gislason, bóndi á nýbýlinu Miðgarði I Hvammssveit. Benedikt var fæddur að Galtarvik i Skilmannahreppi, 15. april 1922, næst elztur 6 systkina. Foreldrar hans voru þau GIsli Jónsson, (Hvanndal) bóndi i Galtarvik og Guðborg Ingimundar- dóttir, Jónssonar á Staðarhóli i Saurbæ. Gisli, faðir Benedikts andaðist á bezta aldrei, aðeins 34 ára gamall, frá börnum sinum, kornungum. Fluttist þá Guðborg vorið 1930verstur á sinar æskuslóðir, i Saur- bæinn, og giftist þar Guðmundi Theodórs, hreppsstjóra og bónda i undirstöðu með striti sinu sem allt hvilir á, og sem er þó jafnan vanmetið. Hann var mjög árrisull maður og var ávallt búinn að fá sér góðan göngutúr þegar aðrir risu úr rekkju. Afi hafði mikið dálæti á bókum, las mikið og hafði gaman af. Eitt af hans áhuga- málum voru búskapur, en hann hafði undanfarin ár átt nokkrar kindur, þeim hjónunum til mikillar ánægju. Við hjónin og synir okkar þrir áttum I sumar yndislegar stundir I litla hús- inu þeirra afa og ömmu i Hnifsdal, i þessu litla og skemmtilega húsi, sem þau voru búin að ala langan aldur. Afi var sérstaklega barngóður maður, og naut ég þeirrar umönnunar, er ég dvaldist hjá þeim mörg sumur á barnsaldri. Þau hjónin eignuðust engin börn en ólu upp tvö fósturbörn, þau Svanfriði K. Benediktsdóttur móður mina,( en Stórholti. Guðborg andaðist i Stórhólti eftir örskamma sambúö og var þá systkinahópurinn frá Galtarvik búinn að missa foreldra sina báða. Benedikt dvaldi hjá fóstra sinum i Stórholti fram eftir unglingsárum. Námi við Reykjaskóla lauk hann vorið 1941 og hóf skömmu seinna iðnnám i hún var dóttir Jónu P. Sigurðardóttur og Benedikts Asgeirssonar), og Krist- inn Benediktsson, en hann var bróður- sonur Agústu. Voru þau fósturbörnum sinum sem beztu foreldrar. Elsku afi, ég er svo ánægð yfir að synir minir skyldu fá að njóta sam- veru þinnar, þeim eina afa sem þeir hafa kynnzt. Nú, er ég kveð þig, elsku afi minn, er mér rikast i huga þær yndislegu stundir á ykkar heimili, bæði fyrr og nú. Já Guð blessi allar minningarnar um þig. Við ömmu vil ég segja þetta: Elsku amma min.við þökkum þér öll samveruárin i Hnifs- dal. Alla gleði, hlýju og velvild, sem viö nutum hjá ykkur afa. Ég bið Guð að gefa þér styrk i sorg þinni og blessa þér minningarnar um góöan og mikinn mann. Sigurborg Sveinbjörnsdóttir. Reykjavik. Var það nám i prent- myndagerð hjá föðurbróður hans, Ólafi J. Hvanndal, sem þá var braut- ryðjandi þeirrar iðngreinar hér á landi. Iðnprófilauk Benedikt árið 1946. Þann 23. nóv. sama ár gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina, Helgu Jónsdóttur frá Sælingsdalstungu og stofnuðu þau heimili i Reykjavik. Eftir að Benedikt lauk námi i iðngrein sinni vann hann við hana alls i 7 ár, eöa þar til þau hjónin fluttu vestur i Dali 1953. — Þá uröu mikil þáttaskil I lifi Benedikts. Hann kveður að fullu iðngrein sina, þar sem ýmsar leiðir stóðu opnar og byrjar búskap á nýbýli úr landi Sælingsdalstungu. 1 dag er býlið Miðgarðar í röð snyrtilegustu býla héraðsins. I tvo áratugi hefur bær þeirra hjóna verið „miðgarður” rómaðrar gestrisni og margháttaðrar fyrirgreiðslu. Börn þeirra hjóna eru tvö: Sigriður Guðborg, se:m hefur lokið verzlunarpr- ófi og stundar skrifstofustörf i Reykja- vik og Jón Jóel, búfræðingur, sem nú hefur tekið við búi i Miðgarði. Jafnhliða bústörfum tók Benedikt mikinn þátt i félagsstarfi og hæst bar þar þátttöku hans i uppbyggingu skólans að Laugum. Hann var for- maður skólanefndar i mörg ár. Hann var verkstjóri og umsjónarmaður framkvæmda mörg fyrstu árin og átti rikulegan þátt i sameiningunni um skólann, sern að lokum varð að veru- leika. — En hugstæðastur er Benedikt undirrituðum sem kennari við skólann. Hann kenndi handavinnu og teiknun, auk nokkurra bóklegra greina. Fór þar saman á eftirtektar- verðan hátt hugkvæmni og handlægni ásamt yfirburða hæfileikum i umgengni við ungt fólk. Munu sam- kennarar hans og nemendur lengi minnast þeirra stunda með viröingu og djúpu þakklæti. A Laugum var hafið unglinganám nokkrum árum áður en húsnæði til heimavistar var komiö á staðnum. Dvöldu nemendur á nokkrum nær- liggjandi bæ'jum þau árin. Þrátt fyrir takmarkað húsnæði i Miðgarði tóku þau hjónin allmarga nemendur á heimili sitt, enda i næsta nágrenni. Mér er fullkunnugt um það, að mörg heimili telja sig standa i mikilli 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.