Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 8
með sjálfsnámi samfara góðri greind bætti hann svo úr þvi, að hann var vel hlutgengur til þeirra starfa, sem honum voru falin i þágu samfélagsins. En ótalin eru þau hljóðu störf, sem unnin voru heimili og fjölskyldu. Þau störf innti Einar af höndum með miklum ágætum. Konu sinni rétti hann iðulega hjálparhönd, við það sem venjulega er talið i verkahring kvenna innanhúss. En þau eru mörg handtökin á barnmörgu heimili. Skepnuvinur var Einar mikill, og nærfærinn að hjálpa þeim, ef eitthvað bjátaði á um heilsu far þeirra. Var oft til ha ns leitað i þeim efnum af nágrönnum hans. A yngri árum hafði hann mjög skarpa sjón, og gaf gætur að öllu því er kringum hann gerðist. Kom það sér oft vel fyrir okkur nágrannana, þegar við þurftum að frétta eitthvað um ferðir gripa okkar á ýmsum árstimum. Greiðslu- samur var Einar með afbrigðum og gott til hans að leita. Var öll fyrir- greiðsla, sem hægt var að láta i té, sjálfsögð talin og af höndum innt, án þess að spurt væri um endurgjald. Er slika greiða gott að þiggja. Einar var vel hagorður, og sendi vinum sinum alloft visur við ýmis tækifæri. Ég set hér eina visu, sem mun vera hans síðasta. Er það kveðja til heima- byggðarinnar, endurminning um liðna unaðsstund i skauti hennar, send af sjúkrahúsinu þegar hann lá þar banaleguna. Er hún þannig: Ég sat um kvöld við litinn læk i leiðslu bundinn frið. Þar spruttu blóm i bakkanum við bliðan lækjarnið. Fuglar sungu um loft og láð, lögin fögru sin. 1 fjarska risa fjöllin há fagra sveitin min. Með Einari er horfinn af sjónar- sviðinu einn af aldamótamönnunum svonefndu, er hófu störf sin við endur- reisn islenzkra byggða á grundvelli hugsjðna ungmennafélaganna á fyrstu árum þessarar aldar. Vann hann I anda þeirra unz yfir lauk. Jarðsettur var Einar að Hjalta- staðarkirkju 3. ágúst sl. að viðstöddu fjölmenni af öllu Fljótsdalshéraði og nærliggjandi fjörðum. Bar það glöggt vitni um vinsældir hans. Viö hjónin, og börn okkar, færum honum svo þakkir fyrir góða viðkynn- ingu um langt Srabil, og óskum góðs farnaðar á nýjum starfs og þroska leiðum. Eiginkonu hans og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Björn Guttormsson 8 Regína Þórðardóttir Kveðja frá Félagi íslenzkra leikara Islenzkir leikarar kveðja nú Reginu Þórðardóttur, einn af sinum gömlu og tryggu félögum. Á slikum stundum leita á hugann margar minningar frá liðnum samverustundum. Margs er að minnast og vissulega er mikið að þakka. Regina Þórðardóttir var gædd óvenju sterkum persónutöfrum, sem seint gleymast þeim, er kynntust henni náið. Hún var glæsileg kona, seintekin, vinur vina sinna og hrókur alls fagnaðar ef þvi var að skipta. Oft var gestkvæmt á heimili Reginu og manns hennar Bjarna Bjarnasonar, læknis. Þar áttu margir leikarar og aðrir félagar þeirra hjóna sitt annað heimili. Mikil glaðværð rikti þar oft á tiðum, en góðvild og hjartahlýja hús- ráðenda sátu þar jafnan i fyrirrúmi. Regina var fædd i Reykjavik þann 26. april 1906 og var þvi á 69. aldursári þegar hún lézt. Ung að árum giftist hún eftirlifandi manni sinum, Bjarna Bjarnasyni lækni, þau eignuðust tvær dætur, Eddu og Kolbrúnu. Regina hóf leikstarfsemi sína á Akureyri, en þar dvaldist hún i nokkur ár með manni sinum og dætrum. Fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi Reykjavikur lék hún árið 1932, en það var frú Finndal i leikritinu Jósafat eft- ir Einar H. Kvaran. Regina gerði sér snemma ljóst að til þess að ná veruleg- um þroska i listgrein sinni er nauðsyn- legt að hljóta góða undirstöðumenntun þar að lútandi. Hún stundaði nám á Konunglega leiklistarskólanum i Kaupmannahöfn á árunum 1933-1934 og aftur á árunum 1939-1940 og útskrif- ast þaðan með mjög góðum vitnis- burði. Regina starfar siðan með Leik- félagi Reykjavikur til ársins 1950, en þá var hún fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar til ársins 1960. Eftir það fer hún aftur og starfar hjá Leikfélagi Reykjavikur og lék þar mörg hlutverk meðan heilsa og kraft- ar leyfðu. t báðum leikhúsum höfuð- borgarinnar voru henni falin mörg stór og vandmeðfarin hlutverk. Hjá Islendingaþættir Þjóðleikhúsinu lék hún t.d. aðal kven- hlutverkin i leikritum Arthurs Miller, Sölumaður deyr, 1 deiglunni og Horft af brúnni. I þeim öllum sýndi hún rika sköpunargáfu og listræna meðferð. Ógleymanleg er hún lika i hlutverki konu Arna Magnússonar i Islands- klukkunni. Þar skapaði hún sérstæða manngerð, sem seint mun liða úr minni þeirra, er sáu hana i þvi hlut- verki. Siðustu stóru hlutverk Reginu hjá Leikfélagi Reykjavikur voru aðalhlut- verkin i Sú gamla kemur i heimsókn, eftir Dúrrenmatt og i Húsi Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca. Bæði þessi hlutverk túlkaði hún frábærlega og voru þau vissulega á margan hátt

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.