Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 05.04.1975, Blaðsíða 2
hans í uppvextinum og i önn daglegs llfs var lagöur grunnur að þeirri iðn- fræðslu, sem honum dugði bæði lengi og vel. Um þær mundir, sem aldamótakyn- slóðin var að vaxa úr grasi, voru ný fræöslulög að koma til framkvæmda Með þeim var lögboðin skólaskylda barna frá 10-14 ára aldurs og um sömu mundir hófst farskólafræðsla, sem veitti sérhverju sveitabarni 2-3 mán aða skólavist á hverjum vetri. Fyrsti farskólakennari þessara ára I Suður- sveit mun hafa verið Jón Guðmunds- son bróðir Bjama listmálara á Höfn glöggur og greinagóður kennari. Þetta mun vera sú eina skólafræðsla, sem Skarphéðinn Gislason naut á lifsleið- inni umfram þá fræöslu, sem sjálft lif- ið veitti honum. A árunum 1912-1925 var Skarphéðinn Glslason öðru hvoru fastur starfsmað- ur við heimili og verzlun Þórhalls Danielssonar á Höfn I Hornafiröi. Þarna skipaði Skarphéöinn veglegt sæti I umsvifum mikils athafnalifs, þvl ef eitthvað þurfti þar að lagfæra var kallaðá Skarphéðin og hann kom brátt með slnar hagleikshendur og hluturinn var að vörmu spori viðgerður. Miklar byggingar voru reistar á vegum Þór- halls á þessum árum, m.a. íbúðarhús- ið Garður, verbúðir og bryggjur. Margt af þessum byggingum stendur enn og bera hagleikshöndum gott vitni. Margir hagleiks- og gáfumenn dvöldust þá á heimili Þórhalls Danielssonar og unnu þar við margs- háttar framkvæmdir og varð heimilið ekki aðeins athafna- og starfsvett- vangur, heldur einnig skóli og skemmtistaður með athafnamanninn, Þórhall Danielsson, að aflgjafa. Á meðal þeirra samstarfsmanna, sem með Skarphéðni Gislasyni dvöldust I húsi Þórhalls á þessum árum, var hagleiksmaðurinn Einar Runólfsson, faðir dr. Trausta náttúru- og stjörnu- frðings. Munu kynni Skarphéðins við þann mæta mann hafa oðið honum góður skóli, enda minntist hann þeirra kynna lengi slðan með þakklátum huga. Annar samstarfsmaður Skarphéðins á þessum árum var Björn Eymunds- son smiður og hafnsögumaöur I Lækjarnesi með ferskan ilm amerlsks athafnallfs. 1 Lækjarnesi dvaldist Skarphéöinn nokkurn tíma og nam bátasmlði af Birni Eymundssyni og lagði upp frá þvl stund á smiöi smærri og stærri báta fyrir allmarga Austur-Skaftfell- inga. Nokkurn tíma annars vetrar dvald- ist hann við gullsmíðanám austur á Vopnafirði og einnig fór hann til starfsdvalar á vélaverkstæði Jóhanns 2 Hanssonar á Seyðisfirði. Mun þá upp talið allt það eiginlega verknám, sem Skarphéðinn naut á lifsleiðinni, en með dvöl sinni með þessum hagleiksmönn- um tókst honum að afla sér yfirgrips- mikillar verkþekkingar, sem vel nýttist I þágu samtiðarinnar. A fyrstu áratugum aldarinnar voru fyrstu vatnsveitur að koma á nokkra bæi f islenzkum sveitum. Með þeim varð bylting I lífsþægindum þjóðarinn- ar. Allt frá landnámstið hafði þjóðin átt I ströngu strlði við erfiðan vatns- burð í hibýli sfn. Skarphéðinn varð einn meðal fyrstu Austur-Skaftfell- inga, sem lagði hönd að innlögn á vatnsveitu á bændabýli I sýslunni. Sagði hann siðar frá því I gamansöm- um tón, hve hrifning húsmæðranna I Suðursveit varð takmarkalaus, þegar fyrsti vatnsleiöslukraninn var þar opnaður og bunan úr bæjarlæknum rann óhindrað I vatnsföturnar í eld- húsinu. Engin tækni var þá nærtæk við samsetningu á vatnsleiðslupipum og ekkert til nema allra frumstæöustu tæki. Má þar m.a. minnast þess, aö engin tæki voru til að skera skrúfu- gang ef saga þurfti pipur sundur og vann Skarphéöinn það afreksverk við samsetningu á þessum vatnsleiðslum aö skera nýja skrúfuganga með þjöl ef breyta þurfti lengdum við samsetn- ingu. Haustiö 1922 kaupir Þórhallur Danlelsson ljósavél Nýja-BIós í Reykjavik og lætur setja upp til raf- lýsingar þorpsins á Höfn I Hornafirði. Lærður rafvirki var fenginn til að ann- ast uppsetningu vélanna á Höfn og aö leiöa rafmagnið um þorpið. Skaft- fellsku hagleiksmennirnir urðu þegar góðir liðsmenn viö þá framkvæmd og kom Skarphéöinn Glslason mjög við þá sögu og varð m.a. fyrsti gæzlumað- ur rafstöövarinnar á Höfn. Varö Skarphéöinn brátt svo hugfanginn af raforkunni að hann mátti vart um ann- að hugsa. Mun uppsetning rafstöðvar- innar á Höfn eflaust hafa orðið honum góður iðnskóli. Tók hann nú þegar næstu árin að gefa gaum að bæjar- lækjunum I Austur-Skaftafellssýlu, þar sem óbeizluð orka beið eftir að vera virkjuð. Risu brátt næstu árin all- margar heimilisrafstöðvar I Austur- Skaftafellssýslu, knúnar vatnsorku og vann Skarphéðinn Gislason mest að þeirri framkvæmd ásamt Helga Ara- syni á Fagurhólsmýri, sem smíðaði sumt af vatnsaflsvélunum, en rafala og annað rafmagnsefni varð að panta erlendis frá. Skarphéðinn Gislason sem I engan málaskóla hafði gengit fór þá að glugga i ýmis erlend fræðirit um rafmagn, skrifaðist á við erlenda raftækjasala og annaðist milligöngu um efnispöntun með verðlista eina at leiðarvisi. A þessum árum fór áhugi fyrir virkjun vatnsorku vaxandi um allt land og félagasamtök og einstaklingar hófust handa um að rannsaka virkjunarmöguleika vlðs vegar i um- hverfi slnu. Einhvern tfma laust eftir 1920 er gerð samþykkt á aðalfundi Búnaöarsambands Austurlands um rannsókn virkjunarmöguleika á sam- bandssvæðinu. Var Skarphéöinn Gislason ráðinn af stjórn sambandsins til að annast þá athugun og mun hafa hlotiö einhverja þóknun fyrir það starf. Ekki myndi sú þóknun þykja há nú á öld taxtalaunaðra tæknifræðinga, en gleðin af starfinu var einnig nokkur launauppbót. Fórhann á þessum árum um allt sambandssvæði Búnaðarsam- bands Austurlands, athugaði virkjunarmöguleika, leiðbeindi um framkvæmdir og annaðist uppsetningu margra vatnsaflsstöðva. Stuttu siðar réðst hann til sams konar leiðbeiningarstarfs I Norður- Þingeyjarsýslu og annaðist uppsetningu heimilisrafstöðva þar. Minnist ég þess, er ég nokkru síðar átti tal við bóndason úr Norður-Þingeyjar- sýslu, þar sem Skarphéðinn Gíslason haföi leiðbeint og aðstoðað við að veita llfsþægindum raforkunnar inn á heimili hans, hve skaftfellska raf- virkjans var þar að góðu getiö. Nú munu flestar þessar vatnsaflsstöðvar hættar að snúast og samveituorka hef- ur tekið við hlutverki þeirra, en vart verður sagan um beizlun vatns- orkunnar á Austur- og Norðaustur- landi svo skráð aö Skarphéðins Gísla- sonar verði þar ekki að góðu minnzt. Eins og hér hefur verið að vikið, varð skólanám Skarphéðins Gísla- sonar smátt að vöxtum á mælikvarða okkar samtíðar, en sjálfsnámiö varð honum hollur skóli, sem annarra alda- mótamanna.SúvarðlIka bótl máli, að Skarphéðinn varð aldrei þjakaður af námshroka eða námsleiðanum, sem mjög þjáir okkar skólakerfi nú. Skarphéðinn var ávallt viðbúinn að helga sig nýju námsefni.m.a.gaf hann sig allan á vald liffræöikenninga Ara Werlands og samdi sig aö lífsvenjum náttúrulækninga hin slðari ár eftir þvi sem aðstæður framast leyfðu. Eftir aö iðnfræöslulögin komu til framkvæmda og iönmenntunar var krafizt við raf- virkjastörf, var starfi Skarphéðins á sviði rafmagns að mestu leyti lokið, og hann dró sig i hlé. En mörg önnur störf biöu hans, þar sem hagleiksgáfa hans kom aö góðum notum. í umróti styrjaldaráranna rak fjölda tundur- dufla að landi og tók Skarphéðinn að sér að gera þau óvirk á megin hluta strandlengjunnar austan og suðaustan íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.