Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 20.09.1975, Blaðsíða 2
Hjaltasyni, þar sem hann hefur hvað eftir annað orð á því, hvað hann hafi Jcynnztgáfuðu og áhugasömu fólki i Norður-Þingeyjarsýslu. Og í þvi sam- bandi nefnir hann einmitt bæði fólkið i Skógum og Ærlækjarseli. Sigurveig og margt af hennar ætt- fólki skrifar sérlega skýra og fallega rithönd. Fögur rithönd hefur verið landlæg, ef svo má segja i N-Þing- sýslu um langt skeið — eins og sveita- blöðin frá þessum árum m.a. bera vitni um. Það mun hafa verið fyrir kennslu Guðmundar, að miklu leyti, að margt fólk á þessum slóðum las bækur á norðurlandamálunum alveg hik- laust. Hef ég fyrir satt, að þær Skógar- systur báðar, Sigurveig og Kristveig, hafi leikið sér að þvi að lesa upphátt skáldsögur á norðurlandamálum fyrir heimafólk sitt og snara jafnóðum yfir á Islenzku. Sigurveig gekk i Kvenna- skólann á Blönduósi 1905 til 6. Hún var mjög hneigð til tónlistar og naut nokkurrar kennslu i hljóðfæraleik i æsku. Hún var lika listfeng hannyrða- kona. Þegar ég, sem þessar linur skrifa, var ungur drengur, liklega 11 eða 12 ára, var mér sá sómi sýndur, að ég var sendur aleinn, i ferð, sem var tals- 2 vert löng fyrir fótgangandi dreng- snáða. Ég var sendur að heiman frá mér i Efri-Hólum i eitthvert kinda- stúss fram i Hafrafellstungu (liklega 30km leiðl-Þar kom ég siðla dags. Og þess minnist ég ætið sfðan, að hús- móðirin talaði við mig eins og full- orðinn mann. Og um hvað? Hún fór að segja mér frá helztu mönnum á sviði bókmennta á Norðurlöndum. Þá heyrði ég fyrst nefnda Jónas Lee, Ibsen, Selmu Lagerlöv, Sigrid Undset, o. fl. Og hún skilgreindi þessa höfunda einhvern veginn þannig fyrir mér strákóvitanum, að ég minnist þess enn eftir 1/2 öld. Henni voru þessi mál greinilega hugleikin. 1 erfiðri lifs- baráttu, við fremur þröngan kost hversdagslegra gæða, átti þessi kona sér annan heim: Hugarheim fagurra bókmennta og lista. Eins og áður getur,,var Sigurveig viðkvæm i lund og ákaflega hjálpsöm og munu margir samferðamenn hennar á lífsleiðinni hafa notið þess, einkum þeir, er um sárt áttu að binda. En þótt það sé sé innskot inn i það, sem hér er um fjallað, get ég varla stillt mig um að geta annars atviks, sem fyrir mig kom á þessari umræddu férð I Axarfjörðinn. Ég komst ekki nema i Ærlæk næsta dag, eftir að lagt var upp heimleiðis, sem þó er næsti bær við Hafrafellstungu i bakaleið. Þar kom ekki til greina annað en að ég gisti. Og það er skemmst frá að segja að húsfreyjan þar, Halldóra Gunnlaugsd. frá Hafursstöðum, fór með mig á einhvers konar gandreið um mikinn hluta af goðafræði Grikkja, það sem eftir var dags og fram að kvöldinu. — Auk þess sýndi Einar á Ærlæk (heimilisvinur okkar á Efri- Hólum) mér mikið af myndum og bók- um, frá útlöndum, enda var hann læs á mörg tungumál. Ég læt þessa getið hér til að vekja athygli á þeim menntunar- og menningaráhuga sem rikjandi var i þessum byggðum á þvi timaskeiði, sem hér um ræðir. Karl i Hafrafellstungu var nokkuð ólikur konu sinni — a.m.k. að þvi er virtist i fljótu bragði. Stundum fannst mér hann vera and- lega skyldur vissum söguhetjum bókmenntanna — fornra og nýrra að þvi er harðfylgið snerti i þvi að vilja standa á eigin fótum. Karl var mikill reglumaður. Hann fór eigin leiðir. Var gagnrýninn. Sjálfstæður i skoðunum og lét ekki berast með straumi. Viö allra fyrstu kynni virtist hann nokkuð þurr á manninn. Jafnvel hrjúfur á yfirborði — en ljúfur og hlýr við nánari kynni. Hann hélt árbækur alla sina búskapartið — en þessar ár- bækur breyttust i dagbækur, þegar á leið, þannig að hann hélt óslitið dagbækur frá þvi um 1951 til 1972. Hann var mikill karlmennskumaður — enda kunnur glimumaður á yngri ár- um. Dagbækur Karls eru fróðlegar — og vitna um sérstæða reglusemi. Ekki sizt eru „árbækurnar” fróðlegar. Þar greinir hann m.a. frá bústofni sinum. Ekki get ég séð, að ég geri neinum rangt til, þó ég tilfæri hér upp úr árbók Karis, það sem hann segir um bústofn sinn I byrjun. Mér finnst það lærdóms- rikt, að kynnast þvi að hægt skyldi vera að lifa — og bæta hag sinn með svo litlu búi. Þar segir svo: „Arið 1909 byrjuðum við aö búa á 1/2 Hafrafellstungu i Oxarfirði. Þá áttum við: 2hesta, 21 ær, 9 gemsa, 6 sauði, og 400 kr. i peningum. Þetta var öll eign okkar.” Búfjáreignin óx hægt næstu árin — og það er ekki fyrr en i kringum 1930, sem ærnar komst um og yfir 150. En miðað við stærð var búið afurðamikið, enda vel um það hirt, kýr og geitur gáfu lika drjúgt búsilag. Þó búið væri litið i byrjun — og þvi hvorki efni né áhugi til eyðslusamra lifshátta, þá var farsæld i búskapnum. Og með sparsemi, islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.