Íslendingaþættir Tímans - 20.11.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 20.11.1976, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞALTTIR Laugardagur 20. nóvember 1976—41. tbl. 9. árg. Nr. 274 TIMANS 70 ára Sr. Jón Þorvarðsson Um þessar mundir eru merk tima- mót i lifi og störfum tveggja presta i Reykjavik, þeirra sr. Óskars J. Þor-_ lákssonar dómprófasts og dóm kirkjuprests og séra Jóns Þorvarðs- sonar prests við Háteigskirkju. Þeir eiga það sameiginlegt að vera svo til jafnaldrar-, ólust upp saman og voru leikbræður austur i Vik I Mýr- dal og þeir láta nú af störfum fyrir aldurssakir samtimis. Sr. Óskar kvaddi söfnuð sinn með kveðjuguðs- þjónustu i Dómkirkjunni sunnudaginn þann 24. október s.l. og sr. Jón kvaddi sinn söfnuð i Háteigskirkju sunnudag- inn 31. október s.l. Báðir eiga aö baki langan og farsælan starfsferil. Sr. Óskar minntist 70 ára afmælis sins þann 5. þ.m. og þann 10. nóvember var þess minnzt aö sr. Jón Þorvarösson varð sjötugur. Sá sem þessar linur ritar átti þvi láni að fagna að kynnast ungur Jóni Þor- varðssyni austur i Vik. Var hann læri- faöir minn i unglingaskóla og sem prestur uppfræðari i kristnum fræðum fyrir fermingu. Það er bjart yfir minn- ingunum um þessi kynni og vináttu gegnum árin. Nú á þessum tima- mótum i lifi sr. Jóns Þorvarðssonar er mér ljúft og skylt að þakka honum fyrirþað veganesti, sem hann gaf mér ungum, áður lagt var af stað á hinni vandasömu lifsins braut. Jón Þorvarðsson fæddist þann 10. nóvember árið 1906 á Viðihóli á Hóls- fjöllum, en faðir hans þjónaöi i Fjalla- þingaprestakalli um sjö ára skeið og va- þar prófastur i fjögur ár. Foreldrar sr. Jóns voru Þorvaröur prestur og prófastur i VikÞorvarðsson prests siðast aö Prestbakka á Siðu Jónssonar prests Þorvarðssonar að Breiöabólsstaöí Vesturhópi og Andrea Elisabet Þorvarðsdóttir bónda og hreppstjóra i Litlu-Sandvik i Flóa Guömundssonar. Móðir sr. Þorvarðar var Valgeröur Bjarnadóttir prests að Söndum í Dýrafirði Gislasonar prests að Rip i Skagafirði Oddss. prests að Miklabæ Gislasonar Magnússonar Hólabiskups. Þaö standa þannig miklar prestaæítir að sr. Jóni. Þau Þorvarður og Elisabet eignöust átta börn. Nú eru á lifi auk Jóns: Þor- varður fyrrum aöalféhirðir Seöla- bankans, Hjörtur fyrrum verzlunar- maður i Vik, Kristján læknir I Reykja- vik og Svanhildur húsmóöir i Reykja- vik. Arið 1907 fluttist sr. Jón með for- eldrum sinum norðan frá Hólsfjöllum suöur i Mýrdal þá eins árs að aldri, en faðir hans haföi þá fengið veitingu fyrir Mýrdalsþingaprestakalli. Bjó fjölskyldan i Norður-Hvammi þar til hún flytur til Vikur árið 1911. A þessum árum er Vikurkauptún að myndast. Fyrsti frumbygginn i Vik byggði þar hús 1896, en um þetta leyti var verzlun aö ná fótfestu i Vik, áður urðu sýslubúar að sækja verzlun til Eyrarbakka eða austur á Papós. Fyrst var vörum skipað upp i Vik árið 1884 og 2. desember 1887 fær Vik löggild- ingu sem verzlunarstaður. Má segja, aö byggð hafi myndazt i kringum verzlanirnar i Vik en á þessum árum var róið til fiskjar á árabátum frá Vik, Reynishverfi, Dyrhólaey og viðar frá söndum suðurstrandarinnar. Fyrir aldamótin voru á vetrarvertið gerðir út frá Vik 6-7 róðrabátar. Byggð i Vik fór ört vaxandi um og eftir aldamótin og jafnframt hófst fé- lagsstarf ibúanna. Góðtemplara- stúkan Eygló er stofnuð 1901 og barna- stúkan Morgunstjarnan 1906. Skömmu siðar er stofnað Ungmenna- félagið Skarphéðinn og Kvenfélag Hvammshrepps. Barnakennsla hefst i Vik um aldamótin 1900 og eftir að fræðslulög- in frá 1907 taka gildi kom nýskipan þessara mála. Arið 1908 er kosin sérstök skólanefnd i Vik og var sr. Þorvarður Þorvarösson kjörinn fyrsti formaður hennar, þá nýfluttur i Mýr- dal. Naut sr. Þorvarður fljótt trausts og virðingar sóknarbarna sinna. Þegar unglingaskóli tekur til starfa i Vik árið 1910, var sr. Þorvarður ráðinn fyrstiforstöðumaður hans en hann var þá búandi i Norður-Hvammi og er þaðan drjúgur spölur til Vikur. Þegar Unglingaskólinn tók til starfa kenndi sr. Þorvarður fjórar námsgreinar. Eins og fram hefur komið flytur sr. Þorvarður með fjölskyldu sina frá Norður-Hvammi til Vikur árið 1911. Þátttaka sr. Þorvarðar i félagsmálum i Vik verður eftir það auðveldari, en segja má, aö það hafi veriö mikill fengur fyrir þorpið að fá þessa fjöl- skyldu sem búendur þar. Húsnæöis- vandamál voru þá mikil i Vik og fjöl- skylda sr. Þorvarðar fékk ekki varan- legan samastaðfyrr en þau árið 1914 fluttu i lítið hús sem siðar fékk nafniö. Prestshús er gengur nú undir nafninu Hamar. Var það staðsett vestan iækj- ar i kauptúninu. Hús þetta var upphaf- lega byggt sem sjóbúð árið 1894 en siðan stækkað og lagfært sem ibúðar- hús árið 1908. Húsakynnin i „Prestshúsinu” voru ófullkomin og þröng fyrir svo stóra fjölskyldu og efni sr. Þorvarðar voru litil. Það reyndi þvi mjög á húsmóður- ina að geta sýnt næga hagsýni, aö fjöl- skyldan þyrfti ekki að liða skort. En þannig var það viða á þessum árum hér á landi. Lifið snerist öðru fremur um það að vinna fyrir daglegu brauði. Frú Elisabet kona sr. Þorvarðar var sérstök mannkostakona. Það hafa kunnugir sagt mér, aö hún hafi verið

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.