Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 13
Eyjólfur Kristinsson F. 7. nóvember 1895. D. 6. júli 1977. Lát anker falla. Ég er' i höfn Ég er meö frelsara minum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn. Vor Drottinn bregzt eigi sinum. A meðan anker I ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingaö heim. (Sjómannasáimur — östby, V. Snævarr.) Eyjólfur Kristinssop fæddist i Asa- túni, Hrunamannahreppi, einn þriggja bræðra. foreldrar hans voru hjónin Kristinn steinsmiður Grimsson, bónda iÁsakoti, Biskupstungum, Guðmunds- sonar og Ragnheiður Eyjólfsdóttir, bónda að Snorrastöðum Laugardal, Þorleifssonar. Frá átta ára aldri ólst Eyjólfur upp að Grænhóli, Bessa- staðahreppi. Varð honum siðar tiðrætt um uppvaxtarárin á Alftanesi, og leit- aði hugurinn oft á þær slóðir á vit hug- heitinn að kenna þess meins, er dró hann til dauða. Varð hann að ganga undir erfiða uppskuröi og dvelja á sjUkrahúsum, en mest þó heima. Sýndi kona hans þá hvern mann hún hefur að geyma og hjúkraði honum af frábærri ástúö og umhyggjusemi, unz ekki var lengur stætt og sérfræðileg hjúkrun þurftiað koma til. Var hann þá fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann lá I fimm vikur unz yfir lauk. 1 fámennri byggð eins og hér, skiptir hver einstaklingur meira máli en þar, sem f jölmenniö er meira. Þess meira er gildi hvers einstaklings, sem hann er stærra hlutfall af hópunum. Við finnum þaö glöggt hérna á bæjun- um viö Þistilfjarðarbotninn, að nú er skarö fyrir skildi. En viö huggum okk- ur við minninguna um góðan dreng, aö maður kemur i manns staö, og að fá- menni er ekki fátækt meðan það á menn að missa eins og Benedikt heit- inn var. Sárastur verður missirinn eiginkonu, dætrum, stjúpsyni, fóstur- syni, aldraðri móöur, stjúpföður og systkinum. Ég sendi þeim öllum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að vernda þau og styrkja. Óli Hallddrsson ljúfra minninga. Um 1915 fluttist fjöl- skyldan til Hafnarfjarðar, og um ára- tug siðar byggðu þeir feðgar stór- myndarlegt hús, á mælikvarða þess tima, að Selvogsgötu 2, þar i bæ. Eyjólfur var friður sýnum og karl- mannlegur, en hógvær i allri fram- göngu. Hann var greindur vel, list- rænn að eðlisfari og dvergur hagur, eins og ýmsir smiðisgripir hans bera ljósan vott um. Þær voru ekki margar námsbrautirnar, sem opnar voru efnalitlum unglingum á öndverðri þessari öld, en einatt var minna um það fengizt en hitt, að duga sem bezt við tiltækt nám og starf. Arið 1920 lauk Eyjólfur hinu meira siglingaprófi við Stýrimannaskólann. Hann fór fyrst til sjós 1909 og stundaði sjómennsku óslit- ið fram á árið 1956. 1 tuttugu og tvö ár . var hann stýrimaður á .islenzkum og enskum fiskiskipum, og i sex ár skip- stjóriá botnvörpungunum Mai og Júli, eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Hann var happasæli skipstjórnar- maður, æörulaus og traustur, og þvi fremur sem meira á reyndi. Hin sér- stæðu tengsl sjómanns og sjávar rofn- uðu aldrei, og til hinztu stundar var lif- andi áhugi bundinn sjósókn og afla- brögðum. Siöustu fjórtán ár starfsæv- innar var hann vaktmaður i Oliustöð- inni i Hafnarfiröi. Eöliskostir Eyjólfs og ástundun skópu honum farsæld i öllum störfum og virðingu og vináttu jafnt samstarfsmanna sem yfirboð- ara. Hinn 5. júli 1924 gekk Eyjólfur aö eiga hina ágætustu konu, Guðrúnu Ölafsdóttur, stýrimanns I Hafnarfirði, Þorkelssonar og konu hans, Herdlsar Hannesdóttur. Hjónaband þeirra var hamingjusamt, enda voru þau fágæt- lega samhent. Heimili þeirra, að Sel- vogsgötu 2, var til dánardægurs Guð- rúnar, 8. april 1973, þekkt að rausn og menningarlegum heimilisbrag. Þar var miðstöð stórrar fjölskyldu, sam- heldins frændliðs og tryggs vinahóps. A gleðistundum var þangað leita söngs og græskulauss gamans, en á erfið- leikastundum uppörvunar og hvers kynsstuðnings. Þeim hjónum varð sex barna auðið: Ragnheiður Eygló tækni- teiknari I Hafnarfirði, gift Jóh. Sævari Magnússyni fulltrúa. Ólafur Her- mann, loftskeytamaöur I Hafnarfirði, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur. Þórunn Marta, deldarstjóri á Blönduósi, gift Guðmundi Andréssyni stýrimanni. Eyrúnandaðist á þriðja aldursári. Ey- rún Sigurbjörg húsfreyja i Reykjavik, gift Jóni Alfonssyni flugumferðar- stjdra. Inga Maria, söngkona i Hafn- arfirði, gift Sigurði Halli Stefánssyni héraðsdómara. Eyjólfur bar alla tið mikla um- hyggju fyrir velfarnaði barna sinna og barnabarna, enda reyndu þau mak- lega að bera honum birtu i húm ævi- kvöldsins, þegar saman fóru missir lifsfórunautar og sivaxandi vanheilsa. Hver sá, sem ann þjóð sinni, hlýtúr að óska henni þess, aö hún eignist sem flesta synilika EyjólfiKristinssyni. Að leiðarlokum eru þeir ekki fáir sem margs hafa að minnst og mikið að þakka. Mér er efst i huga, að hin háa einkunn manngildis — að vera grand- var til orðs og æðis og mega I engu vamm sitt vita — öðlast við kynnin nýja og dýpri merkinu. Við andlát náinna ástvina veröur hverfullleiki lifsins flestum sem ógn- vekjandi staðreynd. Þá er nokkur huggum, að minning góðs og grand- vars manns mun lengi lifa: dýrmæt eign, sem ekki verður frá okkur tekin. Hitt mun og satt vera, að hinir beztu mannlegu eiginleikar eru i eðli sinu óforgengilegir. Blessuð sé minning Eyjólfs Kristins- sonar. SigurðurHallur Stefánsson. Islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.