Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1978, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1978, Blaðsíða 3
menna veölánakerfis 1957, I milli- þinganefnd um skattamál og milli- þinganefnd um ibUöamál i kaupstöö- um og kauptúnum. Hér er aðeins stikl- að ástóru. Þótt Hannes væri svo viða til kvaddur, sem framanritað bendir til, og þó ekki fulltalið, var hann ein- lyndur og kappgjarn. Hann sást lítt fyrir, ef sótt skyldi rangt mál eða rétt varið að hans dómi. Hann var flestum ógjarnari að vægja fyrir andstæðing- um, vigreifur fullhugi i sókn, flestum ógjarnari að beygja sig fyrir fjöldan- um, þegar honum sýndust rökleysur ráða meiru i málflutningi en skyldi. Ég þakka honum vináttuna allt frá æsku til leiðarloka, hversu sem skiptin annars féllu hvert sinn. Guðmundur Jósafatsson, fráBrandsstöðum. Hannes Pálsson, frá Undirfelli, andað- ist aðheimili sinu hér í Reykjavik aöfara- nótt 15. þ.m. nær áttræður að aldri. Með HannesiPálssyni er failinn i valinn eftirtektarverður og stórbrotinn persónu- leiki, sem viða kom við á langri lifsleið. Hann lét margvísleg málefni til sín taka, tók lengi virkan þátt í félagsmálastarfi og stjórnmálabaráttu. Um hann stóð oft mikiilstyr.einsogverðavill um þá, sem i sviðsljósi standa og i fylkingarbrjósti berjast. En ekki ætla ég að Hannesi hafi þótt slikt neitt tiltökumál, heldur nánast tekið það sem sjálfsagðan hlut og óhjá- kvæmilegan í vigaferlum stjórnmálabar- áttunnar. Hannes Pálsson var Húnvetningur að ætt og uppruna og starfaði i heimahéraði sinu fram til fimmtugsaldurs. Hann fædd- ist 18. april 1898 á Eiðsstöðum i Blöndu- dal, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Páll Hannesson, bóndi þar og Guðrún Björnsdóttir kona hans. AB Hann- esi stóðu styrkir stofnar i báðar ættir. Páll faðir hans var sonur Hannesar Guð- mundssonar, bónda á Guðlaugsstöðum i Blöndudal, siðar á Eiðsstöðum, en kona Hannesar og móðir Páls var Halldóra Pálsdóttir i Hvassahrauni, Jónssonar. Hannes lézt 26.3.1921, 79 ára að aldri, en Halldóra 31.12. 1914, einnig 79 ára gömul. Einn sona Hannesar á Guðlaugsstöðum var hinn þjóðkunni merkismaður Guð- mundur Hannesson, prófessor og var hann þvi föðurbróðir Hannesar Pálsson- ar. Móðir Hannesar Pálssonar, Guðrún Björnsdóttir, var dóttir Björns Eysteins- sonar, er lengst bjó á Orrastööum i Torfa- lækjarhreppi, og fyrri konu hans Guð- bjargar Jónasdóttur frá Tindum i Svina- vatnshreppi. Var hún elsta barn Björns og dvaldi m.a. með honum á Réttarhóli á Grimstunguheiði viö harðan og erfiðan kost, svo sem lesa má um að nokkru i sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar. Hannes Pálsson varö gágnfræðingur á Akureyri 1915 og stundaði siðan nám viö isiendingaþættir Samvinnuskólann, veturinn 1918—1919. Hann var bóndi á Undirfelli i Vatnsdal 1925—1943 og að nokkru i félagi við son sinn til 1949, en þá brá hann búi og fluttist til Reykjavikur og var búsettur þar upp frá þvi. Hannes Pálsson hóf störf hjá Búnaöar- félagi Islands i Reykjavik 1946 og vann þar ávallt siöan sem fulltrúi við útreikn- inga á jarðabótum. Jafnframt var hann lengi fulitrúi i fjármálaráðuneytinu og starfaöi við fasteignamat rikisins. Hann var skipaður i Lánadeild smáibúða 1953 og i' stjórn hins almenna veðlánakerfis 1955. Þegarlögin um Húsnæðismálastofn- un rikisins voru sett 1957, var Hannes kos- inn af Alþingi i húsnæðismálastjórn og átti þar sæti til 1976, eða lengur en nokkur annar til þessa. Sinnti hann þvi starfi, sem öðrum, af mikilli samviskusemi og varði tíl þess ærnum tima. Hannes hafði aila ævi brennandi áhuga á félagsmálum og þá ekki sist stjórnmál- um. Hannheillaðistaf Jónasi Jónssyni frá Hriflu og hugðarefnum hans meðan hann var i Samvinnuskólanum og gerðist ein- dreginn fylgismaður samvinnustefnunnar og Framsóknarflokksins. Heima 1 héraði voru þeir Jón i Stóradal og Guðmundur i Asi helstu forgöngumenn framsóknar- flokksins og fyrir andstæðri fylkingu fóru Þórarinn á Hjaltabakka og siðar Jón á Akri. Hannes hafði miklar mætur á Jóni I Sóradal og taldi hann langfremstan sinna flokksmanna i héraði. Þegar Framsókn- arflokkurinn klofnaði 1933 og Bænda- flokkurinn var stofnaður, fór Jón i Stóra- dal fram i A-Hún., fyrir Bændaflokkinn. er þaö ætlan min, að þá hafi Hannes átt i nokkrustriði við sjálfansig um hvað gera skyldi, en málalok uröu þau, að hann fylgdi áfram sinum gamla flokki og ekki aðeins það, heldur gerðist hann nú fram- bjóðandi hans og merkisberi i kjördæm- inu. Var Hannes oft siöan i kjöri i Aust- ur-Húnavatnssýslu fyrir Framsóknar- ftokkinn og háðu þeir Jón Pálmason marga fræga hildi en Jóni tókst þó jafnan aðhalda velli, unshann féllaðlokum fyrir Birni Pálssyni á Löngumýri, bróður Hannesar. Heima i héraði valdist Hannes Pálsson til margvislegra trúnaðarstarfa fyrir sveitunga sina og sýslubúa. Hann var lika ágætlega til þess fallinn vegna áhuga og glöggskyggni. Hann sat i hreppsnefnd Asahrepps i tólf ár og i sýslunefnd i sex ár. 1 stjórn Búnaðarfélags Svinavatns- hrepps sat hann I fjögur ár og var endur- skoðandi Kaupfélags Húnvetninga i tutt- ugu ár. Þá átti hann sæti i miðstjórn Framsóknarflokksins allt frá 1934 og mun hafa látiö þar verulega til sin taka. Hannes var skipaöur i milliþinganefnd I skattamálum 1947, milliþinganefnd til að semjafrumvarpum húsaleigulög 1951 og i milliþinganefnd til aö gera tillögur i hús- næöismálum kaupstaða og kauptúna 1956, þá átti hann sæti i Yfirfasteignamats- nefnd rikisins 1938—1945 og var formaður Landsnefndar fasteignamatsins 1955—1957. Sýna þessi trúnaöarstörf öll hve mikils trausts og álits Hannes naut hjá sýslungum sinum og samherjum. Einn af mörgum kostum Hannesar Pálssonar var hversu hreinskilinn hann var og hreinskiptinn i öllu samstarfi. Eng inn þurfti að vera i vafa um afstöðu hans eða skoðun á þeim málum er voru til um- fjöllunar. Hann var ákaflega litið hneigð- ur fyrir að slá af skoðunum sinum til þess að komast að málamiðlun eins og oft verður að gera þar sem ólikar skoðanir mætast. Hannes var að upplagi (eða lffs- reynslu?) stefnufastur minnihlutamaður og égheldaðhannhafi unað þvi hlutskipti sæmilega. Hannes skrifaöi margar blaöagreinar um áhugamál sin og hann gaf út kver um húsnæðismál fyrir mörgum árum er hlaut nafnið „Gula bókin”. Olli hún miklu fjaðrafoki og varð ærið umræðuefni I kosningum skömmu siðar og ekki laust við að enn sé til hennar vitnað. Þá flutti Hannes mörg erindi i útvarp, einkum I þættinum um daginn og veginn, og var að jafnaði ómyrkur I máli. Sá sem þessar linur ritar er ekki nægi- lega kunnugur tíl þess að fjalla um bú- skap Hannesar þá ca. tvo áratugi sem hann bjó á Undirfelli i Vatnsdal. Vatns- dalurinn er ein fegursta og kostarfkasta sveit á Islandi og þar er hvert býlið öðru myndarlegra. Vatnsdalsá liðast lygn um dalinn, kvik af laxi og silungi og færir fbú- um hans dr júgar tekjur. Grasgefið undir- lenti daisins býður upp á góða kosti í rækt- un og fóðurframleiðslu og beitilönd heið anna eru nær óendanleg að viðáttu og möguleikum. Hannes mun hafa búið vel á hinu forna prestsetri, en þó ætla ég, að bú- skapurinn hafi fremur goldið hins mikla félagsáhuga, ferðalaga og umsvifa, sem óhjákvæmilega fylgdu trúnaðarstörfum húsbóndans. Er slik tviskipting kraftanna alltaf erfiðog vandasöm og þá ekki sist aö þvi er varðar stööu bóndans. Hannes Pálsson var þrikvæntur. Fyrsta kona hans var Hólmfriður Steinunn Jóns- dóttir, frá Undirfelli, Hannessonar. Þau giftu sig 28. júni 1924. Attu þau fimm börn: Pál, verkfræðing i Reykjavik, Astu, húsfreyju i Kópavogi, Jón, verkamann á Blönduósi, Guörúnu, er dó um fermingu, og Bjarna, bónda á Undirfelli. Þau Hann- es og Hólmfriður skildu 1943. önnur kona Hannesar var Katrin Dag- mar Þorsteinsdóttir, frá Firði I Seyðis- firði. Giftu þau sig 6. ágúst 1949. Katrin lést 22. nóv. 1957. Þeim varð ekki barna auðið. Hannes kvæntist i þriðja sinn 8. nóv. 1958, Sigrúnu Huld Jónsdóttur frá Hafnar- dal i N-ls., greindri dugnaöarkonu, sem lifir mann sinn og reyndist honum mikil stoð i erfiðleikum elliáranna. Eignuðust þau einn son, Guðmund, sem orðinn er 17 ára og er við nám. Auk þess gekk Hannes dóttur Sigrúnar i föðurstað. Hannes Pálsson átti þvi láni að fagna að 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.