Íslendingaþættir Tímans - 29.11.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 29.11.1980, Blaðsíða 6
Hrafn Hermannsson Fæddur 12. janúar 1964. Dáinn 22. september 1980. Fyrstu gestir á heimili okkar þetta árið voru bræðurnir Jóhannes, Hrafn og Guö- mundur Hermannssynir. Þeir litu inn á nýársdag, glaðir og prúðir að vanda. En bræðurnir þrir verða ekki oftar á ferð saman, þvi váleg tiðindi hafa gerst, hann Hrafn er látinn. Eftir er aðeins minningin um 16 ára ungmenni, sem djarflega horfði mót lifinu og öllum þess óefndu fyrirheitum, — drenginn sem aldrei lá á liði sinu, hvort heldur var i starfi eða námi. begar efnilegum æskumanni er svo skyndilega i burtu kippt, er eins og allt nemi staðar i orövana spurn um gátur lífs og dauða. Það er svo erfitt að sætta sig við að Hrafn skyldi ekki lengur fá notið þess, sem houm hafði verið úthlutað i lifinu. Allt var þar svo hagstætt, dugnaður mikill, námshæfileikar frábærlega góðir og að baki honum stóð traust og gott heimili. Já, það vakti eftirtekt, hversu fjölskyíd- an var samhent, allir hjálpuðust að i ást- rikri umönnun. Ég hef alltaf séb Hrafn við og við frá þvi foreldrar hans fluttust hingað i byggö- arlagið, stundum heima hjá honum, stundum heima hjá mér eða á förnum vegi. Aldrei man ég eftir honum öðruvisi en brosandi. Það yljaði mér alltaf um hjartarætur þetta bros, svo bjart og hlýtt, og það þvl fremur, sem unglingar á þessum aldrei beina gjarna brosum sinum i aðra átt en til roskins fólks sér óvandabundins. Brosin þin geymast áreiðanlega i vitund margra. Ég og fjölskylda min þökkum þér innilega samfylgdina, Hrafn minn, og al- veg sérstaklega þökkum við hjónin og Jósef þér fyrir alla góðvild þina og hjálp- semi við hann, þegar þið voruð saman i skóla á Torfastöðum. Dagar koma — dagar fara. Lengi er að liða hver dagur harmi þrunginn. Slysadaginn mikla fóru margir upp i Smjörf jöll eða aðstoðuðu við leitina á ann- an hátt. En miklu fleiri voru hinir sem ekki fengu aðhafst, hversu mjög sem þe>r hefðu viljað geta á einhvern hátt létt ykkur, kæru foreldrar og systkini, ógn á- vissunnar og siðar þunga sorgarinnar er helfregn barst. En hugur hvers einasta Vopnfirðings er hjá ykkur i hljóðri samúð. Megi góður guð gefa ykkur styrk i sár- um harmi. Jónina R. Björgvinsdóttir' islendingaþaettir Þegar búið á Skarði var lagt niöur hóf Gisli störf viö sútunarverksmiðju SIS á Akureyri og var þar við verkstjórn á þriðja ár eöa þar til hann kenndi þess sjúkdóms sem dró hann að lokum til dauöa. Hann hætti þá störfum við verkámiöjuna vegna heilsubrests. Eftir þar starfaði hann við að la upp garð plöntur sem hann kom til i gróðurhúsi og vermireitum. Eru þær nú mörgum til augnayndis viða um bæinn. Honum lét þetta vel þvi að hann var ræktunarmaöur að eölisfari. En sjúkdómurinn setti hon- um þröngar skorður, þvi aö hann þoldi illa átök. Siðast en ekki sfst sneri hann sér fyrir alvöru að listinni, bæöi höggmyndalist og málaralist. Mig grunar að veraldararður hafi verið lítill af þeirri iöju en kostnaður mikill, stundirnar llka óteljandi, sem hann varði til þess aö reyna að gera alltaf betur. Jónas Jakobsson sagði honum til um gerö höggmynda en Jóhannes Geir, listmálari miölaði honum af þekkingu sinni á myndlist. Gfsli talaði af mikilli hlýju um þá báöa hvert sinn sem tilefni gafst til. Þetta mætti nefna sögu Gisla Guömann i hnotskum. En mannlýsinguna vantar og þá vantar þaö sem mestu varöar, því aö hér var úrvalsmaöur á ferð. List Gisla tel ég að hafi ekki enn veriö metin að verðleikum. Bæði sem maður og sem listamaður leyndi hann á sér meira en margan grunar. Þungur innilegur ein- faidieiki listar hans vinnur hægar á en glæsileg tækni og hugarflug annarra. Jafnvel þrautreyndir listrýnendur hafa oft fariö flatt á þvi að kveða upp dóma áöur en verkin höfðu orkaö nógu lengi og nógu djúpt á þá. Þeir sem þekktu Gfsla vel vissu aö hann reri ekki á grunnmiöin. Maðurinn kom oft á óvart, þvi að eölis- þættirnir voru margslungnir. Hvern gat grunað í fljótu bragöi að þarna færi djúp- hugull, fjölgáfaöur maöur fluglæs og tal- andi á margar erlendar tungur, ensku, þýsku, Norðurlandamál ög svo esperanto aö auki? Meö honum bjó græskulaus kimnigáfa og skemmtileg hnittni sem engan særöi eða meiddi.Hanngat oröið svo undurhýr I 6 augunum og röddin átti sér heitan tón, sem smaug að hjartarótum. Og hvers- vegna var návist hans svona notaleg? Hvernig stóö á þvf að þessi viökvæmi og duli maður, þessi heita, lifandi sál sem varö aö sætta sig við sjúkdómsfjötra og margháttaðar takmarkanir, virtist hafa sigrast á öfundaráráttunni sem hrjáir fjöldann? Jú — hann var einfaldlega vax- inn upp úr sjónarmiðum múgsins. Hann þjónaði lifinu en ekki eigingiminni. Hann hafði lagt niöur barnaskapinn sem felst f eftirsókn eftir vindi. 1 þessu fest stærö mannsins. Hver sem ekki sér þá stærð sér ekki hina sönnu stærð, heldur er enn á valai sinnar eigin smæðar. Ekki er maðurinn flikin.sem hann klæðist,heldur veruleikinn sem hið innra býr. Við áttum þess kost aö njóta kynna við Gísla berum i brjósti þakklæti til hans og til konunnar, sem stóö við hlið hans I bliðu og striöu. Fylgi blessun þeim og þeirra niðjum i þessum heimi og öðrum. tJlfur Ragnarsson, læknir Vor takmörk vér skynjum I timans nið, hér tefja ei dagar né ár. Að morgni nam Gisli hans kunna klið, um kvöldið hann liðinn var nár. Ég minnist þin vinur, þin mynd er ljós, þú munstraöir listvef þinn einn, og lést hvorki tmfla þig last né hrós I leit þinni stóðst jafnan beinn. Ei glöptu þig annir þó gekkst á vit þeim gróðri sem liföi þér hjá. 1 leirinn þd mótaðir linurit sem lýsir vel reisn þinni og þrá. Þú tjáðir i listformi takmark hátt, þó torveld oft reynist sú braut. A6 frækomi hlúðir sem fannstu smátt. þess frjómáttar andi þinn naut. Þin ævibraut lá yfir laut og hól I leyndum var baráttan hörö og hljóölega kvaddir i' sumarsól er signdi þig iðjagræn jörö. Vinur

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.