Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 15.07.1981, Blaðsíða 6
Helgason naut. Veröur þá einnig a& hafa i huga aö islensk blaöamennska var á þess- um árum miklu hatrammari.persónulegri og pólitlskari en nú er. Þegar Jón Helgason mótaöi fréttaöflun Timans á fyrra starfsskeiöi sinu þar, voru aöstæöur ákaflega óllkar þvl, sem blaöa- menn nútfmans þekkja. Siminn og pósturinn voru nær einu fréttaó'flunarleiö- irnar. Feröalög blaöamanna út fyrir höfuöborgina til fréttaöflunar voru fátlö, fréttamyndir hálfgeröur munaöur. A miklu valt þvi aö blaöamaöurinn, sem færöi fréttir og frásagnir I letur, væri fjöl- fróöur um hagi landsmanna til sjávar og sveita. Hann þurfti ekki aöeins aö þekkja sem best til staöhátta, hann þurfti einnig aö geta sett sig inn I hugsanagang viö- mælenda sinna, hvort heldur þeir voru úr höfuöborginni eöa af ystu nesjum. Síöast en ekki sist þurfti hann aö hafa gott vald á myndauöugu máli til þess aö veita lesend- um sinum þá sýn inn i málin, sem hann sjálfur bjó yfir. Alla þessa kosti sameinaöi Jón Helga- son á frábæran hátt. Saga lands og þjóöar heillaöi hann frá barnæsku og á því sviöi hefur hann reist sér marga minnisvaröa, er aldrei munu fyrnast. Um ritstörf hans munu aörir fjalla betur I dag, en ekki veröur hjá þvl komist aö benda á aö einnig þar var Jón meöal frumherja. Hann hóf blaöamennskuna til enn meiri vegs og viröingar meö bókum áfnum, sem allar bera merki hins besta i fari góös blaöamanns. Þegar ég kom til Tlmans áriö 1962, eftir aö hafa um sinn reynt aö fylla i hluta þess skarös sem varö eftir Jón á Frjálsri Þjóö, var hann oröinn ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans, sem óhikaö má fullyröa aö var undir ritstjórn hans ein af gersemum Is- lenskrar blaöamennsku. Viö unnum þvl aldrei saman aö fréttaöflun. Hins vegar var hann ávallt reiöubúinn til þess aö gefa góö ráö, veita upplýsingar og leiöbeina. Þaö var ekki ónýtt fyrir ungan og óreynd- an mann aö geta „flett upp I gömlu frétta- haukunum, Jóni og Andrési Kristjáns- syni, ef upplýsingar vantaöi um menn eöa málefni i' bakgrunni fréttar liöandi stund- ar. Fyrirmörg góö ráö og ábendingar fyrr og slðar skulu hér færöar þakkir. Starf blaöamanns er lýjandi, bæöi fyrir blaöamanninn sjálfan og aðstandendur hans. Blaðamennska veröur aldrei unnin eftir stimpilklukku, ef blaöamaður vill standa undir nafni. Þaö þarf þvl mikla þrekmenn til þess aö gegna henni I nær hálfa öld. Starfsþrek Jóns Helgasonar var meö ólikindum. Samhliöa ritstjórastörf- um geröist hann mikilvirkur rithöfundur, eins og áöur er á minnst, og I ritstjórastóli sat hann til æviloka. Nú loksins hillti undir breytingu. Jon var aö láta af störfum sem ritstjóri og ætlaði aö helga sig öörum rit- störfum, þaö sem eftir var æfinnar. Nýlega höföu hann og Margrét Péturs- dóttír kona hans sem gengu I hjónaband 1942, fest kaup á landskika I Botnsdal, þar sem æskuheimíli Jóns stóö. Þau höföu reist sér þar gott og fallegt hús. Þar ætluðu þau aö eyöa ævikvöldinu, og þangaö haföi Jón þegar flutt ritvél slna. Mörg heillandi verkefni biöu, margt haföi boriö fyrir á löngum ferli hans i blaða- mennsku og fræöistörfum, sem hann langaöi aö gera betri skil. NUI júnilok var húsiö I Botnsdal nánast fullbúiö. Jón var fullur tilhlökkunar. Á þvl aldursári þegar flestir fara aö draga saman seglin fannst honum heillandi framtlö blasa viö sér. Viku slöar var hann allur. Þáö er ávallt sárt, þegar ástvinir kveöja, ekki slst þegar kalliö kemur snögglega og fólki finnst framtlöin blasa við sér. Skiptir þá ekki höfuömáli hver aldurinn er. Nokkur huggun má þó aö- standendum Jóns vera í þvi aö merkiö stendur, þótt maöurinn falli. Oröstlr hans mun lifa á meðan islensk tunga veröur skráö og lesin og vlst er um þaö, aö ekki heföi Jóni falliö vel aö veröa hægfara hrörnunarsjúkdómum aö bráö. Ég sendi aðstandendum hans öllum innilegar samúöarkveöjur. Aö lokum: Hjartans þökk fyrir sam- fylgdina, Jón Helgason. Magnús Bjarnfreösson. + Þegar ég reyni nú aö festa á blaö nokk- ur minningarorö um Jón Helgason rit- stjóra llst mér aö þaö veröi mjög I brot- um. Viö erum löngum vanbúin aö kveöja þann sem skyndilega og óvænt er af heimi kallaður og viö væntum okkur lengri sam- fylgdar meö. Jón Helgason haföi komiö sér upp húsi á æskustöövum slnum I Hvalfjaröarbotni. Hann hugöi gott til þess aö geta dvaliö þar I næöi á komandi árum og vera frjáls aö þvl aö stunda þau ritstörf sem hugurinn þráöi. Ég var I tölu þeirra sem hlakkaöi til aö heimsækja þau Margréti þangaö. Ekki var aö efa alúölegar og góöar móttökur og sist yröi þurrö á skemmtilegum og hress- andiumræöum eina dagstund. En hvaö er aö nefna hér söknuö og eftirsjá okkar út I frá hjá þeirri röskun sem oröin er hjá þeim sem honum eru nánastir. En ekki stoöar aö deila viö dómarann. Það eru meira en 40 ár siöan kunnings- kapur hófst meö okkur Jóni Helgasyni. Ég hitti hann fyrst ungan blaðamann viö Nýja dagblaöiö. Siöan lágu leiðir okkar saman I félagsskap ungra Framsóknar- manna. Upp frá þvl höfum við jafnan vit- aö hvor af öörum og stundum venö nánir samstarfsmenn. Viö áttum ekki alltaf samleiö I skoöun- um en þaö sem á milli bar um llfsviðhorf á yngri árum eyddist þegar árin liöu. Við trúöum því báöir strax I æsku aö farsælast myndi öllum aö fylgt væri heilræöi Steph- ans G. að alheimta ei daglaun aö kvöld- um. Baöir vildum viö vera lýöræöismenn en reynslan sýnir að erfitt er að fylkja þjóö sinni einhuga um lifsreglu hins virta skálds þegar flestir vilja fá kaup sitt fullt fyrirfram. Blaðamennskan var llfsstarf Jóns Helgasonar öll þessi ár. Hann var ritfær svo aö þar stóöu engir starfsbræöur hans honum framar. Að vissu leyti naut hann sin betur I stjórnarandstööu en stjórnar- fylgd. Honum létbetur aö túlka stefnumál afdráttarlausten að afsaka og verja miðl- unarsamninga sem oft eru nánast nauö- ungarsamningar enda þótt færa megi rök aö þvl aö valinn hafi veriö skásti kostur þeirra sem i boöi voru. En hér er ekki ætlunin aö rekja pólitíska sögu, heldur að minna á hver maöurinn var. Þegar menn kynna sér þaö kjörsviö er hann valdi sér innan blaöamennskunn- ar kemur I ljós hver hann var. Viöfangs- efniö er ööru fremur Islenzkt mannllf- Saga og örlög íslenskrar alþýöu fyrr og siðar var honum svo nátengt aö þar var hans hjartans mál. Þaö sem hann las I gömlum og þurrum þingabókum kunni hann að glæöa lifi hrlfandi frásagnar. Þannig sagöi hann margar góöar sögur, sumar til gamans en flestar þó alvarleg- ar, þvl aö sllkar sögur vinna sér frekar sess I embættisbókum. En margar þessar sögur uröu áhrifamiklar I meðferö meist- arans. Þár var aö verki fordómalaus mannvinur, alþýöusinni, litt bundinn af kreddum. Það er nú liöin tlö að ástæða sé til aö kvarta um tregöu listdómara aö meta slikar bókmenntir. Nú þykir heimilda- skáldsaga flnt og fallegt orö. En sú var tlöin aö okkur fannst sumum aö menn væru tregir að taka viö sér i þessu sam- bandi. Mér hefur alltaf fundist aö söm væri listin aö segja sögu svo aö hún næði hug og hjarta hvort sem menn væru að lýsa eigin lifsreynslu, rekja sögu eftir gömlum dómabókum eöa semja skáld- sögu meö tilbúnum persónum. Og marga söguna auðnaðist Jóni Helgasyni aö segja svo aö hún grlpur lesandann. Þau eru mörg falleg og hrlfandi dæmi en Hka margt átakanlegt til varnaöar. Svo hefur Islenskt mannlíf löngum veriö. Bókmenntalega og listrænt stendur sagan óháö þvi sem sögumaöurinn sjálfur hugsaði um sagnfræöi og skáldskap. En hvort sem Jón Helgason hélt sér við gamlar lifsreynslusögur eöa hann vék að eigin hugsmíöum óbundinn af öllum heimildum veruleikans var hann hinn sami. Samúö hans meö heilbrigöu, nátt- úrulegu mannllfi brást aldrei. Oft hef ég veriö gestur I Reykjavík og á þar margra góöra gistivina aö minnast- Einu sinni fyrir löngu siöan skutu þau Jdn Helgason og Margrét skjólshúsi yfir mig 1 nokkra daga. Þá fann ég hvilik húsmóöir Margrét var, árvekni hennar á slnu sviði sem m.a. náöi þessa daga til þess aö ég kæmi sómasamlega fyrir út á viö eftir þv* sem veröa mátti. islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.