Íslendingaþættir Tímans - 09.12.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 09.12.1981, Blaðsíða 7
eittskiptið. Fallega var þar um allt geng- ið. Sveinn átti nokkurt safn úrvals bóka. Og svo var það „óskabarnið” hans,en þar á ég við steinasafnið sem ekki á sér marga lika i eins manns eigu hér á landi. Hann eyddi mörgum sumarleyfum sinum i þessa steinasöfnun og ferðaðist þá viða en einkum þó um Austurland. Sveinn var að eðlisfari náttúruskoðari, þess vegna safnaði hann steinum og hugði að jarðlög- um. En hann var einnig fagurkeri, það leyndist ekki þeim, sem kom að Arnar- stapa og virti fyrir sér steinasafnið og fleira á heimilinu innan húss og utan. Sveinn og Unnur eignuðust þrjú börn: Garðar, Ásdisi og Aðalhei&i, en fyrir hjónaband eignaðist Sveinn stúlku þá er Lilja heitir og er kennari i Dalasýslu. Barnabörn áttu þau nokkur og meir að segja voru þau orðin langamma og lang- afi. Ég minnist þess, er við Sveinn hittumst hér i Reykjavik veturinn 1940. Hann hafði frétt, að ég væri hér við nám, en við höfð- um þá ekki sézt i mörg ár. Það varð fagn- aöarfundur. Hann kvaðst kominn til að heilsa gömlum vini. Það var vissulega nægilegt erindi og gott. En áður en hann kvaddi kom i ljós, að hann hafði meira að segja. Hann bauð að rétta mér hjálpar- hönd fjárhagslega. ,,Ég veit hvað það er að stunda nám og vanta peninga”, sagði hann. Ég tók i þessa útréttu vinarhönd og hef ekki gleymt orðum Sveins. Það var mikið áfall fyrir þau, Svein og Unni,aöþurfaaðhrekjastúr Eyjum, þeg- argosiðvarð i janúar 1973. Þau urðu, eins og allir aðrir ibúar Eyjanna að yfirgefa allt sitt. Og þau áttu ekki afturkvæmt þangað. Siðustu árin bjuggu þau i Hvera- gerði og undu sér allvel þar. En nú var þrekið orðið lftið. Fyrir meir en ári fékk Sveinn heilabiæðingu, sem leiddi til all- mikillar lömunar. Varð hann að leggjast inn i Landspitalann og átti ekki aftur- kvæmt þaðan. Kom ég nokkrum sinnum til hans þangað, siðast seint i júli. Þá var veður hlýtt og sat vinur minn úti. Þarna kvaddi ég hann og sá hann ekki framar. Unnurbeiö tvo mánuði, en þá kom kallið, sem enginn kaupir sig frá. Sveinn var maður trúhneigður og sann- færður um framhald lifsins eftir umskipt- in. Ég óska þessum vinum minum ljóss og yls á himingöngu sinni. Afkomendum þeirra bið ég allrar blessunar. Elrikur Stefánsson ■ II I II I — Jón Eyjólfur Jóhannesson frá Fagradal F. 9. april 1905 D. 5. október 1981 Kveðja frá barnabörnum: Þann 5. október s.l. lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, afi okkar, Jón Eyjólfur Jóhannesson, eftir veikindi, sem hann átti við að striða. Nú, þegar afi er horfinn yfir móðuna miklu, minnumst við hans fyrst og fremst sem góðs afa er veitti okkur i rikum mæli, af þeirri miklu góðvild og nærgætni, sem honum var i blóð borin. Afi fæddist 9. april 1906 i Viðidal á Hóls- fjöllum, sonur hjónanna Kristinar Jó- hannsdóttur frá Götu i Landssveit og Jó- hannesar Eyjólfssonar frá Fagraneskoti i Aðaldal og var hann næstelstur fjögurra systkina. Fjögurra ára gamall fluttist; hann með foreldrum sinum að Fagradal á Hólsfjöllum og ólst þar upp. A uppvaxtar- árum afa, þurftu allir, bæði ungir sem aldnir að leggja hönd á plóginn, þvi mörg voru verkin, sem vinna þurfti. Sum þeirra verka, er hann innti af hendi, kornungur, þekkjast nú ekki lengur, eins og hjáseta (en það var að gæta kviánna á milli mjaltatima), og að fara með heybands- hestana af engjunum og heim á tún, og þurfti hanp þá að leysa baggana og taka niður af klakknum, sem var talsvert erfitt fyrir litinn dreng. Stundum sagði afi okk- ur frá þessu, þó honum hafi ekki þótt mik- iðtil um. Hann var ekki þannig gerður, aö tala mikið um eigin verk né flika tilfinn- ingum sinum. Fagradalsheimilið var söngelsktheimiliog hafði afi mjög gaman af söng, þó sérstaklega kórsöng. Afi giftist ömmu okkar, Jóhönnu Arn- friði Jónsdóttur frá Möðrudal, þann 19. júli 1930 og hófu þau búskap i sveit og bjuggu lengst af á Hólsfjöllum. Arið 1963 fluttu þau til Reykjavikur og bjuggu á Lindargötu 61 upp frá þvi. Þau eignuðust átta börn, barnabörnin eru tuttugu og átta og barnabarnabörnin fjögur. Siðustu fimmtán árin, sem afi og amma bjuggu i Möðrudal, hafði hann póstferðir á veturna niður i Skinnastaði i Axarfirði ogsiðar i Mývatnssveit. Voru þetta erfið- ar ferðir. Oft fór hann á hestum, en stund- um gangandi. Barhann þá póstinn á bak- inu eða dró hann á sleða. En leiðin yfir Hólssand er löng og ströng um hávetur, þegar hriðarbyljir geysa, en i þannig veðrum lenti afi oft á þessum ferðum og þá reyndi mikið á gagnkvæmt traust manns og hests. Stundum þurfti hann að treysta á ratvisi hesta sinna, þegar ekki var hægt að skynja nein kennileiti. Komu þá I ljós þeir eiginleikar hans, skapstill- ingin og æðruleysið. Mikið yndi hafði afi af hestum sinum og fór vel með þá, enda treysti hann þeim fyrir lifi sinu ef á reyndi, eins og hann segir sjálfur i viötali, sem var við hann i timaritinu Hesturinn okkar. Þar segir hann frá þvi, er hann sundhleypti yfir Jökulsá á Fjöllum, og þakkar þar hestinum sinum að allt fór vel. Margar voru ferðir okkar til afa og ömmu á Lindargötu og aldrei mátti fara aftur án þess að vera búinn að fá eitthvað gott í munninn, klapp á kollinn og hlýleg orö. En ferðum okkar á Lindargötu 61, fækkar ekki, þó afi sé horfinn sjónum okk- ar, þvi amma býr þar enn, og minningin um afa lifir. Far þú i friði friður guös þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.