Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 16.12.1981, Blaðsíða 8
Elísabet Hjaltadóttir Bolungarvík f. 11. apríl 1900 dáin 5. nóv. 1981. S61 rennur upp aö morgni og hnigur aö djúpi aö kvöldi.Milli þessarra tlmamarka ereinn dagur— æfidagur, og hann er háö- ur skýjafari. Æfidagur tengdamóöur minnar Elisa- betar Hjaltadóttur er liöinn, aöeins bjarminn stendur eftir.t fáum linum skal reynt aöeins aö lesa i þetta skin endur- minninganna. Elisabet fæddist i Bolungarvfk, og þar rann reyndar æfidagurinn nær allur. Trú- lega hefir æfimorguninn veriö glaöur, þvi gleöin var svo rikur þáttur I skapferlinu og var raunar ættareinkenni. A þessum árum var Bolungarvik meira útræðisbær en Utgeröar. Lifstillinn var einfaldur. Vinnan var fyriröllu, og vinnan var sjósókn. Inndjúpsformenn komu til BolungarVikur, aö sækja gull i greipar ægis. Einn þeirra var Einar Guöfinnsson og leiöir þeirra Elisabetar lágu saman. Þau réöu ráöum sinum og stofnuöu til sameiginlegrar giftu. 1 dag lýsir af þeirri giftu. Timarnir voru erfiöir. Auöur var ekki fyrir. Þaö þurfti kjark, trú á lffiö og skyn- ugtmatá möguleikum til þess aö komast áfram. Samhendi hjóna, stjórnsemi, hag- sýni og ástríki á heimili voru aörar for- sendur. Allt var tilstaöar. Við þetta bætt- ist svo barnalán, sem varð mikiö. Þau komu upp átta börnum auk fósturdóttur. Þaö ljómar af þessu farsæla hjónabandi þeirra Elisabetar og Einars. Sá sem þessar linur ritar tengist fjöl- skyldunni þegar æfisól Elisabetar var komin hátt á loft. Elstu börnin voru að hefja ábyrga þátttöku f atvinnulifinu, en hin yngri enn i mótun. Heimilisbragurinn var einstakur. Húsmóðirin réöi innan húss, og stjórnaði af glæsileika. Stundvisi og reglusemi riktu og voru nánast ófrávikjanlegar skyldur. Stjdrnunin var þó jafnan meö léttum blæ, og húsmóðirin veriö þeim góö. Þaö vakti sérstaka athygli aö þetta unga fólk fjölmennti til jaröarfararinnar, til aö kveöja góöan og nærgætinn húsbónda. Um leið og ég lýk þessum fátæklegu oröum, m innist ég hans sem góðs vinar og félaga og þakka honum fjölmargar sam- verustundir. Blessuð sé mining hans. Stefán Bjarnason Flögu. 8 tók ávallt þátti'gleðinni sem rikti á þessu viröulega stóra rausnarheimili. Það staf- ar vissulega birtu af endurminningum um þetta merka heimili, og um hana sem mótaöi það og réði þar flestum ráöum. Elisabet var félagslynd og naut félags- skapar enda starfaði hún mikið aö félags- málum. HUn var afar hjálpfús, traust og nærfærinef veikindieöa erfiöleika bar að, enhún gladdistlika gjarnan með glööum. Hún naut ferðalaga, eftir aö börnin kom- ust upp. Frá einu sliku minnist ég hennar meöal frændfólks I Vesturheimi. Þá steig hún i'ræðustól, — þetta var hennar frænd- fólk og þvi'hennar aö þakka. Það sindrar af sli'kum atburöum. Atvikin eru mörg og þaö merlar af minningunum um Elisabetu i hugum 63 afkornenda, átta tengdabarna, systkin- anna beggja og fjölda náinna vina. Skir- ast hijóta þær þó aö ljóma i huga eigin- mannsins Einars Guðfinnssonar. Asiðustu stundum æfidagsins brá nokk- uð birtu þvi veikindi birgðu sól. Þá naut hún samt samstilttrar fjölskyldu sinnar, og þó sérstaklega eiginmannsins sem sýndi henni tryggö og umhyggju og ástúð sérhvern dag, til hins hinsta. Æfidagur Elisabetar Hjaltadóttur er allur,en viö sem á ströndinni stöndum, og höfum fyrir svo margt aö þakka, biöjum að sólnýrrar tilveru hennar sé upp runn- in. Haraldur Asgeirsson. 1 dag,14. nóvember verður til moldar borin frá Hólskirkju i Bolungarvik merk- iskonan Elisabet Hjaltadóttir, sem um áratuga skeið setti mikinn svip á byggð- arlag sitt. Elisabet andaðist i sjúkraskýli Bolungarvikur 5. nóvember 1981 eftir langvarandi veikindi. Elisabet var fædd i Bolungarvik 11. april árið 1900, foreldrar hennar voru hjónin Hildur Eliasdóttir frá Æðey, dáin 1949, og Hjalti Jónsson frá Ármúla, dáinn 1925. Þau hjónin voru af þekktum ættum þar vestra, hún af Eldjárnsætt. Foreldrar Hildar voru Hildur Kolbeinsdóttir og Eli- as Eldjárnsson, sem var merkur skipa- smiður á sinni tið. Hjalti var af Ármúla- ætt, foreldrar hans voru Ingibjörg Torfa- dóttir og Jón Hjaltason rimnaskáld. Hjalti var dáinn fyrir mitt minni, en mér er sagt að hann hafi verið stór og myndarlegur maður. Hildi man ég eftir sem litilli og elsku- legri gamalli konu sem auðvelt var að þykja væntum. Hildurog Hjalti eignuðust 5 börn, 2 eru á lifi, Gisli Jón og Júliana, sem bæði eru i Bolungarvik, Kristjana lést á þessu ári, en Margrét lést 1977. Elisabet var næstelst systkinanna. Hún giftist 21. nóvember 1919 Einari Guöfinns syni frá Litlabæ i Skötufirði, syni Guð- finns Einarssonar Hálfdánarsonar á Hvítanesi og konu hans Halldóru Jó- hannssonar Þorvaldssonar úr Skagafirði. Einar varð seinna landsþekktur atorku- og dugnaðarmaður, útgerðar- og kaup- maður i Bolungarvik. ÞauElisabetog Einar eignuðust 9 börn, fyrstu 3 fæddust i Hnifsdal, þar sem þau hjónin hófu sinn búskap, hin fæddust öll i Bolungarvik. Guðfinna fædd 8. október 1920 dáin 29. desember 1920, Guðfinnur ólafur fæddur 17. október 1922, útgerðarmaöur i Bolung- arvik, kvæntur Mariu Kristinu Haralds- dóttur kaupmanns á Sauðárkróki Július- sonar, eiga þau 3 börn. Halldóra fædd 13. júni 1924, gift Haraldi Ásgeirssyni verk- fræðingi, forstjóra Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins i Reykjavik, syni Asgeirs Torfasonar skipstjóra á Sólbakka i önundarfirði, eiga þau 4 börn. Hjalti fæddur 14. janúar 1926 verkíræðingur, framkvæmdastjóri S.H. i Reykjavik, kvæntur Guðrúnu Halldóru Jónsdóttur Guðna verkstjóra i Bolungarvik Jónsson- ar, eiga þau 5 börn. Hildur fædd 3. april 1927 gift Benedikt kaupmanni Bjarnasyni kaupmanns i Bolungarvik Eirikssonar, ísiendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.