Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 03.03.1982, Blaðsíða 4
verkstjórn vinnuflokks vegaviðhalds um utanvert Rangárþing. Það starf hafði Er- lendur á hendi, um það bil 30 ár, en lét af þvi eigi löngu slðar, en Geir hætti yfir- stjórn vegamála — 1956 — Erlendur lét sér annt um vegina, næstum eins og þeir væru i eigu hans. Meðan fáir áttu blla, keypti hann sjálfur bifreiðar til að aka möl I veginn. Oft bar við, að hann vann meira, en f járveitingar dugðu til það árið. Fyrir það varð honum stundum erfitt að greiða vegamönnum sinum slðustu út- borganir. En þeir sem veginn fóru nutu þessa. Erlendur tók hálffertugur viö jörð og búi á Hárlaugsstöðum, við fráfall föður slns. Bjó þar upp frá þvi til æfiloka — 45 ár og sumri betur. Eigi veit ég hvort búskap- urinn var honum gróðavegur. Efast þó um það. En liklega var hann honum gleöi- gjafi, einkum eftir að hann hætti vega- vinnustjórn. Framan af búskap bjó hann við kýr og ær að fornum sið. En æði mörg siöari búskaparárin fór mest fyrir hross- um hans. — Atti þá stóð I margra tuga tali. — Miklu fleira en hagar voru fyrir á Hárlaugsstöðum. Móðuráar hans og frændur bjuggu 130 ár samfleytt (1793-1923) i Sauðholti á austurbakka Þjórsár. Þegar sú jörö fór I eyöi fyrir 34 árum, keypti Erlendur það sem hann eigi áður i henni. Hann afgirti landiö að miklu leyti — og beitti á það stóði sinu, öll sumur og stundum vetrar- langt. Sjaldan eða aldrei hýsti hann stóð sitt, fremur en aðrir nútíðar hrossakóng- ar. Oft eiga þau gaddhross ógnar kaldar nætur, enda þótt þau lifi þær oftast af. Erlendur var snotur maður, hversdags- prúður, kyrrlátur og knárri, en þorri manna. Þrályndur og tryggur vinum sln- um. Hann lagði aldrei ástarhug á konu svo kunnugt væri, enda var hann aldrei við konu kenndur. En miöaldra festi hann fósturást á tveimur ungum telpum, sem komu til hans með mæðrum slnum mat- seljum I þá tlö á búi hans. Aðra ól hann upp að mestu leyti. Þessar stúlkur arf- leiddi han að öllum eigum slnum. Fjölmörg slðari æfiárin bjó Erlendur bústýrulaus. Oftast þó með öðrum manni — og virtist una æfi sinni vel. Ég þakka honum aö leiöarlokum langa og ljúfa góö- vild i minn garö. IV Hárlaugsstaðir standa á hæðarbrún. Hárlaugsstaöanesi hallar heiman frá bænum niöur aö Steinslæk, móti sól og suðri. Ég skrifaði Erlendi I hittifyrra — og sagði, að mér sýndist nesiö ákjósanlegur reitur fyrir framtlðar nytjaskóg. Ég mæltist til þess, að hann gæfi Skógrækt rikisins þessa skák, til þeirra frambúðar- nota. Þess var varla von að hann tæki orö mln alvarlega. Þeir eru ennþá furðu fáir, sem sjá hver lifsnauðsyn komandi kyn- slóöum er, að skjótt verði hafist handa um skógrækt og af ennþá meira kappi, en tún 4 Einar Steindórsson Hnífsdal Fæddur 20. ágdst 1896 Dáinn 6. febrúar 1982 Það var hringt til min til Reykjavlkur að kvöldi 6. febrúar og mér tilkynnt lát Einars Steindórssonar fyrrum oddvita I Hnifsdal. Mig setti hljóðan, þvl fyrir nokkrum dögum vorum við að sammæl- ast um aðminnast látins sveitunga okkar, Péturs Jónatanssonar i Engidal en minn- ing hans birtist i Morgunblaðinu 24. janú- ar. Var Einar þá hress og kátur eins og hans var venja. Einar Steindórsson var fæddur á Leiru i Jökulfjörðum I Norður-lsaf jarðarsýslu 20. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Sigur- borg Márusdóttir, ættuð Ur Hvammssveit i Dalasýslu og Steindór Glslason ættaður úr Nauteyrarhreppi i Norður-lsafjarðar- sýslu samkvæmt þvi sem Einar tjáöi mér sjálfur fyrir mörgum árum en ég er jafn- an forvitinn um uppruna og ættir manna. A siðast liðnu sumri dvöldum við hjónin nokkra daga norður i Leirufirði. Benti ég þá á fæðingarstað vinar mins, Einars Steindórssonar og ræddum við um erfið- leikaþeirra kynslóða sem þarna hafa bú- ið, harðræði náttúrunnar og baráttu við aðdrætti alla þarna á þessum staö f ná- grenni Drangajökuis sem ris I stórfeng- legri tign sinni fyrir botni fjarðarins. Staddur þarna f þessum eyðifirði reikar hugurinn til þeirra horfnu kynslóða er þarna hafa alið aldur sinn um aldir og barist við óbliða náttúru og hörðustu llfs- kjör sem samtiðin getur alls ekki skilið enda ekki von, þvi aö svo gjörólikt er það öilu sem þekkist nú á ti'mum. Foreldrar Einars áttu 5 börn. Elst var Agústa sem lengst af átti heima I Hnifsdal og dó á tfræðis aldri. Hún var röskleika- kona er sagði mér margt úr bernsku sinni. Gisli, sonur þeirra dó ungur. En önnur börn þeirra voru Hjörleifur sem einnig bjó i Hnífsdal og starfaði leng'i með okkur Einari i hreppsnefnd Eyrarhrepps, faðir Steindórs leikara og loks Benedikt Rósi, skipstjóri á Fagranesinu, Djúpbátnum sem við köllum vestra. Vorið 1908 brugðu foreldrar Einars búi, llklega vegna nýrra fræðslulaga og fluttu i voru ræktuð næstliöin 50 ár. Þaö liggur mér I augum uppi, að korn og timbur frá útlöndum veröur illfáanlegt hér á landi, liklega fyrir miöja næstu öld. En korn má rækta hér I skjóli skóga. Þótt Erlendi heitnum auðnaðist eigi, að fara að heillaráði minu, sé ég greiöa leið til að bæta úr þvi: Konurnar tvær, sem hann gaf allt fé sitt — og 600 hektara af grónu landi, hafa efni á að gefa Hárlaugs- staöanesið frjóa undir skóg til minningar um hann. V Hér sit ég gamall og gleð mig við, aö horfa hundraö ár fram I timann — yfir samfellda greniskóga utan frá Hárlaugs- staðagili upp aö „Sumarliðabæ” — og bleika akra i skákum innan um skóginn. Fremstur er þar Erlendsskógur. Hon- um næstur Hamraskógur, Milli Þrándar- holts — og Hamragilja. Þá tekur viö Þrándarholtsskógur, samvaxinn Efri- Sumarliðabæjarskógi. Þessu likt verður um að litast viða I Holtum eftir hundrað ár! Margir eigendur Efri-Hamra, eiga fall- egan leik á borði: Að breyta snarbröttu túni og engjum I sigrænan Ættarskóg og akurteiga. Ég skal lofa þá lifandi og dauð- ur ef þeir gera þaö. Og næsta öld mun blessa alla upphafsmenn nýrra skóga. Ritaö I október 1981 Helgi Hannesson islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.