Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Blaðsíða 8
Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum Kveðja frá starfsfólki Búnaðar- félags íslands Þegar búnaðarmálastjóri skýrði okkur starfs- fólkinu frá því fyrir viku, að Guðmundur Jósafatsson hefði látist þá um morguninn, voru örfáir dagar liðnir frá því, að þeir höfðu hist norðan heiða, og Guðmundur þá verið hress og kátur, eins og hann átti vanda til. Æviferli hans og uppruna munu aðrir gera skil á verðugan hátt, þegar hann nú hverfur sjónum okkar. Þessum orðum er ætlað það eitt að votta honum virðingu okkar, samstarfsfólksins hjá Búnaðarfélagi ls- lands, og þakka það að hafa átt þess kost að kynnast honum og starfa með honum. Sum okkar höfðum unnið með honum í réttan aldarfjórðung og jafnvel kynnst honum fyrr, er hann var ráðunautur í Húnavatnssýslu og trúnaðarmaður félagsins þar um slóðir. Önnur höfðu þekkt hann miklu skemur, er hann lét hér af störfum um mitt ár 1980, þá á 86. aldursári, og gerðist vistmaður á Héraðshælinu á Blönduósi. Hinir yngstu hér muna Guðmund e.t.v. eingöngu sem hinn fótfráa ferðalang, kominn í stutta heimsókn til að taka í höndina á gömlum vinum og var vel fagnað. Ekki dvaldi hann þó lengi á hverjum stað á þessum stofugangi. Bar þar hvort tveggja til, að hann vildi ekki tefja menn frá vinnu og sjálfur átti hann ýmsum erindum að gegna hér syðra í þessum orlofsferðum, því að áhugamálin voru enn mörg. Heimsóknir þessar voru gagnkvæmar. Þegar starfsmenn hér áttu leið um Blönduós, gerðu þeir sér far um að líta inn til Guðmundar. Sýnir það hvaða hug félagar hans báru til hans. Við starfsfélagar Guðmundar í Búnaðarfélag- inu minnumst hans fyrir margra hluta sakir. Hann var hlýr í viðmóti, gumna glaðastur, boðinn og búinn að taka að sér hin margvíslegustu nauðsynjastörf, svo sem tímafrekar og vandasam- ar ritsmíðar eða létta undir með því að sækja póstinn. Þessi fjölgáfaði maður miðlaði okkur af fróðleik sínum um menn og málefni, fór með hnyttnar vísur úr safni sinu, var viðlesinn i menningar- og atvinnusögu þjóðarinnar, fróður í bókmenntum þjóðarinnar að fornu og síðari tima, þótt hann hafi vafalaust vinsað úr því, sem út hefur komið síðustu áratugina. Hann unni íslenskri tungu og skrifaði óvenju vandað mál. Hann var einn af vormönnum íslands, alla tíð áhugasamur um framfarir í atvinnumálum, en opinskár um það, sem honum þótti miður fara i þjóðlífinu. Hann ritaði greinar um áhugamál sín og flutti mörg erindi í útvarp. f Búnaðarfélaginu þekkti Guðmundur vel til verka. Áður en hann flutti til Reykjavikur hafði hann um nokkurra ára skeið dvalist þar yfir vetrartímann og aðstoðað búfjárræktarráðunauta félagsins við skýrslugerð. Síðar var hann við ráðningu á fólki til sveitastarfa og aðstoðaði 8 við forðagæslu og afgreiðslu búnaðarblaðsins Freys. Vinnudagurinn var langur, en sjaldan að því gætt, hvað tímanum leið. Það, sem hann upp- skar, var ánægjan af starfinu. Hann eignaðist vini meðal starfsfólksins og hann var i náinni snertingu við fjölda bænda og fræðimanna með sameiginleg áhugamál á einu eða fleiri sviðum. Honum gafst tækifæri til ritsmiða eftir vinnutíma og um helgar, og auðvelt var að afla gagna á söfnum. Hann hélt þó nánum tengslum við heimabyggð sina og átti þess nú kost að ferðast víðar. Hann fór oft í réttir, aðstoðaði við eftirleitir úr flugvél, gerðist meira að segja fylgdarsveinn kunnrar leikkonu um öræfi landsins. Hann brá sér í Miðjarðarhafsferð með skemmtiferðaskipinu Baltica og loks gerði Búnaðarfélag Islands honum kleift að heimsækja lslendingabyggðir vestan hafs, þar sem hann sá heimili Klettafjalla- skáldsins, sýslunga sína og átti ógleymanlegar stundir með fólki, er sumt hélt enn við ísienskri tungu og siðum. Þótt Guðmundur væri kominn á sjötugsaldur, er hann kom til starfa hér syðra hjá Búnaðarfélagi íslands þá er aldarfjórðungurinn, sem hann var hér, e.t.v. sá kafli ævi hans, er hann naut sín hvað jafnbest. Hinar stóru stundir í lífi hans voru að vísu að baki, stundir mestu hamingju og fagnaðar, stundir dýpstu sorgar og sárra vonbrigða. Öldurnar risu ekki eins hátt, dalir þeirra ekki jafndjúpir, en byrinn þó nægur til að áfram miðaði I starfi. Sú tíð var liðin, er hann, ungur maður með glæstar vonir um að mega verða þjóð sinni að sem mestu gagni, stóð ferðbúinn og ekki með ýkja mikinn farangur til að sigla til háskólanáms í búvísindum og auka þannig við búfræði- menntun sína frá Hólum. Þá gripu örlögin í taumana með snöggum hætti, og sú ferð var aldrei farin. Hin góða leiðsögn, er hann hafði hlotið við tveggja ára nám á Hólum, að viðbættu 8 vikna námi undir fermingu, var því hin eina skólaganga er Guðmundur hlaut. í Æviskrám samtiðarmanna velur hann sér heitið húskarl til þess tíma, er hann stofnar til bús í Austurhlið 1932, en þá hafði hann um árabil unnið hjá föður sínum á næsta bæ, Brandsstöðum, sem Guðmundur kenndi sig jafna við. Hann brá búi i Austurhlið, er eiginkona hans var látin og einkasonur farinn til starfa annars staðar. Guðmundur var lágur maður, knálega vaxinn, ágætlega að iþróttum búinn og talinn afrenndur að afli, enda er sagt, að honum hafi unnist vel við jarðabætur og grjóthleðslu fyrr á árum. Hann var sá okkar félaganna, er oft hljóp við fót á göngum Bændahallarinnar, þótt elstur væri. Hann stundaði sund alla tíð og kunni vel að meta laugar Reykjavikurborgar, þótt ólíkar væru hinum köldu, blendnu straumum árinnar við túnfótinn á Brandsstöðum og Austurhlíð. Hann lést að morgni 16. þ.m., er hann hafði gengið tíl laugar. Nú á Jónsmessu verður Guðmundar minnst hér i Reykjavik og daginn eftir verður útför hans gerð frá Bergsstaðakirkju, þar sem hann ungur tók að sér formennsku sáfnaðarstjórnar árið 1920 og hélt henni nær óslitið til ársins 1961- Nú leggur hann upp í þá ferð, sem alltaf er farin, og við vitum, að hann er vel búinn til hennar. Við samstarfsfólk Guðmundar Jósafatssonar hjá Búnaðarfélagi íslands þökkum honum samstarfið að leiðarlokum og vottum nánustu ættingjum hans og öðrum vandamönnum samúð okkar. 23.6.1982 + Kallið er komið komin er nú stundin vina skilnaðar viðkvæm stund Góður maður er genginn þegar Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum er horfinn af þessum heimi. Eftir samstarf okkar um því nær 30 ára skeið getur ekki hjá því farið, að margar og mætar minningar renni upp í hugskoti mínu nú, þegar hann er allur. Alúðarþakkir séu honum tjáðar og hjartans þakklæti af minni hálfu fyrir ánægjuieg samskipti og ágætt samstarf, sem ævinlega rann í straum tímans með þeirri stefnu, Framhaid á bls. 7 Islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.