Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.07.1982, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETHR Miðvikudagur 21. júli 1982 — 28. tbl. TÍMANS Guðlaug Sigurðardóttir Neskaupstað Heimurinn skiptir um svip með hverjum degi. Við því er ekkert að segja. Það er forsjónin sjálf, sem ræður hinni miklu endurnýjun. Við, sem fæddumst um síðustu aldamót eða skömmu síðar, opnum varla dagblað án þess að sjá þar dánarfregnir af einhverjum, sem við höfum talið 01 samferðamanna. Þar streymir hópurinn til næstu tilveru, leiksystkin, samverkafólk, vinir á vettvangi hins jarðneska lífs. Og gaman verður að sjá það aftur, þegar ævintýri umskiptanna er um garð gengið. Þessi reynsla er svo dagleg, að ég get varla sagt, að mér hafi brugðið mikið, þegar ég frétti lát Guðlaugar Sigurðardóttur. Og þá komu minningarnar. Lauga var fædd 11. april 1899 á Veturhúsum í Hamarsdal í Suður-Múlasýslu, en fluttist ung út á Djúpavog með foreldrum sínum. Þau voru Sigurður Jónsson verkamaður og Guðrún Þorsteinsdóttir. Guðrún Var frá Skálafelli í Suðursveit, en um uppruna manns hennar veit ég ekki. Þau höfðu bæði verið g'ft áður, og átti Lauga því allmörg hálfsystkin, en aðeins eina alsystur, Guðnýju, sem var yngri. Hún hefur búið á Raufarhöfn i mörg ár. Laugu minnist ég fyrst af þvi, að á unglingsárum s'num var hún stundum í Hrauni. Var hún n°kkrum árum eldri en við bræður. Sérkennilega minningu á ég frá þeim tima. Ég efast um, að Lauga hafi þá verið komin yfir fermingu. Við áttum að dunda við vinnu á Hammersminnis- tuninu og fórum okkur hægt. Veðrið var gott og milt, og sátum við þá stundum í rólegheitum og sPjölluðum saman. Og hvert var umtalsefnið? Lauga sagði mér eina af fornaldarsögum Horðurlanda, og hafði hún lært hana utan að af °mmu sinni, fremur en móður. Hún sagði söguna sv° vel, að ég minnist þess ennþá, hvernig ég hafði vakandi athygli á því, sem gerðist. Þegar þetta Ofjast upp fyrir mér, spyr ég sjálfan mig, hvort ég hafi þennan dag verið að njóta íslenskrar a'þýðumenningar með þeim hætti, sem forfeður minir hafa iðkað i þúsund ár, en mín eigin kynslóð oefur rausnast til að gleyma. Sjálfsagt eru þær ®Lki margar, unglingsstúlkurnar, sem skemmta mikbræðrum sinum með því að segja þeim fornaldarsögur. En hvað um það, - eitthvað lifir í mér enn af áhrifum þessarar sagnaskemmtunar, eftir marga áratugi. Raunar þarf ég ekki að vera undrandi, þvi að það hef ég fyrir satt, að fáir minna samtímamanna muni hafa staðið sig betur við nám í barnaskóla en Lauga gerði i þeirri litlu menntastofnun, sem ég og jafnaldrar minir áttu mikið að þakka, skólanum á Djúpavogi. En kynni okkar Laugu áttu eftir að verða lengri og með öðrum hætti en þeim, sem ég var að lýsa. Þegar við hjónin komum til Norðfjarðar, var Lauga þar fyrir. Hafði hún þá verið í Danmörku um skeið og lært sauma. Eftir um það bil sex ára dvöl utan lands settist hún að á Norðfirði og stundaði þar síðan sauma nálega tvo áratugi. Varð hún undir eins heimilisvinur hjá okkur Þóru, og er skemmst af að segja, að börn okkar tóku Vináttu hennar að erfðum og nutu hennar til hinstu stundar. Á Norðfirði kynntist Lauga ungum smið, Erlingi Ólafssyni, minnist ég þess með sérstakri gleði að hafa fengið það hlutverk að gefa þau saman hinn 17. febrúar 1934. Heimilislíf þeirra hjóna hefir verið með afbrigð- um gott. Þau hafa verið samhent í öllu starfi, og vinir þeirra hafa þá sögu að segja, að margar gleðistundir hafa orðið áhrifaríkari við þeirra návist. Lauga átti létt með að hlæja, glaðværum og græskulausum hlátri. Hún hugsaði af djúpri alvöru um menn og málefni, en gat vel brosað að því, sem gerðist umhverfis hana. Hins vegar var henni illa við alla rætni og háð, ekki sist i þeirra garð, sem voru litlir fyrir sér. Mikill sólargeisli í lífi Laugu var dóttir þeirra hjóna, Ingunn, enda hefur hún sérstakt lag á þvi að strá ljósi og glaðværð umhverfis sig. Hún hleypti heimdraganum, stundaði nám í Reykjavik og í Englandi og vinnur nú á Landsspitalanum, ásamt heimilisstörfum. Maður hennar er enskur að þjóðerni, Alan Mitchison verkfræðingur, hinn ágætasti drengur. Hefur það verið þeim Laugu og Erlingi ómetanleg gæfa að njóta kærleika dóttur sinnar, tengdasonar og dóttursonanna tveggja. Hér skal staðar numið. Lauga er horfin sýnum, en mynd hennar geymist lengi i þeirra hugum, sem nutu vináttu hennar og höfðu kynni af henni. Við erum þakklát fyrir þá minningu. Manni hennar, dóttur og öðrum, er stóðu henni nærri, vottum við samúð okkar, - og góðum Guði þökkum við fyrir það, hversu lengi vinir hennar fengu að njóta góðs af tryggð hennar, vinfesti, vitsmunum hennar og lífsgleði. Hana sjálfa felum við i þeirri bæn, sem kristin kirkja hefur öldum saman beðið fyrir framliðnum: Guð gefi henni eilifan frið og láti sitt ævarandi ljós lýsa henni. Jakob Jónsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.