Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 06.10.1982, Blaðsíða 8
Kristinn Jónsson Seljanesi, sjötugur Frændi minn, sveitungi og vinur, Kristinn Jónsson á Seljanesi fyllti sjöunda áratug ævi sinnar þann 8. september s.l. Ég get ekki látið þessi tímamót í ævi þessa sveitunga míns framhjá mér fara án þess að geta hans með nokkrum orðum, svo sérstæður og eftirminnilegur hann er öllum þeim, sem nokkuð þekkja til hans. Veit ég þó að hnn muni enga þökk kunna mér fyrir það, því sjálfur vildi hann ekkert gera úr þessu afmæli sínu, helst fara huldu höfði þann dag og hafa sem minnst við. Hann komst þó ekki með öllu upp með það. - Þrátt fyrir að nýir vegatálmar hefðu verið lagð- ir á leiðina að Seljanesi, sem nógir voru þó fyrir, klöngruðumst við, nokkrir sveitungar mínir, heim til hans í þeim tilgangi að sitja með honum dagstund og njóta þeirrar ánægju, að sitja að spjalli við hann, þann dag, og heyra hann mæla spekiorð, frá eigin brjósti eða þá sem tilvitnanir í þær sígildu bókmenntir, sem hann hefur kafað í alla sína daga frá því hann varð læs, ungur sveinstauli, allt til þessa dags, og er flestum fræðimönnum fróðari um völundarhús þeirra. Stjúpdætur hans og eiginkona höfðu séð fyrir því að nóg væri á borðum fyrir gesti hans, þrátt fyrir / viljayfirlýsingar hans um að hafa ekkert tilstand. Auk þess sem við, sveitungar hans og vinir, notuðum tækifærið til að ónáða hann, komst hann ekki hjá því að sitja drjúgar stundir við að taka móti kveðjum og héillaóskum í síma, frá skyldum og vandalausum, því margir töldu sig hafa ástæðu til að þakka honum samræðustundir og önnur kynni á liðnum áratugum og færa honum heillaóskir sínar. Ég þarf ekki að taka það fram, að við, sem heimsóttum hann, vorum ósviknir af þeirri stund er við áttum með honum á heimili hans þennan dag. Auk hins venjulega sagnaforða og gaman- mála hans, þá hafði hann og kona hans, nýkomin úr sögulegri Grænlandsreisu, þar sem þau voru, af samlöndum sínum, mest í sviðsljósinu, næst forseta íslands, frá mörgu að segja úr þeirri ferð, af landsháttum og sögulegum atburðum, hlust- endum sínum til ánægju. - Við héldum því heim, um torsóttan veg, glaðir og reifir eftir góðra vina fund og margs fróðari. - Vín var ekki um hönd haft að öðru en því, að húsfreyjan dró upp úr pússi sínu forláta koníaksflösku, sem hún hafði brugðið undir svuntu sína af þeim veigum er Grænlandsförum stóðu til boða með vægu verði, í þeim tilgangi að gleðja gesti sína þennan dag. Var sá glaðningur litinn hýru auga en breytti engu um þá góðu stemmningu sem ríkti og fyrir var. - Sjálft afmælisbarnið dreypti ekki dropa á tungu sér af þeim góða miði, svo alger eru sinnaskipti hans í þeim efnum. Mætti það vera mörgum til eftirbreytni. Er honum orðið augljóst hver voði felst í þeim veigum og ofneyslu þeirra meðal gálausrar kynslóðar, þó búið sé að vefja afleiðingar þess í fínt orð, „alkóhólismi“ og margir telja sér til virðingar og merki þess að þeir hafi kafað djúpt í þeim brunni alvisku og lífslærdóma. - Áður voru þeir sömu menn einfaldlega kallaðir drykkjumenn - og þótti lítill heiður að - segir Kristinn. Er þetta orðinn útúrdúr frá því sem ætlað var, en rifjaðist upp við að heyra viðhorf hans til þessara hluta. - Skal nú vikið að því að rekja lífshlaup afmælisbarnsins í fáum dráttum. Veit ég mér þó vanda á höndum í því völundarhúsi, að mér bregðist bogalistin og sitthvað verði of - eða van - sagt, því hér er um nokkuð litríkan lífsferil að ræða. Kristinn er fæddur að Litlu-Árvík í Árnes- hreppi. Þar voru foreldrar hans í húsmennsku sitt fyrsta samvistarár. Þau voru: Jón Guðmundsson frá Eyri og kona hans, Solveigar Benjamínsdótt- ir. Var Solveig þriðji liður í kvenlegg frá Vatnsenda-Rósu en Jón sonur Guðmundar Arngrímssonar á Eyri og fyrri konu hans, Guðrúnar Gísladóttur frá Norðurfirði. - Voru þau hjón bæði vel greindar manneskjur og atorka í báðar ættir. - Ekki er vitað hvort ljósmóðir var viðstödd fæðingu Kristins, eða hvort Jón Magnússon, þá bóndi í Litlu-Árvík, stóð að nærkonu starfinu. Heldur þótti drengurinn líflítill og daufur fyrsta sólarhringinn í þessu lífi. Var því gripið til þess ráðs, að skíra hann skemmriskírn daginn eftir fæðingu hans. Þá athöfn framkvæmdi Jón Magnússon, heimilisfaðirinn. Þykir það benda til þess að ljósmóðir hafi ekki verið nærstödd. Eftir þá athöfn fór drengur að hressast og það svo vel að það hefur dugað honum til 70 ára langlífis og á eftir að duga betur, ef allt fer að líkum. Hefur hann þó oft komist í krappan dans. Fyrir þessa skyndiskírn nýtur Kristinn þess fram yfir flesta aðra, að hann var síðar borinn í kirkju af foreldrum sínum, þar sem han var „prim- syngdur". Svo hann hefur fengið tvöfalda handayfirlagningu og drottinlega fyrirbæn. Af bemskuárum Kristins segir ekki margt. Hann ólst upp í foreldrahúsum með stórum systkinahóp, við fremur fátæklegan kost og aðbúð, ef miðað er við nútíma eða það sem síðar varð. En elja og ráðdeild foreldranna bægðu þó skorti frá uppeldi þeirra. - Varð Kristinn snemma tápmikill og harður af sér. Segja mér kunnugir, að Jón yngri, föðurbróðir hans, hafi gert sitt til að hann yrði engin kveif, sem gréti af smámunum. Má meira en vera að hann búi að því, að einhverju leyti. Snemma kom í ljós fróðleiksfýsi hans. Hann varð snemma 'æs og las allt, sem náð varð í til lestrar. - Lestrarfélag hreppsins átti góðan bókakost þar sem íslendingasögumar og önnur þjóðleg fræði mynduðu gmndvöll þess, auk annars góðs lestrarefnis. Svo sagði séra Sveinn í Ámesi, sem hafði bókavörslu lestrarfélagsins á hendi, að enginn hefði verið jafn drjúgur og Kristinn að nýta sér bókakost félagsins, var þó mikill lestraráhugi hjá mðrgum á þeirri tíð og þessi „alþýðuskóli" mikið notaður af mörgum- Varð Kristni þetta hollur og góður skóli. Veit ég ekki til að hann hafi annars skóla notið, utan skyldunáms í föðurhúsum. Sjálfur hefur Kristinn sagt mér að afabróðir hans, Óli Þorkelsson •' Ingólfsfirði hafi orðið fyrstur til að glæða hjá sér löngun til lestrar fornsagna okkar. þá barnungum- Hefur sá neisti fallið í góðan jarðveg, því allt frá fyrstu tíð hafa þær bókmenntir skipað öndvegi1 lestri Kristins. Má segja að hann kunni mikið af bestu sögum íslendingasagnanna utanbókar og sé ávallt tiltækar tilvitnanir f þær og reki í senn völundarhús þeirra fram og aftur. Sama er að segja um Noregskonungasögur Heimskringlu og Sturlungu. Þær hefur hann marglesið og stúderað og gefur, óefað, ekki eftjr fræðimönnum á þvl sviði, þó hann hafi enga doktors ritgerð um þau efni skrifað. Þó hefur hann ekki einskorðað lestrarefni sitt við þau frasði. Félagsfræði °g margskyns annan fróðleik hefur hann lesið og kynnt sér umfram aðra í alþýöustétt. Hann á mikinn og góðan bókakost, sem hann gefur sér tíma til að lesa 'og gaumgæfa. Inn í þann hugarheim sökkvir hann sér löngum og er þá ónæmur fyrir skarkala hins daglega lífs. Þau hugðarefni eru hans hálfa líf. Á bams- og uppvaxtarárum Kristins voru mikU umsvif í síldarsöltun og margt f kringum hana við túnjaðarinn á Eyri. Snemma fór hann að koma þar til vika og rétta heimili sínu hjálparhönd og kynnast ýmsum hiiðum mannlegs lífs. Þegar honum óx fískur um hrygg og hann fór að kenna manndóms síns leitaði hann að heiman og fór til sjós á ísfirsku fiski- og útilegubátunum. Stundaði hann það um árabil og var vel hlutgengur í þeim svalksömu veiðiferðum, sem ekki voru heiglum hentar. Mátti segja að á þeim árum sigldi hann oft krappan sjó og fengi „skvettur" nokkrár á sjó og landi. í því volki komst hann tvívegis í hreinan lífsháska, en bjargaðist í bæði skíptin m«ð ótrúlegum hætti, fyrir eigjn áræði, æðruleysi og dug. - En enginn hefur fengið heiðurslaun fyrir að bjarga eigin lífi, ef undan er skilinn Óli í Fitjakotú í sögunni, Bör Börnsson. Því hefur Kristinn farið á mis við heiðursviðurkenningu fyrir þau afrek. En nú dró til þáttaskipta í lífi Kristins. Ung kona, Anna Guðjónsdóttir, sem hafði búið hér1 Bæ með manni sínu, Samiíel Santúelssyni, missú mann sinn og stóð eftir með 5 dætrum þeirra, ungum. Er stundir liðu fór Kristinn að renna hýru auga til ekkjunnar í Bæ. Leiddi það til þess að þau bundust þeim böndijm, sem enst hafa þessa. Fluttist hún þá til Kristins og hófu þaU búskap á nokkrum hluta Seljaness og bjuggu þar Framhald á bls. 7 8 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.