Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 24.10.1974, Blaðsíða 5
— Var maturinn góður, skipstjóri? spyr ungfrú Hillier og klappar á öxl honum til að vekja hann. — Hér eru komnir gestir til þín, bætir hún við og kynnir okkur. — Ertu búinn að borða? Hann skýrir samvizkusamlega frá þvi, að hann hafi borðað tvær stórar sneiðar með osti. — Ekkert spínat? segir hún striðnis- lega. — Þá færðu þér drykk með okkur. — Allt i fina, segir Peter og hellir drykknum saman við bjórinn. — Þetta finnst öllum Irskum sjómönnum gott, út- skýrir hann og gefur okkur að smakka á blöndunni. Hún er vægast sagt vond. — Nei, við skulum ekki sitja hérna inni i þessu góða veðri, segir hann allt I einu. — Komum niður að höfn. Ég á fri i hálfan annan tima. Þar með tæmir hann glasið og skálmar út úr matsalnum með okkur á hælunum. — Hann getur aldrei verið kyrr, segir ungfrú Hillier I mæðutón. Bráðlega erum við komin upp I opna Mustang-bllinn hans. Ungfrú Hillier, ljós- myndarinn og ég höldum okkur af öllum mætti, þegar Peter tekur beygjurnar á tveimur hjólum. — Er nokkur bilveikur að eðlisfari? kallar Peter um leið og hann ekur fram úr stórum flutningabil. — Nei, en mér hættir við sjóveiki, kallar ungfrú Hillier á móti og ekki ber á öðru, en hún sé hrædd i alvöru. Aksturinn er vægast sagt hraður og það er greinilegt, að Peter er vanur að aka svona. Loks stanzar hann niðri við höfnina og við kom- umst heilu og höldnu út úr bilnum. — Saknarðu sjávarins eftir Onedin- skipafélagið? Hann þefar út i loftiö og kinkar kolli. — Það versta er bara, að ég ætla aldrei að losna við James Onedin. Þetta tók svo langan tima og það kemur enn fyrir að ég tala ósjálfrátt með rödd hans og hreimi. Við setjumst á bryggjubrúnina og horf- um á mávana, sem hringsóla um fiskibát á leið inn. — Hvernig stóð á þvi að þú gerðist leikari? — Þegar ég var búinn I skóla, vissi ég ekki, hvað ég átti að taka mér fyrir hend- ur. Dag nokkur var ég á rölti um göturnar og þá fór ég að velta fyrir mér fólkinu og skemmti mér við að herma eftir göngu- lagi og svipbrigðum þess. Þá datt mér I hug, að ef ég yröi leikari, gæti ég gert þetta og fengið kaup fyrir. Ég hugsaði mig um I nokkrar vikur og sótti svo um skólavist á leikskóla. Ég komst I RADA (Royal Academy of Dramtic Art), sem talinn er bezti leikskóli Englands. — Hafðirðu ekki mikið gagn af þvl? — Nei, mér var hent út eftir nokkra mánuði, en það geröi ekkert til. Ég fór sjálfur á stúfana og fékk hverja vinnuna á fætur annarri. — Hvers vegna kallarðu það vinnu, en ekki hlutverk? — Hlutverk er vinna. Það orð segir bet- ur hvað leikarastarfið er. Sjáið bara alla þá sem verða stjörnur á einni nóttu. Ég trúi ekki á slikt. Það fólk gleymist jafn fljótt. Það eina sem dugar til lengdar er vinna og afturvinna. Þá fyrst nær maður þvl takmarki, sem maður hefur sett sér. — Þá er liklega hægt að segja, að þú hafir náð vissu takmarki, er þú fékkst hlutverkið, afsakið, vinnuna sem James Onedin? — Já, að minnsta kosti var það tilbreyt- ing frá hinu og það eru ekki svo f,á hlut- Peter og Anne Stallybrass, sem leikur frú Onedin. verk, sem ég hef leikið I kvikmyndum og leikhúsum. — Fannst þér gaman að leika James? — Alveg stórkostlega. Það sem mér lik- aði bezt var að leika úti á sjó Mikið af upp tökunum fór fram fyrir utan Dartmouth i Suður-Devon. Það er mun auðveldara að hrópa og kalla fullum hálsi I stinnings- kalda úti á sjó en I gervistormi I upptöku- sal. — Er mikill munur á þér og sjónvarps- stjörnunni James Onedin? — Geysilegur. Við eigum eitthvað smá- vegis sameiginlegt, en annars erum við gjöróllkir. Frarnhald á bls. 38 Peter hefur yndir af hraða og ekur um i himinbláum Mustang. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.