Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 6
Einkastjörnuspáin Blaðið hefur orðið sér úti um stjörnuspá, ekki eins og þess- ar venjulegu,' heldur er þar lýst persónuleika fólks, eftir þvi hvaða daga það er fætt. Hér með birtist fyrsti þáttur- inn og ef þið eruð fædd dagana 21. til 27. nóvember, þá at- hugið einkastjörnuspána ykkar i þessari viku. Þú hefur mikinn áhuga á að fræða sjálfan þig og vilt vita alla skapaða hluti um það sem áhuginn beinist að á hverjum tima. Yfirborðskennd vitneskja nægir þér ekki, allt þarf að vera fullkomið. Sennilega færðu meiri aðstoð frá öðrum, ef þú legg- ur fram raunhæfar tillögur, í stað þess að gagnrýna hlutina hári röddu. Þú kemst að þvi, að jáfkvæð afstaða er oft arðbærari. Stjörnurnar hafa gefið þér hæfileika til að ræöa málin frá öllum hliðum, og sannfæra jafnframt aðra um það sem þú segir. Þessi hæfileiki er dýrmætur, ef þú vilt verða stjórnmálamenneskja eða kennari, til dæmis. Þú hefur mikla kímnigáfu og getur séö hlægilegu hliðina á flestum hlutum. Ef þú skyldir nota þessa hæfileika á leiksviðinu, gætirðu orðið bæði augðugur og frægur strax á yngri árum. Yfirleitt líkar þér lifið, þar sem eitthvað er um að vera. Þar sem stjörnurnar hafa gefið þér persónulegt aðdráttarafl, getur þú venjulega sannfært samstarfsfólk þitt um að þin skoðun sé sú rétta. Þú hefur framúrskarandi hæfileika til að koma furðulegustu hugdettum þinum i fram- kvæmd. Þér finnst gaman að ferðast og langar einkum til að kynnast Austurlönd- um. Breytingar eru þér nauðsyn og vinna veitist þér léttust, þegar þú þarft verulega að sýna, hvað i þér býr. ■í? 22. nóvember ÞÚ hefur ótrúlegan viljastyrk og færð það sem þú vilt, þótt það vilji stundum taka dálitinn tima að koma hlutunum i fram- kvæmd. Þú ert sú manngerð, sem setur sér takmark og stefnir siðan jafnt og þétt að þvi. Stjörnurnar hafa gefið þér margháttaða hæfileika, og þegar þú veizt, hvað þú vilt, nærðu takmarkinu snemma á æfinni. Þú ert aðlaðandi persónuleiki og hefur góöan talanda. Fólk hlustar, þegar þú talar, og þú veizt, hvernig á að fara að fólki og fá það til að trúa og framkvæma að vilja þinum. Vegna þessa verður þú aö gæta þess að hugsjónir þinar séu háleitar, þvi þú átt jafnt auðvelt með að leiða fólk á villigötur, sem rétta veginn. Þú átt gott með að vinna mikið og vanrækir aldrei skyldur þinar, eða kemur þeim yfir á aðra. En þú vilt lika að annað fólk sé þannig. Þar sem þú hefur ánægju af ferðalögum, er liklegt að þú komir til margra fjarlægra landa. Þú hefur mikið skap og ætlast til að fólk fari að vilja þin- um án þess að hika. Þvi miður kemur fyrir að þú ert ótrúlega lengi að snúa þér við, og þar sem slikt á mjög illa við skap- gerð þina að öðru leyti, skaltu reyna að venja þig af þeirri tilhneigingu. Biddu aldrei til morguns með það sem þú getur gert i dag. 23. nóvember. ÞÚ hefur marga af eiginleikum heimspekings, og ert af þeirri tegund fólks, sem aðrir leita til eftir ráðum og leiðbeiningum. Sennilega á fyrir þér að liggja að ferðast um og leiðbeina fólki á einhvern hátt. Að likindum verður löng bið á þvi að þú setjist að einhvers staðar og stofnir heimili. Þú kærir þig ekki um að vera bundinn, en vilt vera frjáls til að hugsa og framkvæma án ihlutunar annarra. Þú ert framgjarn og hefur sterka skapgerð. Þú vilt alltaf heyra sann- leikann, jafnvel þó hann geti verið slæm- ur. Þú vilt hafa aga og það væri skynsam- légt af þér að velja starf þar sem slikt kemur að gagni. Kennsla og ráðgjöf, svo og skipulagning, einkum i iðnaði, eru nokkur þeirra starfa, sem þér myndu henta vel. Þú átt að koma meira til móts við aðra og vera viðmótsþýðari i umgengni við fólk. Auðvitað hefurðu hjarta úr gulli, en ert búinn að venja þig á að láta ekki tilfiningar þinar i ljós undir nokkrum 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.