Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 28.11.1974, Blaðsíða 3
Góða Alvitur! Okkur langar að spyrja þig nokk- urra spurninga: 1. Hvar á Donny Osmond heima? 2. Er David Cassidy trúlofaöur? 3. Er maður of þungur, ef maöur er 51 kfló og 169 sentimetrar á hæð? 4. Getið þið þarna ekki birt mynd af David Cassidy á pop-sföunni I þessu blaði? Svo þökkum við gott efni i blaðinu og langar svo að lokum að vita, hvernig hrúturinn (strákur) og ljónið (stelpa) eiga saman og hvað lestu úr skrift- inni? Tvær forvitnar. svar: 1. Donny Osmond á vist heima i Englandi, en nákvæmt heimilisfang er leyndarmál, annars hefði maðurinn engan frið fyrir pósti. 2. Já, það má vist segja það, ef marka má slúðurblöðin i Hollywood. Ungfrúin er brezk og heitir Hoima. 3. Nei, alls ekki, lang frá þvi. 4. Já, flettið bara upp á bls. 12. Hrútsstrákar dást oft að ljónsstelpum fyrir kvenlega fegurö þeirra, en þær aftur að strákunum fyrir greind og dugnað. Þau eiga vel saman og halda hvort öðru ungu i anda alla ævina. Skriftin ber vott um að þú sért ákveðin, megir stundum gæta þin að ana ekki út i hlutina að illa athuguöu máli. Alvitur. Kæri Alvitur! Mig langar að þakka fyrir allt skemmtilegt efni I Heimilistimanum og spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvað á að skrifa utan á umslagið, ef maður ætlar að skrifa til danska blaösins Hjemmet? 2. Hver skrifar pop-greinina I Heim- ilistimanum? 3. Hvernig eiga strákur I nautsmerk- inu og stelpa I ljónsmerkinu saman? 4. En strákur i drekamerkinu og stelpa I meyjarmerkinu? 5. En strákur I vogarmerkinu og stelpa i meyjarmerkinu? 6. Hvað heldur þú aö ég sé gömul? 7. Hvernig er skriftin og stafsetning- in? Vertu svo blessaður. Spurul Svar: 1. Hjemmet, Vognmagergade 11, 1148, Köbenhavn K, Danmark. 2. Umsjónarmaður blaðsins, Snjólaug Bragadóttir skrifar pop-greinina. 3. Hann er góður við hana á meðan hún reynir ekki að skyggja á hann á nokk- urn hátt, en þau eru ekki alltaf sam- mála um hlutina. 4. bar eru oft á- rekstrar, en það blessast ef þau vinna vel að þvi að halda sambandinu. 5. Hún þarf að vera afskaplega góö við hann til að það dugi, alltaf með ástúð- leg orð á vörum. 6. Þú ert liklega 17 ára. 7. Skriftin er fljótfærnisleg, staf- setningin ágæt, nema hvað ég sakna spurningarmerkja. Alvitur. Halló, Alvitur! Ég er 13 ára og með bauga undir augunum. Af hverju stafa þeir og hvað er viö þeim að gera? Mér finnst leiðin- legt að hafa þá. Og svona I leiðinni: hvernig er skriftin og hvað má lesa úr henni? Skólastrákur. Svar: Baugar undir augunum geta stafað af ýmsu, til dæmis nýrnasjúk- dómum, næturvökum, of miklum lestri og fleira, sem getur varla átt við 13ára ungling. 1 snyrtivöruverzlunum eru til sérstök krem til að bera kring-' um augun á næturnar, en ég veit ekki nema þú sért of mikill strákur til sliks. Reyndu kalda og heita bakstra til skiptis. Skriftin er i vandræðum með i hvora átt hún á að hallast, en annars er hún góð og stafsetningin upp á 10, en úr þessu get ég ekki lesið annað en þaö, að stelpa hefur skrifaö bréfið. Kær kveðja. AAeðal efnis í þessu blaði: Allir tala um veðriö...................Bls 4 Nei, heyrðu mig nú, smásaga..............-7 Ef þið týnið öðrum hanzkanum...........-10 Gólfteppi prjónað úr af göngum...........-11 Pop— David Cassidy.....................-12 Elgurinn og spætan, barnasaga ...........-13 Einkastjörnuspáin........................-15 Ellef u alda skeið, Ijóð...................-17 Skemmtilegt hringaspil....................-18 Kertastjakar..............................-18 Heklað baðherbergissett...................-19 Ný föt á brúðurnar.........................-20 Eruðþið lötaðeðlisfari.....................-23 Út gömlum blöðum..........................-24 Spé-speki.................................- 25 Fáið ykkur túnf iskdós ................... -27 Þeir rændu hertogaynjunni..................-30 Hvað veiztu?..............................- 30 Fleygir sjálf um sér f ram úr.............-31 Ökumannslausir bílar...................... -32 Kötturinn Bastian, f rhsaga barnanna......-33 Ökunnur eiginmaður, frh. saga..............-35 Ennfremur, skrítlur, pennavinir, krossgáta, Al- vitur svarar og fleira. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.