Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 22
Kóngurinn í Hamingjulandi Einu sinni var land, sem hét Ilamingjuland. Það var litið land, sem var inn milli hárra fjalla og eins og nafnið bendir til, rikti þar hamingja. íbú- arnir voru gott og vingjarnlegt fólk, sem alltaf tók tillit hvert til annars, brosti glaðlega og stundaði vinnu sina af ánægju. En þar var ein manneskja, sem öll þessi hamingja hvfldi dálitið þungt á og það var kóngurinn sjáifur. í byrjun var hann alveg jafn hamingju- samur og allir hinir. En það kom fyrir, að fréttir bárust yf- ir fjöllin frá löndunum fyrir utan. Kóngurinn og ráðherrar hans gættu þess jafnan, að þessar fréttir næðu ekki til fólksins. Þeir fréttu af styrj- öldum og glæpum, mann- vonzku og skapvoznu og á sin- um yngri árum gat kóngurinn andvarpað af feginleika og sagt: — Gott að þetta er ekki svona hérna i Hamingjulandi. En eftir þvi sem árin liðu, tók efi að grafa um sig i hjarta kóngsins. Það gæti nefnilega verið athyglisvert, hugsaði hann, að hafa þó ekki væri nema eina pinuhtla áhyggju. Ég geri ekki annað en eta og drekka, taka við hylli fólksins, sef og geri það, sem mér dett- ur annars i hug. Aðeins ein litil áhyggja, það væri ánægjulegt. Það þarf ekki að vera neitt 22 slæmt og ekki koma illa niður á neinum. En litil, saklaus á- hyggja væri indæl. Þannig hugsaði kóngurinn ótal sinnum. En hann var svo- litið hræddur við að láta hugs- anir sinar i Ijós, vegna þess að hann vissi, að nánustu vinir hans yrðu skelfingu lostnir, ef þeir vissu þetta. Auðvitað var hann ánægður yfir að sjá hvað allir voru ánægðir, þjóðin, hirðin, ráðherrarnir, drottn- ingin og hin undurfagra prin- sessa Joy. En óskin um litla á- hyggju nagaði hann samt i brjóstið. Svo lengi og svo oft hugsaði kóngurinn um þetta, að hann varð loks niðursokkinn i draumóra sina. Hann seig saman i hásætinu og þar sat hann daginn út og daginn inn með hrukkað enni. Loks fóru nánustu ráðgjafar hans að verða órólegir yfir ástandi hans og reyndu með góða skapinu sinu að bæta úr. Joy prinsessa tindi fegurstu blóm- in sem hún fann, drottningin las upphátt og hirðin reyndi allt til aðgera honum lifið sem þægilegast. Hann þakkaði líka kurteislega fyrir blómin, hlustaði andaktugur á drottn- inguna og brosti dauflega af umhyggju hirðarinnar. En hann gat ekki meira i þá átt. Drottningin og allir aðrir óttuðust auðvitað fyrst i stað, að kóngurinn væri orðin veik- ur. Sjúkdómar voru afar sjaldgæfir i Hamingjulandi, vegna þess að þangað kom aldrei neinn utan frá, sem gat borið með sér sjúkdóma. Kongurinn sá að drottningin var óróleg og þá fékk hann pinu-agnarlitla áhyggju. Svo kom sá dagur, að hann gat ekki borið hugsanir sinar einn ogþá trúði hann drottningunni fyrir þeim. Hún varð skelfingu lostin, prinsessan var frædd um málið, ennfremur for- sætisráðherrann og allir fyllt- ust hræðslu. Kónginn langaði til að hafa áhyggjur! Eftir mikið hviskur og piskur, var málið tekið fyrir á ráðherra fundi, og siðan var óhjá- kvæmilegt að fréttin bærist út til fólksins og allir tóku að hvislast á og piskra. Þegar það rann upp fyrir kóngi, að allir i landinu vissu leyndarmál hans, ákvað hann að gera eitthvað i málinu. Hann var svo ákafur, að hann lét það boð út ganga, að sá, sem gæti útvegað honum eina litla áhyggju, myndi hljóta hálft kóngsrikið og prinsess- una. Nú hætti fólkið að hvískra og piskra og allir ungir menn i landinu fóru að leita að á- hyggjuefni handa kónginum. Einn reyndi að segja honum

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.