Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 12.08.1976, Blaðsíða 12
 Hollies voru vinsælir, þegar Bitlarnir voru upp á sitt bezta og eru enn. Þeir stóöu fyllilega jafnfætis þeim, Rolling Stones, Kinks og Who, en eru ef til vill jafnastir, því gegn um öll árin hafa engir átt jafn mörg vinsæl lög, nema ef til vill Presley sjálfur. Enn senda þeir frá sér plötur og selja vel. Gömlu aödáendurnir hafa ekki gleymt þeim og ný kynslóö dáir þá. Þeir leika eingöngu inn á breiöplötur, ef undan er skilin ein litil, „Ttie Air That I Breathi” sem kom 1974 og náði feyki vinsældum. Leiötogi hópsins og, söngvari Alan Clarke (i miöju á myndinni) segir tímana mjög breytta. Áöur hafi áheyr- endur æpt og öskraö, en nú hlusti þeir meira á tonlistina og persónudýrkunin sé ekki jafn gengdarlaus og áöur. Hollies komu fyrst á plötumarkaö- inn áriö 1963, þegar „Ain’t That Just Like Me” kom fram. Þeir kölluöu sig upphaflega Deltas, en skiptu um nafn áriö áöur. Þá var Shane Fenton um- boösmaöur jieirra og ráögjafi, en ntl þekkjum viö hann undir nafninu Alvin Stardust. Ariö 1965 uröu þeir i efsta sæti i fýrsta sinn meö ,,I’m alive” og skömmu siöar fór flokkurinn til Bandarikjanna. Eftir þetta fóru hlutirnir aö breytast og tónlistín einkenndist æ meira af til- raunastarfsemi. Jafnframt töpuöu Bretar kórónunni i poppheiminum, þvl Bandarikin unnu aftur á. HoDies gátu POI lagaö sig aö breyttum timum og árangurinn varö lög eins og „Carrie Anne”, „On a Carousel” og „King Midas in Reverse.” Ariö 1968 leit helzt Ut fyrir, aö flokkurinn liöi undir lok. Fyrst hætti bassaleikarinn Eric Haydock og siöan forsöngvarinn Graham Nash, sem fór yfir hafiö og gekk i liö meö Crosby, Still, Nash og Young. í staöinn kom Terry Sylvester úr Swingin Blue Jeans og siöan hefur flokkurinn veriö óbreyttur Hony Hicks (gitar), Terry Sylvester (gitar), Bobby Elliott (trommur), Bern Calvert (bassi) og Alan Clarke (söngur og gitar). Þar meö hafa The Hollies haldiö velli i 14 ár ogþaö er ekki svo litiö, sér- lega ekki, þegar þeir eru enn jafn ferskir. Þeir sem eru i' vafa ættu aö leggja eyrun viö nýjustu breiöplötu þeirra „Write On” sem fékk frábæra dóma i Bretlandi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.