Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 02.12.1976, Blaðsíða 3
Snjalli Alvitur! Ég vona, að þetta bréf lendi ekki I þessari Uti i horni. Þvi mig vantar svo svör viö þessum spurningum. 1. Hvaö er happatala og litur ljónsins? 2. Hvaöa merki passar bezt viö ljóns- stelpuna? 3. Getiö þiö ekki birt eitthvert Islenzkt efni á poppsiðunni? 4. Hvaö er sjúkraþjálfaranám langt? Og þetta vanalega hvaö lestu úr skriftinni og hvaö heldurðu aö ég sé gömul? Meö fyrirfram þökk fyrir svörin. Forvitið ljón Svör: 1. 3 og gyllt 2. 011 merkin nema sporödreki og bogmaöur 3. Poppsiöa hefur ekki veriö aö und- anförnu i Heimilistimanum, þar sem skrifaö er reglulega um þaö efni i aöal- blaöiö, og þar er einmitt birt íslenzkt efni um popp. 4. Þaö er nú eins árs nám i sérstök- um skóla. Hugkvæmnioggóöa greind. Þú ert á aö gizka 16 ára. Alvitur Kæri Aívitur Viö erum hér tvær ungar sárþjáöar stúlkur, þvi okkur vantar svör við nokkrum surningum. 1. Hvernig er hægt aö iosna viö slit á fótum? 2. Hvernig eb hægt aö losna viö flla- pensla á auöveidan hátt? 3. Hvernig er hægt aö vekja athygli stráka? 4. Hvert á aö snúa sér til aö fá meira gert fyrir unglinga (utan höfuöstaöar- ins)? 5. Hvernig eiga tvö naut saman i vin- áttu og ástarsambandi? Tvær kaupstaðarpiur. Svar: 1. Ef um æöaslit er aö ræða getur það verið erfitt eöa ókleift. Þó er mælt meö hæfilegri hreyfingu, heitum og köldum bööum og aö láta sól og vind leika um fótleggina. 2. Mýkja húöina yfir gufu og hreinsa hana siöan meö þvi aö kreista hana varlega og bera siðan á milt andlits- vatn eða vatnsblandaö spritt. Siöan er mælt meö hollu mataræöi og heilbrigð- um lifsháttum. 3. Geriö eitthvaö, sem þeir eiga ekki von á. 4. Hvernig væri aö þiö tækjuö ykkur saman viö aöra unglinga og geröuð eitthvað sjálfar, þaö er miklu skemmtilegra en láta gera eitthvaö fyrir ykkur. Þógætuöþið leitaö til bæj- aryfirvalda, ef þiö þurfið á einhverri aöstoð aö halda. 5. Naut eiga bezt viö fólk úr Meyjar- merki og Bogmanns. Alvitur Kæri Alvitur! Ég vonast til aö þú svarir þessu bréfi minu. Þetta er fjórða tilraun hjá mér að skrifa siðan ég flutti hingað en á meöan ég bjó I Reykjavjk þá svöruöuö þiö bréfum minum fljótt og vel. Hvernig stendur á þessu? Mig langar til aö fræöast um hvaöa trjáplöntur eru harögeröastar. Þaö er mikill noröannæöingur hér, og þvl frekar erfitt aö rækta tré. Hvernig á aö koma fram viö fólk, sem hefur haft mann sem bitbein á milli tannanna og haft mann fyrir rangri sök? Ég verö eitthvaö svo sár og get helzt ekki talaö eölilega viö þessar mann- persónur, sem eru sihvislandi á bak við okkur á vinnustaö. Ég hef heyrt sumt af þvi, sem þær hafa sagt, og miklu meira en nóg til aö geta litiö þær réttu auga. Andrúmsloftið er þvl alveg hroöa- legt aö minum dómi og annarra, sem ég hef talaö viö i vinnunni, þvi sem betur fer eru þarna manneskjur innan um, sem kunna almenna kurteisi. Hvaö lestu úr skriftinni? Meö fyrirfram þakklæti. H. Kr. Jak. Svar: Svo sem áöur hefur veriö greint frá, er ekki unnt aö svara nálægt þvl öllum bréfum, sem bréfadálkinum berast. Það er sjálfsagt orsök þess, að þú hef- ur ekki fengiö svar, frekar en svo margir aörir. Af barrtrjám er sitkagreni harð- geröast. Birki og viöir eru einnig harð- gerö tré. Sitkagreni og birki þola sæ- rok allvel. Af viðitegundum má nefna viðju og brekkuviði. Gljávíöir er einn- ig mjög fallegt tré, sem þolir vel vor- hret, en illa særok. Hann ættir þú þó að geta ræktaö á góðum staö i horni garðsins. Gljáviöir hefur þann kost, að skordýr sækja litið i hann. Beittu hugvitssemi og segöu eöa gerðu eitthvaö, sem slær kjaftaskjóö- umar út af laginu. En vertu kurteis og sýndu hvergi á þér veikan punkt. Svo segir lika i bibliunni aö launa eigi illt með góöu. Þaö er kannski bezta ráðiö tilaö afvopna þær. Skriftin ber vott um snyrtimennsku og athafnasemi. Alvitur AAeoal efnis í þessu blaði: Góðir grannar......................bls. 4 Börnin teikna......................bls. 10 Lísa í Undralandi..................bls. 12 Föndurhornið.......................bls. 15 Úr kveri með útlendum kvæðum......... bls. 16 Hundarnir á Ibizu................. bls. 18 Víkingarnir...................... bls. 20 Hreindýrakjöt — Eldhúskrókur.......bls. 22 Var fsland jarlsdæmi 1262-1309 ....bls. 26 Timinn fyrir 40árum........!.......bls.29 Rauðu kettirnir....................bls. 32 Pennavinir.........................bls. 38 Ennfremur Alvitur, Hvað veiztu, Heilla- stjarna, Hlæið, Spéspeki. Forsiðumyndin var tekin i öxnadal á liðnu sumri. Ljósmyndari Gunnar Andreáson

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.