Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 12.02.1978, Blaðsíða 26
Texas fyrirheitna landið í augum 450 Mennonita Framhaldaf bls. 9 stjórnvöldum á slöasta sumri, þar sem þeim var tilkynnt, aö vegabréfsáritun þeirra yröi ekki endurnýjuö sjálfkrafa, og ekki væri um annaö aö ræöa, en þeir yfir- gæfu landiö, annars yröu þeir fluttir úr landi nauöugir. I örvæntingu sinni leituöu Mennonitarn- ir ráða hjá borgarstjóranum I Seminole, Bob Clark. — Þvi meira sem ég heyrði, þeim mun reiöari varð ég, segir Clark. — Þetta fólk er ^kki af þessum heimi, eða tæpast, en þetta er gott fólk. Helzt sýnist mér, að einhverjir hafi leitt það á villigöt- ur af yfirlögðu ráöi. Borgarstjórinn hefur nú fengiö í liö meö sér aðra ibúa borgarinnar og nágrennis hennar, og vilja allir reyna aö hjálpa Mennonitunum. Nokkur frestur fékkst á brottflutningi fólksins úr landi, og bæði Carter forseti og Lloyd Bentsen, öldunga- deildarþingmaöur Texas, hétu aðstoð sinni. Samt sem áöur veit enginn enn, hvað vofiryfir innflytjendunum. — Ef viö verö- um aö fara, förum viö, segir Wiebe ákveð- inn. — En ég held, aö viö höfum ekki gert neitt rangt. Allt sem við óskum eftir er aö geta orðiö rikisborgarar þessa lands, og geta unnið. Ef okkur verður leyft að vera um kyrrt, veröur þetta aö nýju landi. Hér er ekkert nema ryk og sandur, en einn góöan veöurdag munið þiö sjá að þvi hef- ur verið breytt. Þfb Tæki hjálpar blindum börnum til þess að „sjá” með eyrunum Börn sem fædd eru blind eiga i miklum erfiðleikum með að gera sér grein fyrir umhverfi sinu og afstöðu eins hlutar til annars. Nú er verið að gera tilraunir með tæki með svokölluðu últrasónisku hljóði sem á að hjálpa blindum til þess að ,,sjá með hjálp heyrnarinnar.” Stööugt hefur verið unnið að tilraunum meö tækki sem gætu hjálpaö heyrnarlaus- um eöa blindum f lifsbaráttunni. A nitjándu öld fann Alexander Graham Bell upp tæki fyrir blinda sem byggöist á hljóðbylgjum en aldrei var framleibsla þó hafin á þessu tæki. Framfarirsemáttu sér stað á sviöi her- gagnaframleiðslu í siðari heimsstyrjöld- inni urðutil þessað hafin var framleiðsla margvislegra véla meö infrahljóðum fyrir blinda, og margar þessar vélar hafa siðan verið endurbættar og framleiddar. Það verður þó að segja aö ekki hafa þessar vélarorðið til eins mikils gagns og uppfinningamennirnir vonuðust til og fulloröiö fólk sem er blint hefur átt I erfiö- leikum með aö nota þær. Sem dæmium þetta má nefna aö geröar voru athuganir á notkun mjög fullkomins tækis.— ultrasóniskra gleraugna — og var hópur mjög vel gefins blinds fólks sem fram til þessa haföi komizt vel af meö blindrahund og hvitan staf látið reyna gleraugun.Gekk þvi ekki velað nota þau og átti helmingur hópsins i miklum erfið- leikum eftir tveggja vikna þjálfum með gleraugun og þaö meira að segja þótt fólkið heföi bæði hunda sina og stafi að auki. Gleraugun senda frá sér hljóðbylgjur með últrasóniskri tiðni. Endurvarpast bylgjurnar frá þeim hlutum sem þær lenda á. Breytastþær þá i heyranleg hljóð sem flytjast beint til eyrna þess er með gleraugun gengur. Þessi hljóð eru mismunandi allt eftir þvi á hvers konar hlutum þau lenda og hversustórir þeir erueða i hvaða fjarlægð þeir eru. Þar við bætist að greinanlegt á að vera hvort hluturinn er til hægri eða vinstri frá þeim sem með gleraugun gengur. Það litla sem vitað er um blind börn er að þau koma i þennan heim með sömu skynjun á öörum sviðum og önnur börn sem fulla sjón hafa. Þau „lita” i áttina sem hljóöið kemur úr og þau „horfa” á hendur sinar þau teygja sig eftir hlutum sem gefa frá áer hljóð rétteins og sjáandi börn. Blinda barnið fær þó litlar eða engar upplýsingar um þrividdina i kringum það og hefur enga möguleika á að leiðrétta villur sem það gerir eftir þvi sem það vex upp. Ef blint barn fæðist með „móttökutækj- um” sem geta skynjað afstæðar upp- lýsingar ætti það að geta notfært sér nýja upplýsingaleið.Þaðættiekkiað vera neitt erfiðara fyrir blint barn að nota tilbúnar heyrnarupplýsingar á sama hátt og sjá- andi barn notar sjónina. t Kaliforniu hefur farið fram athugun á blindu barni, sem látið var not:. hef ekki hugmynd um, hvaðan kom, en hann er búinn að vera þarna undanfarnar vikur. Z6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.