Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 14.06.1979, Blaðsíða 32
Hraðbáturinn var nú kominn töluvert fram fyrir árabátinn. Þeir, sem voru i honum, tóku lifinu með ró og biðu vafalaust eftir þvi, að hraðbáturinn mundi draga þá heim, þegar strokudrengirnir hefðu verið teknir. Drengirn- ir þekktu mennina i hraðbátnum. Nú laut fyrirliðinn niður að vélinni, til þess að stilla hana á hálfa ferð. Þó að Halli vissi, að það væri tilgangslaust, hélt hann samt áfram að róa. Hávaxin grenitré huldu bændabýlin, sem voru þarna skammt fyrir ofan, og Villi sá greinilega steinana á ströndinni. Það var sem ofurlitill vonarneisti glæddist i brjóstum drengjanna á ný, og hann veitti Halla aukinn þrótt um stund. En hvað var nú þetta? Vél hraðbátsins fór allt i einu að hiksta svo einkennilega, eins og eitthvað væri að, og svo dró næstum þvi alveg úr ferð hans. Skyldi það raunverulega geta átt sér stað? Nei, hann hlaut að fara strax af stað aftur. Þeir höfðu vafalaust hrósað happi of fljótt. Að visu hægði hann ferðinu mikið, og ganghljóð vélar- innar var eitthvað skritið, en fyrirliðinn, sem var vélstjóri, hlaut að kippa þessu fljótt i lag. Þeir heyrðu ákafar samræður. Og nú var hraðbáturinn orðinn næstum þvi alveg ferð- laus. Mennirnir á hraðbátnum fóru nú að kalla hástöfum og baða út handleggjunum sitt á hvað. Karlarnir á árabátnum tóku mikið við- bragð og hófu róður á ný. En'það erfiði hefðu þeir getað sparað sér, því að nú mundu þeir aldrei ná þeim, þeir voru svo langt i burtu, — og það var vegna þess, að þeir höfðu treyst á hraðbátinn. Og nú fyrst gaf Halli sér tima til að lita til lands og virða fyrir sér hinar ágætu aðstæður, sem þar blöstu við, — hina fyrirtaks felustaði, sem þar hlutu að vera i þéttum og hávöxnum skóginum. Og nú náði hann á ný sinni gömlu ró 32 og festu og reri kröftuglega til lands, svo ,að sjórinn freyddi af kinnungum bátsins. Það leyndi sér ekki lengur, að vél hraðbáts- ins hafði orðið fyrir alvarlegri bilun. Hann var nú alveg stöðvaður og stjórnlaus. Tveir menn stóðu uppréttir i bátnum, en sá þriðji hélt áfram að athuga vélina. Árabáturinn var ekki kominn enn á móts við hraðbátinn. ,,Nei, hvað vakir nú fyrir þér, karlinn?”'. sagði Villi allt i einu mjög undrandi, þegar hann sá, að Halli breytti um stefnu og ætlaði ekki að róa skemmstu leið til lands, heldur beygja fyrir næsta odda. Halli svaraði eftir nokkra stund og sagði, að hann væri hræddur um, að einhver kynni að hafa fylgzt með þeim úr landi og væri i felum milli trjánna á tanganum. Og þeir hefðu einmitt tima, til að breyta um stefnu. Villi virti vel fyrir sér fjarlægðina, milli þeirra og hraðbátsins. Jú, það var vist engin hætta, þó að þeir tækju á sig dálitinn krók. Hraðbáturinn var enn hreyfingarlaus. „Reyndu að fylgjast vel með þvi, hvort einhverjir menn eru á ströndinni eða i skógar- jaðrinum,” sagði Halli. En Villi sá ekkert, sem benti til, að fylgzt væri með þeim úr landi. Og honum fannst, að stóru steinarnir efst i fjörunni, væru eins og góðir vinir, sem byðu þá velkomna og óskuðu fararheilla. Eftir stutta stund reri Halli svo rösklega upp i sendna fjöruna, að Villi, sem hafði staðið upp, datt á Halla, svo að þeir féllu báðir niður i bátinn. ,,Asni!” sagði Halli, greip töskuna og stökk i land á eftir Villa. Þeir heyrðu köll og háværar samræður, þegar árabaturinn fór fram hjá hraðbátnum, á leið til lands. Drengirnir hurfu inn á milli trjánna. Skömmu seinna sáu þeir, frá hæð nokkurri i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.