Heimilistíminn - 15.06.1980, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 15.06.1980, Blaðsíða 4
Tarzan — hetja allra drengja, já og áreiOanlega margra stálkna lfka. Hér er það Johnny Weismuller, sem fer meö hlutverklO. Og nú fáum við ekki að hafa Tarzan 1 friði lengur. Helst lit- ur út fyrir, að sálfræðingar og þjóðfélagsfræðingar hafi sam- einast um að fara herferð gegn öllum helstu söguhetjum bernsku okkar, og nú er meira að segja svo komið, að geisla- baugnum hefur verið svipt af apakónginum sjálfum. í danskri bók er honum lýst sem kynþáttahatara, heimsveldis- sinna og kvennaþrælkara. Þeir taka frá okkur Tarzan, konungur apanna, ein frægasta söguhetja aldarinnar, hefur veriö virtur og dáöur um allan heim. Bækurnar um hann hafa selst I milljónum eintaka, kvik- myndir hafa veriö geröar um hann, og dregiö til sfn ótölulegan fjölda áhorfenda, teiknimyndasögurnar hafa veriö fjölda- framleiddar og notiö ótrúlegra vinsælda. Hinn hugrakki, hrausti og sterki, stolti maöur sem baröist jafnt gegn villidýrum og vondum mönnum hefur veriö átrúnaö- argoö og fyrirmynd allra ungra drengja. Nú hefur hann glataö geislabaugnum. Bók, sem nefnist Tarzanmyten er ný- komin út f Danmörku, og hér er ráöist harkalega gegn manninum I sundskýl- unni. Hann er settur í samband viö hug- myndafræöilegar og pólitiskar siögæöis- hugmyndir og kenningar, og þegar upp er staöiö er litiö oröiö eftir af hetju frum- skógarins. Edgar Rice Burroghs (1875-1950) skrifaöi um þaö bil 70 skáldsögur. Þar af fjölluöu 24 um Tarzan, og sú fyrsta, Tarzan apakóngur kom út i Bandarikjun- um áriö 1912. Bókin vakti þegar i staö mikla athygliog varö vinsæl, og selst enn þanndag í dag I milljónaupplagi um allan heim. Samkvæmt niöurstööum cand. mag. Christian Broberg frá Kaupmanna- höfn eru vinsældir sögunnar skiljanlegar, en ber þó aö harma. —Sagan um Tarzan er góö saga, svo góö, aö hún hefur oröiö hluti af vestrænu menningararfi. Frásagnarháttur og Tarzan gerö bókarinnar er á margan hátt góö, enda heföi hún ekki náö þeim vinsældum, sem raunber vitni.ef svo heföi ekki veriö, segir Broberg, en svo heldur hann áfram, og framhaldiö er ekki eins jákvætt fyrir Tarzan: —Þrátt fyrir vinsældir Tarzans er grunntónn bókanna bæöi heimsveldis- sinnaöur og túlkar málstaö kynþáttamis- réttis. Negrarnir eru frumstæöir, Þjóö- verjarnir haldnir kynþáttaofstæki, en Rússarnir eru hreint pakk. Mest ber þó á ofbeldinu, sem látiö er einkenna andstæö- inga Tarzans oft á tiöum. Aöferöirnar, sem Tarzan beitir andstæöinga sina, eiga aösýna hver staöa þeirra er á refilstigum frumskógarins. Hver er svo skýringin á vinsældum bok- anna? Broberg: 1 margra augum er sam- félagiö og tilveran I heild oröin einskis- verö. Fólki finnst lifiö tilgangslaust, vinn- an fjarstæöukennd. Fólk leitar aö ein- hverjum i fortiöinni (Tarzan) sem getur komiö röö og reglu á lifiö og tilveruna á nýjanleik. Hann getur komiö reglu á hlut- ina aftur, og ýtt I burtu öilum þeim óarö- bæru, þeim slæmu, höltu, svinunum, listamönnunum þeim leiöinlegu og heim- urinn veröur góöur á ný. Óneitanlega var þaö afturhaldssöm uppreisn, sem nazistarnir komu af staö, og ofurmenniö Tarzan er lika afturhalds- sinnaöur. Þaö kemur þó ekki I veg fyrir, aö hann berjist gegn nazistunum I kvik- myndinni Tarzan sigrar frá 1943. Einnig er fjallaö um Tarzan kvikmynd- anna. Meö Johnny Weismuller I hlutverki Tarzans haföi kvikmyndin ákveöinn boö- skap aö færa á alvörutimum. Weismuller, hin kvenlega Irska leikkona Maureen O' Sullivan, sem Jane, Boy og simpans- inn Cheetah uröu aö nokkurs konar kjarnafjölskyldu, þungamiöju i heimi, sem ekki var byggöur á öruggri undir- stööu um þessar mundir. Afstaöa Tarzans til Jane, sem hann ber á sterkum örmum gegn um alls kyns hættur er vottur um heföbundinn hring- dans karlmannsins i kringum konuna, sem er hinn veikbyggöi þátttakandi I þessum dansi. lgegn um bækurnar, kvikmyndirnar og teiknimyndirnar gengur ákveöinn rauöur þráöur, þar er lögö áhersla á rikidæmi, réttláta hegningu, ágirnd, valdafikn, heimsku og hjátrú, kynþáttamisrétti, of- beldi og trú á hinn sterka mann. Og nú segja sumir, aö þaö megi sannarlega þakka guöi fyrir, aö þaö skyldi eftir allt saman hafa oröiö maöur úr öllum þeim unglingum, sem drukku I sig sögurnar um Tarzan og vissu ekki betur en.... j,fl, 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.