NT - 03.05.1984, Blaðsíða 7

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. maf 1984 7 ti« iil „Alvarleg skipulagsmis- tök - sóun á almannafé“ 3000 Reykvíkingar mótmæla Arnarnesvegi ■ „Ljóst er að staðsetning vegarins eru aivarleg skipulags- mistök, sem hægt er að bæta úr ef vilji er fyrir hendi segir m.a. í greinargerð sem send hefur verið fjölmiðlum vegna svokall- aðs Arnarnesvegar, sem fyrir- hugað er að liggi um Vatnsenda- hæð, austan byggðar í Breið- holti, en í gær var borgarstjór- anum í Reykjavík afhentar um ■ Borgarstjóri skoðar gögn mótmælendanna, þungbrýnn á svip. NT-mynd Ámi Sæberg 3000 undirskriftir fólks, sem mótmælir fyrirhuguðu vegar- stæði. Að áliti mótmælendanna myndi vegur á þessum stað valda miklum umhverfis- spjöllum, m.a. á friðlýstu og vinsælu útivistarsvæði, en veg- urinn mun samkvæmt fyrirliggj- andi áætlunum liggja í gegnum skíðabrekkurogberjaland. Þeir telja einnig að vegurinn myndi valda hávaða og útblásturs- mengun í jaðri byggðarinnar, hann myndi valda mikilli slysa- hættu þar eð hann á að liggja á vinsælu leiksvæði barna og auk þess er vegarstæðið talið óhag- kvæmt og segja mótmælendurn- ir það sóun á almannafé að leggja veginn á fyrirhuguðum stað. Arnarnesvegur á að tengja saman Suðurlandsbraut og Hafnarfjarðarveg og er gert ráð fyrir að um hann fari 7000 bílar á dag, þegar fram líða stundir. í vesturhlíðum Vatnsenda- hvarfs er samkvæmt aðalskipu- lagi Reykjavíkur friðlýst útivist- arsvæði, en engu að síður er gert ráð fyrir að Arnarnesvegur liggi um þetta svæði endilangt. Þar hafa verið gerðar skíða- brekkur sem börn hafa sótt mikið og sömuleiðis liggja þar reiðstígar. En það er fleira sem mótmælendurnir finna vegar- stæðinu til foráttu. Þeir telja að vegarstæðið liggi í svo miklum hæðarhalla að bílar sem færu út af gætu hæglega oltið inn á lóðir næstliggjandi húsa. Þá óttast þeir flóð og vatnsaga heim á lóðir sínar ef ræsi stífluðust. Þá telja þeir að í vali vegarstæðis sé ekki tekið tillit til veðurfarslegra þátta, en rok sem þarna eru tíð gætu valdið miklum vandræðum í umferðinni. Ennfremur megi gera ráð fyrir mikilli ísingu, jafnvel svellbunkum á veginum vegna vatnsaga ofan úr hlíðinni. I lok athugasemdanna segir að þeir sem undir skrifa óski eftir því að öll lega vegarins verði endurskoðuð og óski þeir eftir að fylgjast með allri fram- vindu málsins. KRON og KASKsenda SÍS tóninn ■ Nú fyrir skemmstu héldu Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis og Kaupfélag Austur- Skaftfellinga aðalfundi sína. A báðum fundunum kom fram megn óánægja með aðild Sambands íslenskra samvinnu- félaga að ísfilm hf. og var ályktun þess efnis samþykkt samhljóða á aðalfundi KASK. Þar kom m.a. fram að heildarvelta KASK árið 1983 nam 655 milljónum en beinn hagnaður var 900 þús. krónur. Aukning í veltu kaupfélagsins nam 71,2% miðað við árið 1982 en vörusala verslana jókst um 87% og nam 204 milljónum. Á fundinum fóru fram umræður um vanda landbúnaðar- ins og atvinnumál. Aðalfundur KRON samþykkti ályktun þar sem harðlega voru átaldar „ítrekaðar árásir á KRON og alla samvinnuhreyfing- una“ og mótmælt „tilefnislausum frétta- flutningi um skattfríðindi samvinnufélag- anna... Samvinnuhreyfingin hefur ekki skattfríðindi umfram önnur rekstrarform og óskar ekki eftir þeim,“ segir í ályktuninni. Þá kom fram á fundinum að langstærsta verkefni félagsins á liðnu ári hafi verið að koma Miklagarði á fót. Rekstrarafkoma KRON var ívið betri á síðasta ári en árið áður, að því er segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Heildar- vörusalan að frádregnum söluskatti nam 260 milljónum sem er 60% meira en árið á undan. Akranes: Flotbryggjur fyrir trillur Frá fréttaritara NT á Ákranesi, Stefáni Lárusi Pálssyni. ■ Miklar aðgerðir eru nú í gangi til að bæta aðstöðu smábátaeigenda hér á Akra- nesi, en hún hefur vægast sagt verið bágbor- in til þessa. í fyrra voru hér um 70 trillur, en hefur fjölgað þó nokkuð í ár. Nú er loksins kominn í gagnið löndunar- krani sá sem pantaður var 1982 og getur hann lyft flestum smærri bátum á þurrt ef með þarf. Þá er hafin framleiðsla á steyptum eining- um í flotbryggjur. Fyrsta einingin er þegar komin á flot og lofar góðu. Fleiri einingar verða þó ekki tilbúnar fyrir sumarið og var því brugðið á það ráð að fá lánaðar fl.otbryggjur hjáNATO í Hvalfirði til að leggja út í sumar. Gamla sementsferjan sem þjónað hefur sem flotbryggja undanfarin sumur var orðin svo ellihrum, að talið var að hún héldist ekki á floti í sumar. Var hún því dæmd ónýt, enda byggð fyrir 40 árum og þá sem innrásarprammi. MAI ÚTBOÐ RÍKISVÍXLA 1 Ríkissjóður fslands hefur ákveðið að bjóða út ríkisvíxla, í samræmi við heimildarákvæði fjár- laga 1984 og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxlana. f boði verða víxlar að nafnvirði samtals 30.000.000 kr. með útgáfudegi 11. maí 1984 og gjalddaga 10. ágúst 1984. Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og i verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald- daga. Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af 5 víxlum (þ.e. nafnverð 250.000 kr.). Allir tilboðs- gjafar skulu láta fylgja hverju tilboði sínu gjald- keratékka, þ.e. tékki sem gefinn er út af innláns- stofnun, sem tilboðstryggingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð 10.000 kr. og stílaður á Seðla- banka íslands v/ríkisvíxlaútboðs. Gangi tilboðs- gjafi frá tilboði sínu, sbr. þó 7. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún upp í ríkisvíxla- viðskipti viðkomandi aðila eða verður endur- send sé tilboði hafnað af ríkissjóði. Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt. Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru: Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris- sjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðu- neytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru af Tryggingaeftirliti ríkisins. Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem fást í Seðlabanka. Tilboðin ásamt tilboðstrygg- ingu, ef um hana er að ræða, berist lánadeild Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 9. maí 1984 og séu í lokuðum ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að þau séu sérstaklega merkt orðinu „Ríkisvíxlaútboð". 8. 10 11 1 Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað- ’ ■ festu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu- leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið. I Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða ■ hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lánadeild Seðlabankans fyrir kl. 14.00 hinn 9. maí 1984. Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er, verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00 hinn 10. maí 1984. Staðfestingarbréf verða auk þess send til þeirra. Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sér- staklega að öðru leyti en með endursendingu tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti. Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna til- boðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn geymi víxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefjast tilboðs- gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrirþann tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðs- gjafi glatartilboðstryggingu sinni. Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án þókn- ■ unar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu reglur og gilda hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja \rnLm frammi í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Hafnar- stræti 10, Reykjavík. Reykjavik, 3.mai 7984 RIKISSJOÐURISLANDS

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.