NT - 29.06.1984, Blaðsíða 27

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 27
Föstudagur 29. júní 1984 27 Stefán Jóhannsson grípur hér inní leikinn í gær og var ekki í vandræðum með þessa sendingu. NT-mynd Ari Fylkir vann Garðbæinga ■ Eins og NT skýrði frá í gær voru þrír leikir í A-riðli þriðju deildar í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Fylkir lagði Stjörnuna að velli í fjörugum leik á Stjörnu- velli, 3-2. Fylkismenn áttu allan fyrri hálfleikinn og komust þá í 3-0. Fengu þeir fleiri færi, og hefðu getað skorað meira. Mörkin skoruðu Brynjar Jó- hannesson 2 og Anton Jakobs-' son. Stjarnan tók síðan öll völd í síðari hálfleik, og hefði þá átt skilið að jafna. Stjarnan náði þó ekki að skora meira en1 tvö mörk, þau gerðu Sveinn Axelsson úr víti og Birkir Sveinsson. Grindavík vann mikilvægan skigur á HV á Akranesi. Grindavík sótti meira í fyrri hálfleik og komst í 2-0, en Sæmundur Víglundsson minnkaði rnuninn í 1-2 í síðari hálfleik. HV-menn voru svo óheppnir að ná ekki að jafna 2-2, en í staðinn skoruðu Grindvíkingar þriðja mark sitt og þar við sat. Mörk Grindvík- inga skoruðu Símon Alfreðs- son 2 og Hjálmar Hallgrímsson eitt úr víti. tK-Snæfell............. . 2-0 Kópavogsmenn unnu þarna sinn fyrsta sigur í mótinu, og hann afar mikilvægan, á helsta keppinaútnum um fallið. ÍK var meira með boltann í leiknum, og komst í 1-0 fyrir leikhlé, Þórhallur Gunnarsson skor- aði. Snæfell átti mörg góð færi í síðari hálfleik, en þau strönd- uðu flest á Boga Petersen mark- verði. Ólafur bróðir Boga skoraði svo annað mark ÍK í síðari hálfleiknum. Staðan: Víkingur Ó1.. 6 5 1 0 15- 7 16 Reynir S .... 5 4 1 0 12- 1 13 Fylkir...... 6 4 1 1 15- 8 13 Stjarnan .... 7 4 0 3 19- 7 12 Grindavik ... 6 2 2 2 9- 8 8 Selfoss..... 5203 6- 8 6 HV .......... 6 114 8-13 4 ÍK.......... 6 114 5-17 4 Snæfell ..... 7 0 1 5 4-25 1 A skotskónum Frá Gunnari Vilbcrgssyni frcttamanni NT i Griundavík: ■ Grindvíkingarunnustóran sigur á Víði Garði í 5. aldurs- llokki drengja í knattspyrnu á þriðjudag, er liðin mættust í Suðurnesjamótinu í knatt- spyrnu. Grindavík vann 14-0 og skoraði sami pilturinn, Gunnar Már Gunnarsson 11 markanna. Staðan í hálfleik var 7-0, og hafði Gunnar Már skorað öll. Hin mörk Grind- víkinga í leiknum skoruðu Guðmundur („Baddi") 2, og Albert Sævarsson. Pjálfari 5. llokks Grindvíkinga er Jósef Kr. Ólafsson íþróttakennari. „Eins og að fara burt í tvo daga1( ■ „Það er eins og ég hafí ekkert farið í burtu. Eg hef hitt svo marga sem ég þekki frá því ég var hér, og það er eins og ég hafi hitt fólkið síðast í gær“, sagði Tony Knapp landsliðs- þjálfari í knattspyrnu í samtali við NT, en Tony stoppaði hér í hálfan dag er landsliðið lék gegn Norðmönnum í síðustu viku. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að koma hingað og sjá þá leikmenn sem ég ekki þekki og koma til greina í landsliðið. Ég mun síðan koma hingað aftur 5. júlí næstkom- andi og stoppa í rúma viku. Þá mun ég geta séð 6-7 leiki, bæði í 1. deild og í bikarkeppninni. Hvort ég kem meira og oftar þangað til landsleikurinn við Wales í haust verður get ég ekki sagt nú", sagði Knapp. Tony Knapp sagði að sér þætti afar dýrmætt að vera kominn aftur í starf landsliðs- þjálfara á íslandi. „Það var hér sem ég byggði upp orðstí minn sem þjálfari, og mér þykir alltaf mjög vænt um ísland og íslenska knattspyrnumenn. Þegar ég fékk boð um að taka við landsliðsþjálfarastarfi hér vildi ég strax koma. Ég á mjög góðar minningar héðan, og það að ég kem hingað aftur sem landsliðsþjálfari á ekkert skylt við peninga." - „En það þykir rnér vænst um, að eftir að hafa verið hér í hálfan dag að mér finnst eins og ég hafi verið í burtu í tvo daga í mesta lagi, mér hefur verið tekið þannig1', sagði Tony Knapp. hálf dapurt ■ Hann var í daufara lagi leikur Þróttar og KR í 1. deild í gærkvöldi enda fór svo að hvorugu liðinu tókst að skora og verða það að teljast sann- gjörn úrslit miðað við gang leiksins. Leikið var á aðalleik- vangnum í Laugardal, en sá stóri völlur virtist ekki koma liðunum að notum og var lítið um mjög góð færi - sérstakleg i í seinni hálfleik. Að vísu byrjaði leikurinn all sæmilega og var fyrri hálf- leikur skárri en sá síðari. Strax á 3. mín átti Ásgeir Elíasson þjálfari Þróttar dúndurskot af vítateigslínu en boltinn fór hátt yfir mark KR. Það var svo á 17. mín. sem KR-ingar fengu sín bestu færi í leiknum og féllu þau bæði Sverri Herberts- syni í hlut. Hann fékk knött- inn fyrst á markteig eftir langt innkast og skaut bylmingsskoti að marki en á ótrúlegan hátt tókst Guðmundi Erlingssyni í Þróttaramarkinu að verja og í Haraldi Haraldssyni miðverði KR og fór þar öruggt mark- tækifæri forgörðum. Eftir þessar lotur var allt púður úr leiknum og leystist hann upp í algjöra ládeyðu. Ekki bætti úr skák slök frammistaða dómara leiksins sem var allt of smámunasamur og stoppaði gang leiksins allt of oft. Hjá Þrótturum bar mest á þeim Ársæli Kristjánssyni og þjálfarabrýninu Asgeiri Elías- syni en annars-voru leikmenn liðsins frekar jafnir. Af KR- ingum ber helst að nefna þá Jóstein sem stóð vel fyrir sínu og Elías sem einlék þó stund- um um of. Þá voru markverðir beggja liða góðir og er mark- varsla Guðmundar á 17. mín- útu minnistæð. Dómari var Helgi Kristjáns- son og var hann allt of smám- unasamur og svo Iágu ein til tvær vítaspyrnur í loftinu sem hann hefði mátt dæma. varnarmenn hreinsuðu frá marki. Ekki fór þó boltinn langt því hann barst aftur inn í teig og enn var Sverrir á markteig og skaut en nú varði Guðmundur með fótunum hrein akróbatik! Um 10 mín. seinna kom besta færi Þróttara er boltinn var gefinn fyrir og inn í teig. Þar gekk hann fóta á milli uns hann barst til Arnars bakvarð- ar sem átti gott skot að marki af stuttu færi en það lenti beint Einkunnagjöf NT: Þróttur Guðmundur Erlingsson . 3 Arnar Friðriksson . 4 Kristján Jónsson . 4 Ársæll Kristjánsson ... . 3 Pétur Arnþórsson Ásgeir Elíasson Björn Björnsson Páll Ólafsson júlíus Júlíusson Þorvaldur Þorvaldsson . 4 Jóhann Hreiðarsson ... . 5 Þorsteinn Sigurðsson . . 5 Þorsteinn kom inn tyrir Björn i hléi og Sigurður Hall- varðsson kom inn fyrir Pál a 70 min. KR Stefán Jóhannesson .. . 3 Ottó Guðmundsson ... .. 4 Haraldur Haraldsson .. . 4 Gunnar Gislason . 4 Sæbjörn Guðmundsson . 4 Elias Guðmundsson .. .. 3 Sverrir Herbertsson ... .. 4 Ómar Ingvasokn .. 5 Jósteinn Einarsson ... .. 3 Sævar Leifsson . . 5 Hálfdán Örlygsson .... . . 5 Erling Aðalsteinsson og Björn Rafnsson komu inn fyrir Sverrir og Ómar. I HNOT- SKURN ■ Mjög dapur leikur i heild en þó var fyrri hálfleikur snöggtum skárri. Seinni aftur á móti ekki til frásagnar. Það eina sem sá dagsins Ijós í lelknum var eitt gult spjald en það fékk Arnar Friðriksson Þrótti. Dómarinn var slakur eins og fram kemur í um- fjöllun. Áhorfendur voru að öllum líkindum á fjórða hundrað og bauluðu að leik loknum. Lifandi blað AUGLYSENDUR ATHUGIÐ! LANDSHLUTABLAÐ NT VESTURLAND Kemur út 5. júlí n.k. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 29. júní n.k. Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481 * j

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.