NT - 02.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 24
LURIR ÞÚ A Vid tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringirm. Greiddar verða 10OO krónur fyrir Hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrír ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt lögun, t.d. burstahús, með því að koma römmunum fyrir hlið við hlið, vinkilhús með því að setja ramma þvert á fyrsta húsið og svo framvegis. Öll lengdar- og breiddarmál í húsinu ganga upp í málinu 120 sentimetrar, sem er lengd- in milli rammanna, þ.e. , breidd veggeininganna. Hugmynd Magnúsar er að límtrésbitarnir (rammarnir) komi inn úr vegg- og loftein- ingunum sem gefur húsinu mjög sérstakt útlit að innan- verðu. Enn fekari nýbreytni er að Magnús gerir ráð fyrir öllum raf- og vatnslögnum utanáliggjandi, þar sem slíkt sé mun ódýrara. Lagnirnar segir hann af nýrri og skemmtilegri gerð - í úrvali lita - og því alls ekki verða til neinnar óprýði nema síður sé. Jafnframt gerir hann ráð fyrir að innréttingar séu sérhann- aðar þannig að þær passi á milli bitanna innan á veggjun- um. Smíði fyrsta hússins sagði Magnús hefjast af fullum krafti í Borgarnesi eftir versl- unarmannahelgina, nema hvað límtrésrammarnir koma frá Flúðum. Þetta hús hyggst hann koma með og skrúfa saman í Reykjavík síðar í sumar sem sýningarhús, enda bíði fjöldi væntanlegra kaup- enda eftir að skoða það, upp- komið. Magnús telur nú miklum áfanga náð, eftir 3ja ára vinnu og heilabrot. Bað hann fyrir sérstakar þakkir til allra bæði opinberra aðila og annarra sem sýnt hafi þessu skilning, m.a. manna hjá Iðnrekstrar- sjóði og Húsnæðisstofnun - sem veittu honum nokkurn styrk til verksins - og Iðntækni- stofnun sem séð hafi um loka- vinnu við teikningar og út- reikninga. ■ Uppfinningamaðurinn Magnús Thorvaldsson í Borg- arnesi með nokkur líkön að hinu nýja „Magn-Húsi“ sínu, sem leikmanni sýnist allt eins auðvelt í samsetningu og Lego-kubbar að stærðinni slepptri. Dökka módelið er þversnið af húsi - tveir ramm- ar með gólf-, vegg- og þakein- ingum á milli, sem allar verða 120 sm breiðar. Stærsta húsið á myndinni er gert úr fjórum römmum með tilheyrandi millieiningum, en með fimmta rammanum við end- ann er gerð yfirbyggð verönd. Fremst á myndinni sjáum við að kvistum hefur verið komið fyrir, en þeir verða framleiddir í heilu lagi og má setja fáa eða marga hlið við hlið eftir óskum hvers hús- byggjanda. Gluggar og dyr á veggjum falla alltaf milli tveggja ramma, en hæð glugg- anna getur síðan verið mis- munandi eftir óskum. Mögu- leika á mismunandi samröðun og þar með lagi húsanna sagði Magnús nær óþrjótandi. NT-mynd: Sverrir Glænýtt einingahúsakerfi fundið upp í Borgarnesi: Magn-Hús einföld og öðruvísi - „Til að gera ungu fólki lífið auðveldara," segir uppfinningamaðurinn Magnús Thorvaldsson ■ í húsinu finnst tæpast nagli nema í þakklæðningunni og einu vcrkfærin sem þarf við að reisa það - eftir að grunnur er kominn - eru stjörnulykill og gúmmíhamar. Það sem hér um ræðir er svonefnt „Magn-Hús“, sem er ný hönnun uppfinninga- mannsins Magnúsar Thor- valdssonar, blikksmiðs í Borg- arnesi. Magnús hefur varið þrem árum í að fínna upp nýtt timbureiningahúsakerfí með það að markmiði að bæði smíði og þó sérstaklega upp- setning húsanna á bygging- arstað væri sem allra einföld- ust og fljótlegust. Menn í tæknideild Hús- næðisstofnunar og Iðntækni- stofnun hafa farið yfir alla útreikninga og teikningar og fínpússað þær. Framkvæmdaaðilar frá nokkr- um löndum þriðja heimsins - þar sem tækni- og fagkunn- átta er af skornum skammti - hafa sýnt þessari nýju upp- finningu verulegan áhuga. Með einingahúsum, sem þeir hafa flutt inn til þessa, hafa þeir þurft að fá heila vinnu- flokka frá Skandinavíu til að koma þeim uppá staðnum, með ærnum tilkostnaði. Vegna þess hve „Magn-Hús“ eru einföld í uppsetningu gera þeir sér vonir um að geta notað heimamenn til að reisa húsin. Að sögn Magnúsar lof- ar mjög góðu með útflutning á töluverðum fjölda húsa, þ.e. verði rétt á málum haldið af hálfu manna hér heima. Auk þess sem húsin eru einföld í framleiðslu sagði hann þarna um að ræða mun ódýrari bygg- ingaraðferð en notaðar hafa verið til þessa. „Líklega hefur engum dott- ið þetta í hug fyrr vegna þess hve lausnin er í sjálfu sér einföld. Menn eru alltaf að spreyta sig við það flókna, en líta framhjá einfaldleikanum sem oftast er þó bæði bestur og sterkastur," sagði Magnús um þessa hugmynd sína. „Ástæða þess að ég fór að glíma við þetta verkefni er fyrst og fremst sú, að mér finnst þurfa að gera ungu fólki sem er að byrja lífið auðveld- ara fyrir að koma yfir sig þaki og losa það úr þeirri hreinu „helv....“ martröð sem þaðbýr við nú. Með þessari bygging- araðferð getur fólk byrjað smátt og síðan auðveldlega bætt við húsið eftir því sem efnahagur batnar og fjölskyld- an stækkar," sagði Magnús. Höfuðeinkenni byggingar- aðferðarinnar sagði Magnús það, að burðarvirki húsanna, þ.e. gólfbitar, stoðir í veggj- um og þaksperrur koma á byggingarstað í heilum lím- trésrömmum. Byrjað er að reisa gafleininguna, þá komið fyrir þak-, vegg- og gólfein- ingum, sem eru fulleinangrað- ar og klæddar utan sem innan, síðan næsta ramma og þannig koll af kolli eftir því hvað húsið á að vera langt. Húsinu er síðan lokað með hinum gaflinum. Það sem heldur hús- inu saman eru stálteinar sem ganga í gegnum þar til gerð göt á öllum hornum ramm- anna og um gólfbitana og síðan er allt hert saman með fyrrnefndum stjörnulykli. Að sögn Magnúsar geta húsin orðið mjög fjölbreytt að : r

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.