NT - 16.08.1984, Blaðsíða 21

NT - 16.08.1984, Blaðsíða 21
f Fimmtudagur 16. ágúst 1984 21 L Útl löracfl Rúmenskur erkibiskup: Vestur Þýskaland: Reyndist vera gamall nasisti 2% samdráttur í þjóðarframleiðslu - vegna verkfallanna Washington-Reuter ■ Rúmenskur prestur, sem flutti til Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöldina og gerö- ist þar erkibiskup rétttrúarsafn- aðar, hefur verið sviptur banda- rískum ríkisborgararétti og rek- inn úr landi þar sem sannað þykir að hann hafi unnið með nasistum í Rúmeníu og framið þar striðsglæpi. Réttarhöld vegna þessa máls hafa staðið yfir í níu ár og kom þar fram að presturinn, Valeri- an Trifa sem nú er sjötugur að aldri, hafi borið ábyrgð á að settar voru upp útrýmingarbúð- ir í Búkarest á stríðsárunum þar sem þúsundir Gyðinga létu lífið. Trifa var einnig höfuðsmaður í rúmenskri fasistahreyfingu og ritstýrði blaði sem hélt uppi árásum á Gyðinga. Trifa hefur fengið landvist- arleyfi í Portúgal og hafa yfir- völd þar verið sökuð um að hafa vitað af fortíð hans þegar þau veittu honum leyfið. Portúg- alska sendiráðið í Washington hefur neitað því og í yfirlýsingu sem það birti í gær kom fram að landvistarleyfið hefði verið gef- ið út í góðri trú þar sem sendi- ráðinu hefði ekki verið kunnugt um að Trifa hefði verið nasisti. Landvistarleyfið hefði verið veitt eftir að Trifa lagði fram hreint sakarvottorð, og rheð- mæli frá kirkjudeild sinni. ■ Erkibiskupinn og stríðs- glxpamaðurinn Valerian Trifa. Símamynd-POLFOTO. Vestur Berlín-Reuter ■ Vinnudeilan í Pýskalandi í vor, þegar um 450 þúsund verkamenn lögðu niður vinnu, hefur komið harðar niður á efnahag landsins en búist var Sovétmenn: Draga úr árásum á A-Þjóðverja Tígurinn Brútus: Olli hjart- veiki á heilsu- bótargöngu Vín-Reuter. ■ Vegfarendum á þjóð- vegi í Austurríki leist ekki á blikuna í gær þegar þeir sáu tígrisdýr á heilsubótargöngu meðfram veginum. Fjöldi fólks leitaði skjóls áður en tígrisdýrið var yfirbugað með deyfilyfjasprautu. Pað kom síðan í Ijós að tígrisdýrið, sem heitir Brútus, er sauðmeinlaust. Brútus hafði farið'á flæking og villst frá heimiii sínu í Vorchdorf þar sem hann er hafður sem gæludýr. NewYork: 90 manns slösuðust - þegar ólympíuf örum var fagnað New York-Reuter ■ Liðlega níutíu manns særðust þegar gífurlegur mannfjöldi fagnaði banda- rískum ólympíuverðlauna- höfum sem heimsóttu New York borg í gær. Slysið varð þegar vinnupallar, sem fólk klifraði upp á til að sjá betur, hrundu. Fjórir slös- uðust alvarlega. Talið er að um tvær millj- ónir manna hafi safnast sam- an á götum borgarinnar til að fagna íþróttafólkinu sem vann til verðlauna á Ólym- píuleikunum í Los Angeles. Belfast: J.B. Priestley látinn London-Reutcr. ■ Rithöfundurinn J.B.Priest- ley lést í gær, 89 ára að aldri. Eftir hann liggja yfir eitthundr- að skáldsögur og leikrit, og hafa nokkur verk hans verið þýdd á íslensku. Priestley fæddist árið 1894. Hann barðist í fyrri heimsstyrj- öldinni en stundaði eftir hana nám í Cambridge háskóla. Hann vakti fyrst athygli á sér sem rithöfundi þegar skáldsaga hans, The Good Companions, kom út árið 1929, og frægasta leikrit hans, Dangerous Corners, kom út árið 1932. í seinni heimsstyrjöldinni flutti hann mjög vinsæla áróðursþætti í breska útvarpiö og að því loknu tók hann virkan þátt í alþjóðastjórnmálum. Hann var Fjölmenni við útför Downes Belfast-Reuter ■ Þúsundir manna fylgdu Sean Downes til grafar í gær en Downes lét lífið á sunnudag þegar lögregla skaut plastkúlum á mannljölda sem safnast hafði saman á útifundi í Belfast. Útförin fór friðsamlega fram- þrátt fyrir að um 5000 manns hafi safnast þar saman. Lögregl- "an lét ekki sjá sig ef undan er skilin þyrla sem flaug yfir Mill- townkirkjugarðinum sem er í kaþóísku hverfi í vestur-Belfast. Leiðtogar Sinn Fein, stjórn- málaflokks IRA, voru viðstadd- ir jarðarförina og einnig nokkrir meðlimir Noraid-samtakanna sem eru í hemsókn í héraðinu. Noraid-samtökin hafa bæki- stöðvar í Bandaríkjunum og safna þar fé til lýðveldissinna í Norður-írlandi. Þegar lögreglan gerði árásina á fundinn á sunnu- dag var hún að leita að einum fulltrúa Noraid-samtakanna, Martin Galvin, sem sótti fund- inn þrátt fyrir að bresk yfirvöld hefðu bannað honum að fara til Norður-írlands. Galvin er enn í Norður-írlandi og að sögn em- bættismanns í Sinn Fein gengur erfiðlega að koma honum úr landi aftur. Nokkur ókyrrð hefur verið í Belfast síðan á sunnudag. Um fimmtíu manns, flestir lögreglu- menn, særðust í átökum eftir knattspyrnuleik á þriðjudags- kvöld og í gær brutust út átök í dómssal þar sem verið var að yfirheyra uppljóstrara. Austur-Berlín-Reutcr ■ Austur-Þýskaland undir- strikaöi í gær afstööu sína í samskiptum austurs og vesturs og um leið virðast árásir Sovét- ríkjanna og annarra austantjalds- þjóða á tilraunir Austur-Þjóð- verja til að bæta samskiptin við Vestur-Þjóðverja, vera að réna. Málgagn austur-þýska kommúnistaflokksins, Neues Dcutchland, og önnur austur- þýsk blöð birtu í gær fréttir á torsíðu þar sem haft var eftir Papandreou forseta Grikklands að utanríkisstefna Ericks Hon- ecker væri lofsverð, sérstaklega tilraunir hans til slökunar. Einnig var birt hógværlega orðuð grein úr Pravda, mál- gagni sovéska kommúnista- flokksins. um samskipti austurs og vesturs. Vestrænir sendi- menn sögðu að úr þeirri grein mætti lesa að árásir fjölmiðla austurblokkarinnar á Honecker væru í rénun. við í fyrstu, samkvæmt útreikn- ingum leiðandi hagrannsóknar- stofnunar í Þýskalandi. Martin Bangeman efnahags- ráðherra sagði í síðustu viku að verkföllin í málm- og prentiðn- aðinum hefðu líklega valdið því að heildar þjóðarframleiðsla hefði dregist saman um 1% á öðrum fjórðungi þessa árs mið- að við fyrstu þrjá mánuði ársins. En DIW stofnunin í Vestur- Berlín sem er ein af fimni stærstu rannsóknarstofnunum landsins sem starfa sjálfstætt, telur nú að samdrátturinn nemi 2 prósentum. Hagfræðingur stofnunarinn- ar, Karin Mueller-Krumholz, sagði að þessi niðurstaða byggð- ist á bráðabirgðatölum sem sýndu að iðnaðarframleiðsla minnkaði um 9% í júní þegar verkföllin voru hvað víðtækust, og áhrif verkfallanna voru því meiri en fyrst var talið. Hún bætti þó við að þetta kynni að breytast ef mikill munur yrði á endanlegum tölum fyrir júní- mánuð og bráðabirgðatölunum. ■ Breska leitarskipið Gavinton leggur af stað frá Port Said í Egyptalandi á leið til Suezskurðarins. POLFOTO-símamynd. Hvolfþök Blómaskálar, garðstofur, sumarbú- staðir, (búðarhús og stærri hús tll hvers konar nota. Gerum tilboð. Hringið og fáið sendar upþlýsirtgar: 91 -28033 virka daga 17.00-19.00. Tilraunastofa Burðarforma P. ■ J.B. Priestley einn frumkvöðullinn í barátt- unni gegn kjarnavopnum og árið 1963 neitaði hann, ásamt 47 rithöfundum öðrum, að láta setja leikrit sín upp í Suður-Af- ríku til að mótmæla kynþátta- misréttinu þar. Rauða hafið: Enn springa tundurdufl Kaíró-Reuter ■ Tvö tundurdufl sprungu á Rauða hafinu í fyrradag en a.m.k. 16 skip hafa laskast þar undanfarnar flmm vikur eftir að hafa siglt á tundurdufl. Fioti leitarskipa frá mörgum þjóð- um er nú á leiðini á svæðið til að hreinsa það af tundurduflum. Norskt skipafélag sagði frá því í gær að rússneskur togari hefði siglt á tundurdufl í fyrradag og að egypskt leitarskip hefði gért annað dufl óvirkt. Egypska varn- armálaráðuneytið hefur ekki staðfest þessar frétttir. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn munu aðstoða Egypta og Saudi-Araba við að leita uppi tundurdufl á Súezflóa. Bresku skipin eru þegar komin á svæðið en hin eru á leiðinni. Engin sönnun hefur fengist fyrir hverjir bera ábyrgð á tundurduflunum á Rauða hafinu. Egyptar hafa sagt að þeir gruni Líbyumenn eða írani en báðar þessar þjóðir hafa neitað ásökununum. Aftur á móti hafa samtök sem kenna sig við heilagt stríð múhameðstrú- armanna lýst ábyrgðinni á hendur sér. QUEEN hljómleikar í London Feröaskrifstofan Ævintýraferðir býöur sex daga ferö til London þann 3. september fyrir kr. 14.380. Innifaliö er: Flug, gisting, rútuferöir, miöi á hljóm- leika Queen á Wembley og ísl. fararstjórn. Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri. Uppl. í síma 12720.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.