NT - 03.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 03.11.1984, Blaðsíða 2
Laugardagur 3. nóvember 1984 2 Orlof opinberra startsmanna skert og þeir hýrudregnir? ■ Þar sem fjöldi orlofs- daga sem vinnuveitandi þarf að greiða starfs- mönnum sínum miðast við hlutfall af unnum starfstíma þeirra á orlofsár- inu geta þeir sem nú hafa verið frá vinnu vegna verk- falls frá einum og upp í hálfan annan mánuð átt á hættu að missa 2-3 greidda orlofsdaga sumarið 1985. Spurður, sagði Indriði H. Porláksson, deildarstj. launa- deildar fjármálaráðuneytisins enga sérstaka samninga varð- andi orlofið 1985 hafa verið gerða í sambandi við nýgerða kjarasamninga BSRB, en rætt um að taka þetta atriði til athug- unar síðar. Svo langt verkfall hafi aldrei komið til hjá ríkinu fyrr og því ekki áður þurft að taka afstöðu til orlofsskerðing- ar. Of snemmt sé því að fullyrða neitt um það hvort til slíks muni koma. Indriði var jafnframt spurður hvort laun sem greidd voru fyrir dagana 1. til 3. október verði dregin af þeim ríkisstarfs- mönnum sem lögðu niður vinnu þessa daga, þ.e. áður en til verkfalls kom. „í rauninni höfum við engar upplýsingar í höndunum til að meta þetta mál og ég á ekki von á að afstaða verði tekin til þess fyrr en það kemur frá forstöðumönnum stofnana hvort um óheimilar fjárvistir var að ræða. Þetta hvílir á forstöðumönnum við- komandi stofnana“. Skriður kominn á samningamál Alþýðusambandsins: VSÍ bauð í gær 19.5% ■ Samningafundi ASÍ og VSI var frestað um kvöld- matarieytið í gærkvöldi, sam- kvæmt ósk VSÍ sem vildi taka sér tíma til frekari umhugsunar og útreikninga. VSÍ lagði í gær Kirkjuþing: Kirkjan svikin um stórfé - innheimtulaun ríkisins 6% í stað 1% ■ „Kirkjan gæti ráðið 15 til 20 manns til nauðsynlegra þjónustu- Úrslit frá Ólympíu- mótinu í bridgs j2. Umferð: ísland - Sameinuðu arabisku furstadæmin 24-6 13. Umferð: fsland - Indónesía 7-23 14. Umferð: ísland - Þýskaland 8-22 15. Umferð: ísland - Ítalía 14-16 Eftir 15 umferðir er ísland með 235 stig og líklega í ellefta sæti. Indónesía er í efsta sæti í b-riðli með 285 stig. Næstu andstæðingar íslend- inga vcrða Guadeloupe og írland. starfa fyrir það fé sem hún of- borgar til innheimtumanna ríkis- sjóðs fyrir innheimtu kirkju- gjalda og kirkjugarðsgjalda", sagði Halldór Finnsson á Kirkju- þinginu í gær. Umræður fóru fram um breytingu laga um kirkjugarða en samkvæmt þeim fá innheimtumenn 6% fyrir inn- heimtuna. Er það hæsta inn- hcimtuprósenta í gildandi lögum. Dómprófasturinn í Rcykjavík hefur fcngið samþykki fjármála- ráðherra ogborgarstjóra áþví að gjaldheimtan í Reykjavík taki aðeins 1% innheimtugjald fyrir inn- heimtu þarog tckur það gildi um næstu áramót. 5% af kirkjugarðs og kirkjugjöldum sem telja má ofborguð jafngilda tvöfaldrí þeirri upphæð sem veitt er til kirkjustjórnarinnar og þrefaldari þeirri upphæð sem fer til starfssjóðs kirkjunnar. 1 frumvarpinu sem Veturinn að taka völd í Skagafirði Frá Erni Þórarinvsyni fréllaritara NT í Fljótum: ■ Vetur er nú að taka völdin í Skagafirði eftir langt og gott sumar. Alhvítf’ er um allt héraðið og hálka mikil á vegum. Það byrjaöi að snjóa s.l. sunnudag og á mánudag var slydda í SamiðáSel- tjarnarnesi ■ Samkomulag náðist síðdegis í gær á milli sveitarstjórnarmanna á Seltjarnarnesi og stjórnar starfsmannaíélagsíns á staðnum um nýjan aðal- kjarasamning mili aðila. Er hann samhljóða þeim samningi sem Reykjavík- urborg gerði við starfs- menn sína fvrr í vikunni. liggur fyrir Kirkjuþinginu er gert ráð fyrir 1% innheimtulaunum. Af öðrum málum Kirkjuþings má nefna að rætt var um stofnun bókhlöðu í Skálholti yfir hið stórmerka bókasafn Þorsteins Dalasýslumanns sem geymt er í turni kirkjunnar. Fram kom að Árnes-, Rangár-, Skaftafellssýsl- ur og Selfossbær hafa veitt fé til byggingarinnar. Þá ræddu menn þjónustu við aldraða í höndum kirkjunnar og stöðu sjúkrahúss- prests. Staða hans var sett í lög fyrir 14 árum en ennþá hefur ekki fengist fjárveiting til þessar- ar stöðu. fram hugmynd að samningi sem metinn var á um 19.5%, en í ASI liðinu töldu menn enn vanta nokkuð upp á samning er væri jafnvirði þess er BSRB hefur fengið. Gerðu ASÍ- samningamenn ýmsar athuga- semdir við samningsdrögin. Þá er enn ágreiningur með samningsaðilum m.a. um bónussamninga. Um lOverka- lýðsfélög eru með bónus- samninga sína lausa eða að losna nú alveg á næstunni og, telja þau sig hafa 2 ára gamalt loforð fyrir endurnýjun þeirra. Samkvæmt heimildum NT vill VSÍ hins vegar enn fresta þeirri endurskoðun og fá bónussamningana óbreytta inn í það samkomulag sem nú verður gert. Skagafirði og er það aðal orsökin fyrir hálkunni. Nokkuð hefur verið um útaf- keyrslur síðustu daga en ekki orðið slys á fólki, að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki. Hins vegar er all mikið um að bílar séu iilla búnir til vetrarakstuis. Vegurinn til Siglufjarðar var orðinn ófær fólksbílum en var ruddur á föstudag. Lágheiðin, milli Ólafsfjarðarog Fljóta. hef- ur verið góð allt fram að þessu og er það óvanalegt á þessum árstíma og sýnir vel hve haustið hefur verið gott. Lít'ið hér í Skagafirði er nú að komast í eðlilegt horf eftir vcrkfall BSRB og langvarandi útvarps- og sjónvarpsleysi. Skólarnir hér hófu yfirleitt kennslu á miðvikudag, nema í Varmahlíð þar sem kennsla hófst á fimmtudagsmorgun. Nokkuð var farið að bera á vöruskorti í verslunum. Einkum munu tóbaksbirgðir hafa verið á þrotum. Vinnur kauplaust ■■■ ■ Oft er talað um hinn samviskulausa bílífa em- bættismann sem hreiðrar um sig í einhverri valdastofnun- inni með æviráðningu og ger- ir svo ekkert meir. Nema þá að bíða eftir því að komast á eftirlaun. En þeir eru ekki allir þessu marki brenndir. Þær reglur eru hér í gildi að hæstaréttar- dómarar og ríkissaksóknari geta hætt störfum 65 ára en haldið fullum launum. Þeir geta líka unnið áfram en fá að sjálfsögðu ekkert upp úr krafsinu. Þess eru því fá dæmi. Það vakti því at- hygli Dropa þegar okkur var bent á að Þórður frændi Björnsson ríkissaksóknari er fæddur 1916 og varð því 68 ára á þessu sumri. Enn liefur ekkert heyrst frá Þórði þess efnis að liann hyggist hætta en hann er Iíklega eini opin- beri starfsmaðurinn sem vinnur af hreinni hugsjón, vinnur kauplaust. Tii gamans þá var Þórður einmitt nýbúinn aó ná aldri þegar frændi hans úr Skaga- firöinum. Úlfar Þormóðsson hóf útgáfu Spegilsins. En þar skjátlaðist þér Ulfar ef þú ætlaðir að stíla upp á að frændi þinn yrði orðinn valdalaus þegar þú gerðir árásir á andlega heill góð- borgaranna. ■ Einn opinberra starfs- manna vinnur Þórður sitt starf kauplaust. Annað en verkfallsgleði undirtyllanna. ■ Á morgun gengst ferðaskrif- stofan Farandi fyrir Vínarkvöldi á Hótel Sögu, ásamt Gildi hf. Á skemmtuninni koma fram þau Gabriele Salzbacher, sópran, Friedrich Springer, ten- ór og Norbert Huber undirleik- ari. Tónlistarfólkið, sem kemur frá Vín og nágrenni, mun flytja léttklassiska músik eftir Mozart, Lehar, Strauss o.fl. Að sögn Haraldar Jóhanns- sonar, eiganda Faranda, hefur ferðaskrifstofan Farandi staðið fyrir vorferðum til Vínar nokk- Kennslutap ■■■ ■ Uppákomur af völdum verkfallsins eru margskonar. í einum framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu voru tveir líffræðikennarar sem báðir kenndu samskonar bekkjum sama námsefni. Annar í BHM og hinn í BSRB. Nú fór BSRB-inn í verkfall og því féll öll líf- fræðikennsla niður í hans hópi. Til þess að ekki kæmi til óeðlilegs miræmis og vandræða við próftöku hætti BHM kennarinn líffræði- kennslu í sinni bekkjardeild á meðan verkfallið stóð yfir. En nú er kornið babb í bátinn. Skólastjórinn fer fram á fjárframlag frá Ragn- hildi til þess að allir BSRB kennarar megi kenna á laug- ardögum og vinna þannig upp kennslutapið. Þar með yrði BSRB bekkjardeildin komin með laugardags-. kennslu í líffræði. Þá er lík- lega ekki annað fyrir BHM- inn að gera en að kenna líka á laugardögum - kauplaust því fyrir þessa líffræðitíma hafði hann þegar fengið borgað. Nú eða kannski að við treystum á að Ragnltildur fari ekki að sólunda fé til handa uppreisnarliðinu í BSRB. HiH MMHH á morgun ur síðastliðin vor og vonast til að þær ferðir geti orðið árvissir atburðir. Á blaðamannafundi í gær sagði tónlistarfólkið að Island væri mjög frábrugðið Vín. „Stórkostlegt" sagði Gabriele, „mjög áhrifaríkt, trén í Vín eru í haustskrúða en hér sjást ekki tré.“ í dag heldur ferðaskrifstofan samskonar skemmtun á Akur- eyri, í Sjallanum, en eins og áður segir verður skemmtunin á sunnudagskvöld hér á Hótel Sögu. Miðaverð er 960, og þar innifalið er matur. Stúlka fannst ■ 18 ára stúlka týndist í hlíð- um Esju síðdegis í gær. Hún fannst eftir tæplega tveggja tíma leit, heil á húfi. Auk lögreglu voru fjórar hjálparsveitir kall- aðar út til leitarinnar. Stúlkan var í fjallgöngu með skólasyst- kinum sínum úr Menntaskólan- um við Sund þegar hún ákvað að snúa við og halda niður ein en hin héldu áfram göngunni. Þegar hún hafði ekki komið fram um klukkan sjö var til- kynnt um hvarf hennar til lög- reglunnar í Hafnarfirði og fundu björgunarsveitarmenn hana laust fyrir klukkan níu. Hans í Ás* mundarsal ■ Hans Christiansen opnar myndlistarsýningu í Ásmund- arsal í dag. laugardag. Þetta er 8. einkasýning Hans og á veggj- um eru rúmlega 30 vatnslita- myndir. Sýningin stendur til 11. növember.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.